Vísbending


Vísbending - 06.07.1992, Page 4

Vísbending - 06.07.1992, Page 4
ISBENDING Hagtölur Fjarmagnsmarkaður Peningamagn (M3)-ár 10% Verðlryggð bankalán 9,0% Óverðtr. bankalán 12,2% Lausafjárhlutfall b&s 12,8% Verðbréf (VÍB) 335,3 Raunáv.3 mán. 9% ár 7% Hlutabréf (VÍB) 691 Fyrir viku 691 Raunáv. 3 mán. -7% ár -13% Lánskjaravísitala 3230 spá m.v. fast gengi 3240 og 0,5% launaskr./ári 3249 3252 Verðlag og vinnumarkaður s v a rt\ lækkun r a u t t hækkun frá fyrra tbl. 30.04. 01.06. 01.06. 04.92 06.92 24.06. 06.92 07.92 08.92 09.92 10.92 Framfærsluvísitala 161,1 06.92 Verðbólga- 3 mán 1% 05.92 ár 4% 05.92 Framfvís.-spá 161,9 07.92 (m.v. fast gengi, 162,5 08.92 0,5% launaskr./ári) Launavísitala 130 06.92 Árshækkun- 3 mán 6% 06.92 ár 2% 06.92 Launaskr-ár 1% 03.92 Kaupmáttur 3 mán 1% 04.92 -ár -1% 04.92 Dagvinnulaun-ASÍ 82000 91 4.ársfj Heildarlaun-ASÍ 108000 91 4.ársfj Vinnutími-ASÍ (viku) 46,2 91 4.ársfj fyrir ári 46,6 Skortur á vinnuafli -0,6% 04.92 fyrir ári 0,6% Atvinnuleysi 2,5% 05.92 fyrir ári 1,4% Gengi (sala síðastl. mánudag) Bandaríkjadalur 55,7 29.06. fyrir viku 56,5 Sterlingspund 106,0 29.06. fyrir viku 105,5 Þýskt mark 36,5 29.06. fyrir viku 36,2 Japanskt jen 0,444 29.03. fyrir viku 0,44 Erlendar hagtölur Bandaríkin Verðbólga-ár 3% 05.92 Atvinnuleysi 7,5% 05.92 fyrir ári 6,8% Hlutabréf (DJ) 3284 25.06. fyrir viku 3289 breyting á ári 10% Liborvext. 3 mán 4% 19.06. Bretland Verðbólga-ár 4% 05.92 Atvinnuleysi 9,5% 04.92 fyrir ári 7,7% Hlutabréf (FT) 2534 26.06. fyrir viku 2584 breyting á ári 1% Liborvexl. 3 mán 10.1% 26.06. V -Þýskaland Verðbólga-ár 5% 05.92 Atvinnuleysi 6,5% 05.92 fyrir ári 6,3% Hlutabréf (Com) 1967 17.06. fyrir viku 1992 breyting á ári -3% Evróvextir 3 mán 9,7% 26.06. Japan Verðbólga-ár 2% 04.92 Alvinnuleysi 2% 04.92 fyrir ári 2% Hlutabréf-ár -31% 26.06. Norðursjávarolía 21,27$ 26.06. fyrir viku 20,92$ Svíþjóð: Bankar í erfiðleikum Tveir stórir bankar í Svíþjóð, Gota banken og Svenska Handelsbank hafa nýlega skýrt frá mun verri afkomu fyrstu mánuði árs en í fyrra. Þetta stafar ekki síst af miklu framlagi í afskriftasjóði, hjá Svenska Handelsbanken jókst það um tæp 50%. Vandann má rekja til slæms efnahagsástands, verðfalls á fasteignum og vandræða fjárfestingarsjóða. Veð hafa snarfallið í verði. Gota banken hefur brugðist við á nýstárlegan hátt, hann keypt tryggingu gegn útlánatapi næstu fimm ár. Stutt er síðan ríkið þurfti að reiða fram fé til þess að bjarga næststærsta banka landsins, N ordbanken, og stærsta sparisjóðnum, Första sparbanken. Vonast er þó til að komist verði hjá svipaðri kreppu í bankarekstri og skollið hefur á í Noregi og Finnlandi. Evrópubandalagslönd: Ræða hámarksvinnutíma og orlof Nú reyna Evrópubandalagslönd að koma sér saman um sameiginlegar reglur um hámarksvinnutíma og lágmarksorlof. I Bretlandi, Danmörku