Vísbending


Vísbending - 21.07.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.07.1992, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21. júlí 1992 28. tbl. 10. árg. Laun æðstu embættis- manna eru ekki há miðað við forstjóralaun Heildarlaun forstjóra með háskólapróf eru að líkindum ríflega þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali um þessar mundir. Launin eru auðvitað misjöfn.en sennilegaerrúmurhelmingur forstjóranna með heildarlaun á bilinu 250-400 þúsund krónur (sjá mynd). Þessar tölur eru byggðar á launa- könnunum viðskiptafræðinga og verkfræðinga í vetur og fyrravetur, en niðurstöður þeirra hafa hér verið hækkaðar með launavísitölu til júlí- mánaðar 1992. Upplýsingarnar er forv itnilegt að bera saman við niðurstöðu Kjaradóms frá 26. júní. I lögum um dóminn segir að laun, sem hann ákveður, skuli vera í samræmi við kaup sambæri- legra stétta í þjóðfélaginu. Dómurinn hækkaði kaup talsvert til þess að ná þessu markmiði, en hækkanirnar hafa verið ýktar í sumum blaðafregnum. Úrskurðurinn hefur þar verið borinn saman við föst laun eins og þau voru áður, en ekki litið til þess að aukagreiðslur, til dæmis fyrir yfirvinnu og nefndarstörf, áttu að falla niður. Þó er ljóst að útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um hundruð milljóna króna á ári. Til dæmis hækkuðu laun ráðherra mikið, en þeir fá jafnan ekki borgað fyrir yfirvinnu og nefndarstörf. Kaup forsætisráðherra hækkaði úr tæplega 320 þúsund krónum á mánuði í 400 þúsund, kaup annarra ráðherra hækkaði úr 290 þúsundum í 370 þúsund krónur á mánuði og kaup hæstaréttardómara úr tæplega 250 þúsund krónum í 350 þúsund. Þegar mat Kjaradóms er borið saman við forstjóralaunin, sem nefnd voru hér að framan, og höfð í liuga sú ábyrgð, sem hvflir á herðum embættismanna, verður ekki séð að það hafi verið of hátt. Liklega eru 10-20% viðskiptamenntaðraforstjóra fyrirtækja með hærri laun en dæmd voru forsætisráðherra. í stórum fyrirtækjum virðisl algengt að forstjóralaun séu á bilinu 500.000-1.000.000 á mánuði (sjá Heildarlaun ýmissa stétta, í þúsundum króna á mánuði 50 100 150 200 250 300 350 400 □ F o ris t j ó r a r, i (viðskfr.verkfr.) I Fjármálastjórar (viðskfr.) Verkfræðingar, almerin störf Viðskiptafræðingar, almenn störf | | 1 BHMR ^ Iðnaðarmenn Skrifptofukarlar Skrifstofukonur | Verkakarlar Verkakonur 50 ŒD m Afgreiðslukonur 100 150 200 250 300 350 400 Myndin sýnir áætluð heildarlaun nokkurra stétta nú í júlímánuði (erfiðara er að bera saman dagvinnulaun, því að stundum er hluti yfirvinnugreiðslna í raun kaup fyrir dagvinnu). Vinstri hlið kassanna sýnir neðri fjórðung launadreifingarinnar, 25% fá lœgri laun. Hægri hlið kassans sýnir efri fjórðung, 25% fá hœrri laun. Helmingur fær laun á því bili sem sem kassinn markar. Til dæmis er helmingur afgreiðslukvenna með 60-80 þúsund krónur á mánuði, en laun forstjóra dreifast meira, helmingur þeirra er með laun á bilinu 260-390 þúsund krónur á mánuði. Lóðrétta strikið í miðjum kassanum sýnir miðtöluna. Helmingur hefur hærri laun en henni nemur og helmingur lægri. Miðtala er jafnan lægri en meðaltal, því að tiltölulega fáir hálaunamenn toga meðaltalið upp. Miðlungsforstjóri er með rúmlega 310 þúsund krónur á mánuði, 4,5-föld miðlungslaun afgreiðslukvenna, sem eru 70 þúsund krónur. Eftir tekjuskatt er munurinn minni, forstjórinn heldur eftir rúmlega 210 þúsundum, rúmlega þrein sinnutn meira en afgreiðslukonan, sem fær 66 þúsund krónur í sinn hlut. Heimildir eru frá undanfömum tveimur árum, en launin eru færð upp með launavísitölu til júlímánaðar 1992. Stuðster við launakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga í febrúar 1991, könnun Stéttarfélags verkfræðinga frá janúar 1992, könnun Gallups á launum BHMR í mars 1990, Fréttabréf Kjararannsóknarnefndar um laun Alþýðusambandsfólks á síðasta ársfjórðungi 1991(nema um laun afgreiðslukvenna, þar er reynt að miða við allt árið 1991 vegnaþess að síðasti ársfjórðungurerekki dæmigerður). Ekki veita allar kannanimar fullar upplýsingar um launadreifingu og hefurblaðið þarnotið aðstoðarHelgaTómassonartölfræðings við að áætla fjórðungaskiptingu. til dæmis Frjálsa verslun, 8. tölublað 1991). Með það í hugagæti mat Kjara- dóms fremur virst of lágt en hitt. Málið snýst ekki aðeins um það hvað þessir menn eiga skilið, heldur hvorl launin • Launamál • Hagspár • Forsendur vaxtamunar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.