Vísbending


Vísbending - 06.09.1993, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.09.1993, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 6. sept. 1993 34. tbl. 11. árg. Verð hluta- bréfa þokast upp á við K15-hlutabréfavísitalan lækkaði hratt frá því síðast í apríl til maíloka (sjá mynd hér til hliðar). Síðan hefur hún þokast upp á við og var hækkunin tæp 4% frá maílokum til loka ágústmánaðar. Hækkunin er meiri en nemur verðbólgu, en framfærsluvísitala hefur hækkað um nálægt 21/2% á þessum tíma. Gengi flestra hlutabréfa hefur hækkað undan- farinn einn og hálfan mánuð, síðan hlutabréfamarkaðurinn var skoðaður síðast hér í blaðinu (sjá 27. tölublað). Mest hækkuðu bréf í Islenska útvarps- félaginu frá miðjum júlí til ágústloka, eða um 13%, en bréf í Utgerðarfélagi Akureyringa lækkuðu um 4%. Viðskipti með hlutabréf hafa verið mun minni í júlí og ágúst en í júní. Raunar er eðlilegt að viðskiptin séu með minnsta móti á aðalsumarleyfa- tímanum. Árshlutareikningar stærstu fyrirtækja áhlutabréfamarkaði eru núna að birtast og viðskipti glæðast eftir að þeir konta fram. Jafnframt hafa birst áætlanir um afkornu nokkurra fyrirtækja á öllu árinu. Viðskpti með hlutabréf á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðinum í mars til ágúst, milljónir króna mors opril moi júni júli ógiist Heimildir: Kaupþing, Verðbréfaþing Afkoma einstakra fyrir- tækja Rekstur Granda virðist ganga betur en í fyrra, þrátt fyrir kvótaskerðingu. Forráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að hagnaður þess verði á annað hundrað milljónir króna á árinu (í fyrra varð 156 milljóna króna tap, sjá töflu á blaðsíðu 2). Gengisfellingin í lok júní olli miklu gengistapi og fæst skýrust mynd af rekstrinum á fyiri hluta árs ef litið er á niðurstöðu af reglulegri starfsemi. Hún sýnir 193 milljóna króna afgang, en það er um það bil hundrað milljóna króna bati frá fyrri helmingi ársins 1992. 1 fréttatilkynningu frá Granda eru ástæður batans taldar þrjár. 1 fyrsta lagi jókst al'li um 48% í tonnum talið frá fyrri helmingi árs 1992 til 1993. Helmingur aukningarinnar er úthafskarfi. í öðru lagi hefur togurum fjölgað um tvo. í þriðja lagi sparaðist mikið við að sameina alla landvinnslu í eitt hús. Þormóður rammi var rekinn með 38 milljóna króna hagnaði samkvæmt uppgjöri fyrirfyrstu fimm rnánuði ársins 1993, en alll árið 1992 var tap á rekstrinum. Uppgjör Flugleiða fyrir fyrri helming ársins var ekki tilbúið þegar blaðið fór í prentun. Fregnirum mikið tap félagsins birtust í innanhússfréttabréfi, en síðan í Morgunblaðinu 24. ágúst. I vor var búist við 180 milljóna króna rekstrar- halla árið 1993, en nú er gert ráð fyrir að hann geti orðið meira en helmingi hærri, eða hátt á tjórða hundrað ntilljóna króna. Farþegar eru færri en búist var við og ekki hefur tekist að spara jafn mikið í rekstrinum og stefnt var að. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða segir í viðtali við blað starfsmanna, að ráðgert hafi verið að spara 500 milljónir króna á ári í rekstrinum, en tekist hafi að tryggja um 300 milljóna króna kostnaðarlækkun. Segir hann sorglegt til þess að vita að ekki skuli hafa náðst samkomulag við stéttarfélög urn sparnaðarhugmyndir, sem rnyndu skila félaginu miklu án þess að skerða laun eða starfsöryggi starfsfólks. Vart getur lalist eðlilegt að mikil- vægar upplýsingar um afkornu Flug- leiða komi fyrsl fram í innanhússfrétta- bréfi. Með þessu silja fjárfestarekki allir við sama borð. Hagnaður af reglulegri starfsemi Eimskipafélagsins varð 178 milljónir á fyrri hluta árs (gengistap olli því hins vegar að örlítið tap varð á rekstrinum í heild). A fyrri helmingi liðins árs varð aðeins 18 milljóna ágóði af reglulegri starfsemi. Rekstrartekjur jukust um 5% frá árinu á undan en gjöld um 2,6%. Starfsfólki hefur verið fækkað um 7 % frá því í fyrra. Innflutningur hefur dregist saman undanfarin ár og telja ntenn að um sé að kenna deyfð í efnahag lands- nranna. A rnóti hefur útflutningur með skipurn farið nokkuð vaxandi. Félagið gerir ráð fyrir hagnaði á árinu í heild. Rekstrartekjur Hampiðjunnar hafa farið vaxandi á undanförnum misserum og má einkum rekja það til góðrar sölu á flottrollum. Hagnaðurafreglulegri starf- semi varð 38 milljónirkróna á fyrri hluta árs 1993,en 15milljónirífyrra. Forráða- rnenn félagsins búast við að afkoman haldi áfram að batna á seinni hluta ársins. • Hlutabréfamarkaður • Kreppan

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.