Vísbending


Vísbending - 05.03.1993, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.03.1993, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING r i t u m v i ð s k i p t i o g e f n a h a g s m á 1 5. mars 1993 9. tbl. 11. árg. Eignir bandarískra fjármálastofnana Aðrir (14%)- Verðbrcfa sjóðir (11%) Lífeyris- sjóðir (21 %) - Bankar og sparisjóðir (37%) -(17%) Heimild: Business Week Trygginga- félög Verðbréfa- sjóðir dafna í Bandaríkjunum -en minnka hér Business Week rekur helstu kosti verðbréfasjóða í forsíðugrein 18. janúar: Fyrst nefnir blaðið að sjóðimir dragi úr áhættu fjárfesta með því að kaupa bréf af ýmsu tagi. Viðskiptakostnaðurermiklu minni en hjá einstaklingi sem hygðist sj álfur kaupa sams konar bréf. Sj óðunum er stjómað af mun meiri kunnáttu en flestir hafa til að bera. Þá nefnir blaðið að jafnan megi seljahlutdeildarbréf sjóð- anna samdægurs við fullu verði, þótt lengri tíma kunni að taka að selja einstakar eignir þeirra. A þennan hátt breyti sjóðir torseldum bréfum í auðseljanleg. A móti þessum kostum kemurkostnaðurinn við að reka sjóðina. Hann er oftast nær 1-2% eigna á ári hjá bandarískum sjóðurn (Hér á landi er rekstrarkostnaður verðbréfasjóða víðast á bilinu 0,5-3%). Ávöxtun bandarískra hlutabréfasjóða sem fjárfesta á inn- lendum markaði var að meðaltali 9,2% á liðnu ári, samkvæmt könnun Business Week; 5,7% meiri en verðbólga og 1,6% umfram hækkun S&P500 hlutabréfa- vísitölunnar. Árið á undan var ávöxtun sjóðanna37,3%,um5%meirienhækkun hlutabréfavísitölunnar. Á tímabilinu 1982-1991 var ávöxtun sjóðanna aftur á móti heldur minni en nam hækkun /Stærð íslenskra verðbréfasjóða^ milljónir króna á verðlagi 1993 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 X \ / \^ 0*1-89 Nðv-90 Dos-91 Jui-93 Myndin sýnir árslokatölur og stöðuna í lokjanúar. Heimild: Seðlabanki Islands hlutabréfavísitölu, eða tæp 16% á ári á móti 17,5%. Raunávöxtun sjóðanna á þessu tímabili var um 11 % á ári. Góð ávöxtun bandarískra verðbréfa- sjóða hefur orðið til þess að sífellt fleiri leggja fé í þá. Árið 1975 voru um 2% eigna bandarískra peningastofnana í verðbréfasjóðum, en í fyrra voru sjóðimir orðnir hálfdrættingar á við lífeyrissjóði með um 11%. Sambærileg tala'-hér á landi er 1-2%. Sjóðimir ráða orðið bandarískumhlutabréfamarkaði. Áfyrra helmingi árs 1992 námu kaup þeirra 96% heildarveltu hlutabréfa í landinu. Þettamá rekjatil þess að margir sjóðanna fylgja virkri fjárfestingarstefnu og kaupa og selja bréf mjög ört. En raunar eru skuldabréf meira en helmingur eigna bandarískra verðbréfasjóða. Þeir kaupa megnið af þeim skuldabréfum sem sveitarfélög gefa út og eru öflugir á markaði fyrir ríkisskuldabréf. Talið er að sjóðimir hafi orðið til þess að draga úr lántökukostnaði bandarískra fyrir- tækja, rneð kaupum á skuldabréfum þeirra. Á undanfömum árum hafamörg fyrirtæki tekið þann kost að bjóða út skuldabréf í stað þess að taka lán í banka. Virk fjárfestingarstefna eða vísitölusjóðir? Að undanfömu hefur ávöxtun verið einna mest í þeim hlutabréfasjóðum, sem kaupa bréf fyrirtækja, sem talin em vanmetin. Verð hlutabréfa er þá lágt miðað við hagnað, eiginfé, eða aðra mælikvarða. Sú kenning um fjár- festingar, sent notið hefur hvað mestrar hylli undanfarin ár, segir raunar, að til langframa sé ekki hægt að ná meiri ávöxtun en markaðurinn í heild, nema með þ ví að taka meiri áhættu. Skynsamlegt sé að dreifa hluta- bréfaeign í svipuðum hlutföllum og markaðurinn gerir, því að með því móti sé minnst áhætta tekin. Svonefndir vísitölusjóðir starfa í andaþessararkenningar. Enfullyrt er að ,,vanmetin“ bréf ávaxtist jafnan betur en meðaltal markaðs- ins, án þess að þeim fylgi meiri áhætta. Þetta er skýrt með því að markaðurinn hegði sér óskynsamlega. Margir fjárfestar elti uppi þau bréf sem hækki mest í verði og gengi þeirra verði á endanum hærra en ástæða er til. Vegna þessara tískusveiflna sitji ýmis bréf eftir á lægra verði en rétt væri og með tímanum hækki gengi þeirra meira en annarra. Fremur bágborin ávöxtun íslenskra verðbréfasjóða að undanförnu Eignir íslenskra verðbréfasjóða voru tæpir tíu milljarðar króna í lok janúar og höfðu þær aukist nokkuð frá áramótum. Undanfarin ár hafa sjóðimir aftur á móti minnkað og má nefna að í árslok 1990 voru eignir þeirra rúmir 14 milljarðar krónaáverðlagi 1993.1nnlausnirumfram kaup á nýjum bréfum hafa rýrt þá, en gengislækkun nokkurra sjóða hefur einnig átt hlut að máli. I yfirlitinu á blaðsíðu 2 sést ávöxtun og skipting eigna 21 sjóðs. Hlutur ríkistryggðra bréfa hefur farið vaxandi í sjóðunum. Fjórir fjárfesta eingöngu í ríkisskulda- bréfum og eru hlutdeildarskírteini þeirra undanþegin eignarskatti. Eignirþessara sjóða eru 15-20% eigna allra verðbréfa- sjóða hér á landi. Einn lítill sjóður fjárfestir aðallega í innlendum hluta- bréfum. Hér eru ekki taldir svokallaðir hlutabréfasjóðir, sem eru hlutafélög, en verðmæti þeirra var talið einn og hálfur milljarður króna um áramót. Tveir fremur litlir sjóðir, sem sýndir eru í töflunni, kaupa aðallegaerlend verðbréf, en slíkum sjóðum fjölgar og erlend verðbréfaeign eykst eftir því sem hömlum er létt af. Um hálfur milljarður króna, eða uin 5% heildareigna, er í svonefndum tekjusjóðum, en þeir greiða fjárfestum arð. Nokkrir sjóðir kaupa einkum bréf til • Verðbréfasjóðir 0 Atvinnumál

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.