Vísbending


Vísbending - 19.02.1993, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.02.1993, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur “kr,, fráfyrratbl. Fjármagnsmarkaður Peningamagn (M3)-ár 3% 30.11. VerðtryggS bankalán 9,5% 11.02. Overðtr. bankalán 14,2% 11.02. Lausafjárhlutfall b&s 12,8% 12.92 Húsbréf,kaup VÞI 7,40-7,49% Sparisk., kaup VÞÍ 7,50-7,70% 10.02. 10.02. Hlutabréf (VIB) 646 11.02. Fyrir viku 666 Raunáv. 3 mán. -14% ár -14% Lánskjaravísitala 3.263 02.93 spá m.v. fast gengi 3.271 03.93 og ekkert launaskrið 3.280 04.93 2% kauphækkun 3.290 05.93 í maí 3.304 06.93 3.342 07.93 3.345 08.93 3.348 09.93 Verðlag og vinnumarkaður Framfærsluvísitala 165,3 02.93 Verðbólga- 3 mán 10% 02.93 ár 3% 01.93 Framfvís.-spá 165,9 03.93 (m.v. fast gengi, 166,4 04.93 ekkert launaskrið) 167,0 05.93 2% kauphækkun 167,3 06.93 í maí 167,8 07.93 168,2 08.93 168,4 09.93 Launavísitala 130,7 12.92 Árshækkun- 3 mán 1% 12.92 ár 2% 12.92 Launaskr-ár 1% 03.92 Kaupmáttur 3 mán 0% 12.92 -ár 1% 12.92 Skortur á vinnuafli -1,4% 09.92 fyrir ári 0,8% Atvinnuleysi 5,0% 12.92 fyrir ári 3,2% Gengi (sala ) Bandaríkjadaiur 65,2 16.02. fyrir viku 65,2 Sterlingspund 93,3 16.02. fyrir viku 93,4 Þýskt mark 39,5 16.02. fyrir viku 39,6 Japanskt jen 0,542 16.02. fyrir viku Eriendar hagtölur Bandaríkin 0,535 Verðbólga-ár 3% 12.92 Atvinnuleysi 7,3% 12.92 fyrir ári 7,1% Hlutabréf (DJ) 3.392 12.02. fyrir viku 3.423 breyting á ári 5% Liborvext. 3 mán Bretland 3,3% 02.02. Verðbólga-ár 3% 12.92 Atvinnuleysi 10,5% 12.92 fyrir ári 9,0% Hlutabréf (FT) 2846 15.02. fyrir viku 2831 breyting á ári 13% Liborvext. 3 mán V-Þýskaland 6,2% 15.02. Verðbólga-ár 4% 01.93 Atvinnuleysi 7,4% 12.92 fyrir ári 6,3% Hlutabréf (Com) 1847 15.02. fyrir viku 1828 breyting á ári -5% Evróvextir 3 mán Japan 8,4% 15.02. Verðbólga-ár 1% 12.92 Atvinnuleysi 2,4% 12.92 fyrir ári 2,1% Hlutabréf-ár -22% 02.02. Norðursjávarolía 18,0 15.02. fyrir viku 18,3 V J Deilt um verðtryggingu V iðskiptaráðherra hefur nýlega ky nnt ríkisstjóm frumvarp um afnám laga um verðtryggingu. Hér er ekki stefnt að því að leggja verðtryggingu af. Ætlunin er að fella úr gildi ýmsar hömlur, þannig að sennilega yrðu fleiri fjárskuldbindingar verðtryggðar en nú er, ef frumvarpið yrði að lögum. En að undanfömu hafa heyrst raddir um að nauðsynlegt kunni að vera að afnema verðtry ggingu ef færa eigi vexti niður á svipað stig og í nágrannalöndunum. Afnám verð- tryggingar sé hluti af aðlögun að alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Af þessu tilefni er fróðlegt að skoða notkun verðtryggingar í nágrannalöndunum. Um tíundi hluti skulda breska ríkisins er fjármagnaður með verðtryggðum bréfum (sem gefa nú 4% raunvexti). Byrjað var að selja þau fyrir rúmum áratug þegar verðbólga var mikil í Bretlandi. Mark- aðurinn hafði enga trú á að stjómvöldum tækist að hemja verðbólguna og vextir óverðtryggðra bréfa hefðu væntanlega miðast við að hún héldist óbreytt. Raunin varð önnur og talið er að ríkissjóður hafi hagnast mikið á að gefa út verðtryggð spariskírteini. I Danmörku tíðkast verð- trygging á húsnæðislánum. Svíar verðtryggja aftur á móti ekki lán og í raun var það óleyfilegt þar til fyrir rúmu ári. í sænska viðskiptablaðinu Veckans Affárer 27. janúar segir að