Vísbending


Vísbending - 31.10.1992, Page 3

Vísbending - 31.10.1992, Page 3
Efnahagsástand í útlöndum: Hagvaxtar- aukning í B andaríkjunum Dv. Sverrir Sverrisson Prátt fyrir að Bandaríkin séu ekki lengur í efnahagskreppu þá má segja að enn ríki hálfgerð ládeyða í efnahagsmálum þjóðarinnar. Beðið hefur verið eftir kröftugri uppsveiflu allar götur síðan Persaflóadeilunni lauk og þar til fyrr í vikunni voru fá merki þess að slík uppsveifla væri í nánd. Þjóðarframleiðslajókst reyndar til muna á fyrsta árfjórðungi þessa árs, eða um 2,9% umreiknað til heils árs, en aðeins 1.5% vöxtur á öðrum ársfjórðungi slökkti vonir manna um batnandi horfur. Bráðabirgðatölur um þjóðarframleiðslu þriðja ársfjórðungs sem birtar voru fyrr í vikunni sýndu aftur á rnóti 2,8% aukningu á ársgrundvelli. Þetta er 1,2% hærra en búist var við og kemur því mjög á óvart. Þetta kemur sér auðvitað vel fyrir George Bush á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Nú getur hann haldið því fram að hin langþráða uppsveifla sé loksins komin. I herbúðum Clintons geta menn þó hæglega leitt rök að því að sé lilið á aðrar hagstærðir setn gefa betri vísbendingu um þróun efnahagsmála sé myndin ekki eins fögur. Mynd 1 sýnirþróun leiðarhagvísis og iðnaðarframleiðslu síðan 1980. Leiðarhagvísirinn er vísitala sem inniheldur þær stærðir í hagkerfinu sem eru mjög næmar fyrir breytinguin á efnahagsástandi. Ef hagvísirinn stígur, má reikna með að framleiðsla aukist á næstunni, og öfugt. Eins og sjá má, þá byrjaði leiðarhagvísirinn að falla strax í byrjun ársins eftir að hafa stigið síðan í byrjun síðasta árs. Vöxtur iðnaðar- framleiðslu, sem var neikvæður (kúrvan fyrir neðan núll) allt síðasta ár, jókst framan af þessu ári. Þó má sjá að vaxtarhraðinn hefur farið stiglækkandi upp á síðkastið, og nýjustu tölur (sem eru ekki með á myndinni) sýna að iðnaðarframleiðslan féll um 0,4% íágúst og 0,3% í september. Þá hafa vísitölur um væntingar framleiðenda og neytenda að undanfömu sýnt aukna svartsýni um þróun efnahagsmála. Ofangreindar upplýsingar er aðeins hægt að túlka þannig að vöxtur þjóðarframleiðslu muni minnka á ný á síðasta ársfjórðungi þessa árs. A mynd 2 má sjá að verðbólgan hefur lækkað úr rúmum sex prósentum í lok ársins 1990 ISBENDING Mynd 1. Leiðarhagvísir og iðnaðarframleiðsla-breyting á ári, % 80 8 1 8 2 8 3 84 85 8 6 8 ~7 88 89 S> O 9 1 S> 2 Heimild: Kaupþing/Datastream source: datastrfam Mynd 2. Verðbólga og atvinnuleysi 2 3/ i o/9: í i 8 0 81 82 83 84 8 5 86 87 Heimild: Kaupþing/Datastream ? 90 91 92 Source: DATASTRFAM í um 3 prósent. Atvinnuleysijókst aftur á rnóti úr 5,3% að meðaltali árið 1989 (hið lægsta í 16 ár) í 7,8% í júní sl., en hefur síðan lækkað í 7,5% á sl. tveimur mánuðum - sem auðvitað verður að teljast Bush til góða. Mynd 3 sýnir þróun dollarans gagnvart þýska markinu og mismun á skammtímavöxtum í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Eins og sjá má hefur vaxtamunurinn aukist gífurlega á síðustu tveimur árutn og dollarinn að sama skapi veikst gagnvart markinu. Munurinn hefur þó aðeins minnkað nýverið og við það hel'ur dollarinn styrkst örlítið. Ef Clinton vinnur öruggan sigur í forseta- kosningunum er mjög líklegt að markaðurinn, sem nú þegar hefur sætt sig við deinokrata í forsetaembættið (eða viðurkennt að Bush sé ekki rétti maðurinn til að leiða þjóðina út úr efnahagslægðinni), sendi dollarann enn hærraákomandi vikum. Frekari lækkun vaxta í Þýskalandi undir lok ársins gæti síðan rennt stoðum undir styrkingu dollarans þegar til lengri tíma er litið. Ef Bushnærafturámótiað snúavöm í sókn og ná endurkjöri, tel ég mestar líkur á því að upp komi svipuð staða og í Bretlandi eftir síðustu kosningar. Fjármagnsmarkaðurinn tekurþá við sér af gömlum vana og sendir dollarann og Mynd 3. Gengi og vaxtamunur Bandaríkin - Þýskaland % 23/10/9 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 Source: DATASTRFAM Heimild: Kaupþing/Datastream________x verð hlutabréfa á flug. Þegar veislunni lýkur og menn fara að líta í kringum sig á nýjan leik sjá þeir auðvitað að ekkert hefur breyst. Sami maðurinn sem hefur boðað efnahagsuppsveiflu síðan vorið 1991 situr enn við stjórnvölinn. Þá er ekki annað að gera en senda dollarann og verð hlutabréfa til lendingar á ný. Höfundur starfar hjá Ráðgjöf Kaupþings | 3

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.