og á Italíu eru engin lög um hámarksvinnutíma, en í öðrunt löndum bandalagsins mega menn ekki vinna meira en 39-48 tíma á viku (að yfirvinnu meðtalinni). Nú eru horfur á að eining verði um 48 tíma hámark á viku í öllum löndum bandalagsins, nema Bretlandi, en þar verði þó tryggt að menn vinni ekki lengur en 48 tíma á viku nema þeir vilji það sjálfir. Þá er lagt til að lágmarksorlof verði þrjár vikur á ári og lengist í fjórar vikur árið 1999. Núnaer lágmarksorlof mjög mislangt í Evrópubandalaginu, í Bretlandi og á Italíu eru til dæmis engin lög um lágmarksorlof, en í nokkrum löndum er það 30 dagar á ári. OECD: Efnahagsbati í heiminum Að öllum líkindum mun efnahagur heims heldur taka við sér þegar líður á árið, segir Efnahags-^ og framfara- stofnunin, OECD. Árið 1991 var hagvöxtur í heiminum um 1%, en á þessu ári spáir stofnunin tæplega 2% hagvexti og árið 1993 er því spáð að vöxturinn verði 3%. Einkum er útlit fyrir bata í Bandaríkjunum, þó að mikill fjárlagahalli hljóti að valda erfiðleikum þegar fram í sækir. I Þýskalandi hefur kostnaður við sameiningu landsins farið úr böndum. Seðlabanki landsins hefur brugðist við með mikilli hækkun vaxta, sem breiðst hefur til annarra Evrópulanda. Hagvöxturdregstsaman í Þýskalandi á þessu ári, en í öðrum lönduin Evrópu er útlit fyrir að hann aukist. Útliter fyrir bjartari tíð í flestum Evrópulöndum á næsta ári að mati OECD. Því er spáð að hagvöxtur dragist saman í Japan árið 1992, en stofnunin spáir auknum vexti þar árið 1993 eins og annars staðar. Kjaradómur: Litlar líkur á miklu launaskriði í kjölfarið Kjaradómur hefur kveðið upp úrskurð um laun embættismanna. Verið er að samræma launakjör og fella aukasporslur inn í laun. Við þetta verða kjör þessa hóps ljósari en áður. Heildarlaun sumra lækka en kjör annarra batna um upp undir 100%. I fyrstu fréttum sagði að óvíst væri að greiðslur ykjust úr ríkissjóði, en nú virðist ljóst að útgjöld aukist um hundruð milljóna á ári. Vera kann að fleiri fari fram á launahækkun í kjölfarið, en atvinnuleysi og slæmar horfur í efnahagsmálum ættu þó að koma í veg fyrir mikið launaskrið. Leiðrétting: Röng mynd Þau leiðu mistök urðu við vinnslu á grein Kristjáns Jóhannssonar um Maastrichtsamkomulagið í 24. tölublaði að my nd sem sýnir nafnvexti ríkisskuldabréfa féll niður á forsíðu, en önnur birtist tvisvar. - Hér krefst Myntbandalagið þess að vextir ríkisskuldabréfa séu lægri en 10,7% , en nafnvextir á íslandi eru áætlaðir 9,5%. % Ritstj. og ábm.: Sigurður Jóhannesson. Útg.: Ráðgjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Myndsendir: 812824. Málfarsráögjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Prentsmiðjan Gutenberg. Öll réttindi áskilin. Ljósritun er óheimil en mikill afsláttur veittur af viðbótareintökum. 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.