bannið hafi einkum stafað af andúð stjómvalda á hvers konar verðtryggingu. Margir telji, að ef verðtrygging er leyfð, sé verið að gefa í skyn, að vel megi sætta sig við verðbólgu.Greinarhöfundurfullyrðirað ekkert liggi fyrir um að verðtrygging fjárskuldbindinga ýti undir verðbólgu. Kostir verðtryggingar em raktir. Nefnt er að mun minni óvissa fylgi verð- tryggðum langtímalánum en óverð- tryggðum og greiðslubyrði í upphafi lánstíma sé minni. Þá segir að hagstætt sé fyrir ríkissjóð að taka verðtryggð lán ef stjómvöld geri ráð fyrir minni verð- bólgu en markaðurinn, en svo sé einmitt nú. Verðtrygging er alls ekki óþekkt í grannlöndunum og greinin í Veckans Affárer sýnir að vel getur farið svo að notkun hennar aukist á næstu ámm. Fé streymir jafnan úr landi ef hætta er talin á gengisfellingu. Fjármagnsflótti hefur ýtt undir fall margra evrópskra gjaldmiðla að undanförnu. Verðbólga rýrir kaupmátt þeirra gjaldmiðla sem falla í verði og því er gott að vera búinn að skipta yfir í annan gjaldmiðil áður. Málið horfir öðruvísi við ef kostur gefst á verðtryggðum skuldabréfum. Nafn- verð þeirra hækkar við verðbólgu- skriðuna. Því kann verðtryggingin að draga úr hættu á fjármagnsflótta héðan. Evrópubandalagið: Slæmt efnahagsástand kann að tefja mynt- bandalag Fjármálaráðherrar Evrópubandalags- ríkja samþykktu á fundi sínum 16. febrúar að slá um sinn á frest kröfum um aga í hagstjórn aðildarríkjanna (sjá grein Kristjáns Jóhannssonar 18. júní 1992). Hér er meðal annars átt við skilyrði um um halla á ríkisrekstri, skuldir hins opinbera og vexti. Stefnt var að því að aðildarríki stæðust þessi skilyrði árið 1995, en nú hefur verið ákveðið að lengja frestinn um eitt ár. Nú standast aðeins Frakkland og Lúxemborg öll skilyrðin. Öðrum ríkjum bandalagsins miðar misvel í áttina. Horfur eru á að halli á ríkisrekstri í Evrópubandalaginu verði 5,75% þjóðarframleiðslu á árinu, en stefnt er að því að hallinn fari undir 3% þjóðarframleiðslu. Mikið og vaxandi atvinnuleysi eykur á ríkisútgjöld og dregur úr skatttekjum og stjómir sumra bandalagsríkja vilja nú leggja meiri áherslu á hagvöxt. Með ákvörðun ráð- herranna er hægt á þróun í átt til „eins hagkerfis" og sameiginlegrar myntar Evrópubandalagsríkja. Samkvæmt Maastricht-samkomulaginu mátti í fyrsta lagi taka upp sameiginlega mynt í aðildar- ríkjum Evrópubandalagsins árið 1997, en ekki mátti draga það lengur en til 1999. Margir skilja ákvörðun ráð- herranna þannig að stofnun myntbandalags hljóti að dragast, þótt embættismenn Evrópubandalagsins hafi mótmælt því. ■ Bretland: Verðbólga ekki lægri í aldarfjórðung Verðbólga í Bretlandi var aðeins 1,7% frájanúar 1992 til janúar 1993. Þettaer minnsta verðbólga á einu ári síðan 1967. Neysluvöruvísitala lækkaði um tæpt prósent frá desember til janúar. Þegar þetta spurðist upphófust vangaveltur um nýja vaxtalækkun, en fjármálaráðherra sagði stjómvöld engar ráðagerðir hafa um slíkt að svo stöddu. Arsverðbólga í Bretlandi náði síðast hámarki í október 1990 og var þá 10,9%. _ Ritstj. og ábm.: Sigurður Jóhannesson. Útg.: Ráðgjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Myndsendir: 812824. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent Gutenberg. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.