Vísbending


Vísbending - 04.11.1993, Blaðsíða 5

Vísbending - 04.11.1993, Blaðsíða 5
ISBENDING Erlendir gjaldeyrismarkaðir: Þróun meðalgengis dollars, niarks og jens 1 35 I 30 Tölurnar eru mánaðartölur og útllutningsvog landanna er notuð lil viðmiðunar. Tölur á vinstri ás eiga við dollar og mark en hægri ás á við jen. Heimild: Bank ofEngland Efnahagsforsendur á ný aðalhvati gengisþróunar Dr. Sverrir Sverrisson Það má segja að þýski seðlabankinn hafi tekið gjaldeyrismarkaðinn í bólinu þegar hann lækkaði vexti um hálft prósentustig fyrirtveimur vikum. Bæði tímapunktur vaxtalækkunarinnar og umfang hennar komu verulega á óvart og áhrifin létu ekki á sér standa. Flestar Evrópuþjóðirfylgduíkjölfariðmeðþeim afleiðingum að gjaldmiðlar þeirra féllu gagnvart bandaríkjadal. Nú er svo komið að vaxtamunurinn milli Evrópu annars vegar og Bandaríkjanna og Japans hins vegar hefur minnkað það mikið (undir þremur prósentum á skammtímavöxtum í Þýskalandi og Bandaríkjunum) að aðrir þættir vega orðið þyngra í innbyrðis sveiflum gjaldmiðlanna. Þar sem engin óvænt stríð eða valdarán hafa átt sér stað nýverið og pólitískir vindar eru með rólegra móti víðast hvar virðist markaðurinn sem stendur meta gjaldmiðla út frá efnahagsforsendum og væntingum um peningamálastefnu viðkomandi ríkja - nokkuð sem hann mætti gera oftar. Bandaríkin sér á báti Landsframleiðsla í Bandaríkjunum tókverulegaviðséráþriðjaársfjórðungi með 2,8 prósenta hækkun milli ársfjórðunga (á ársgrundvelli) miðað við 1,9 prósenta hækkun á öðrum ársfjórðungi og 0,8 prósenta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tölur úr bandarískum efnahag sem birtar hafa verið undanfarið hafa einnig ýtt undir þá skoðun að efnahagsuppsveiflan sé loksins komin á sæmilegt skrið. Til marks um það má nefna að neysla heimilanna hefur aukist meira frá því í apríl á þessu ári en sem nemur tekjuaukningu heimilanna á sama tíma. Þetta þýðir að neytendur trúa á betri tíma framundan og þora því að fjármagna aukna neyslu að hluta til með aukinni skuldsetningu. Vert er að benda á í þessu sambandi að hegðun neytenda er mjög mikil væg í lokuðu hagkerfi eins og í Bandaríkjunum því tvo þriðju hluta landsframleiðslunnar má rekja beint til neyslu innanlands. Haldi fram sem horfir, mun landsframleiðsla síðasta ársfjórðungs að öllum líkindum aukast um þrjú til þrjú og hálft prósent. Dollarinn hefur styrkst mjög að undanförnu frá því að vera 1,58 á móti þýsku marki í neðri mörkum fyrir örfáum vikum í 1,6980 þegar þetta er skrifað (þriðjudag) og gæti farið 1,7050 á næstu dögum. Hækkun dollarans er, eins og rökstutt er hér að ofan, bæði til komin vegna lækkunar á vaxtamismun milli Evrópu og Ameríku og aukins efnahagsbata í Bandaríkjunum. Ætla má að gengi dollarans á næstu misserum ráðist að miklu leyti af áframhaldandi efnahagsþróun þar í landi en minna af frekari minnkun á vaxtamismun á milli Evrópu og Ameríku. Ástæðan er m.a. sú, að þegar vextir eru áþekkir, t.d. í Þýskalandi og Bandaríkjunum, þá er gengi dollarans gagnvart marki nokkuð ónæmt gagnvart jaðarbreytingum á vöxtum. M.ö.o., þar sem vaxtamis- munurinn er þegar kominn niður fyrir þrjú prósent má búast við að frekari lækkun hans, sem án efa mun verða á næstu mánuðum, hafi minni áhrif á dollar/markkrossgengiðen raunin hefur verið á undanförnum misserum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur gengi dollarans, mælt sem vegið meðaltal skv. útílutningsvog, sveiflast verulega á undanfömum tveimur árum. Dollarinn hefur þó styrkst sem nernur 6 - 7 prósentustigum á tímabilinu og vert er að benda á að þar sem um er að ræða mánaðartölur vantar hækkun síðasta mánaðar inn á myndina. Fari svo að hagvöxtur haldi áfram að aukast í Bandaríkjunum er óhætt að reikna með áframhaldandi styrkingu dollarans, bæði gagnvart helstu Evrópugjaldmiðlum sem og japanska jeninu. Þýskaland og Japan Þýska markið hækkaði nokkuð gagnvart flestum gjaldmiðlum frá júní s.l. þar til í lok september. Fyrir ulan háa vexti er skýringarinnar einkum að leita í stundarbjartsýni markaðarins sem fólst í því að efnahagskreppa Þjóðverja væri að mestu að baki og uppsveifla væri á næstu grösurn. Einnig hjálpaði til að á sama tíma gætti nokkurrar svart- sýni um áframhald uppsveiflunnar í Bandaríkjunum. Ádaginnkomaðbjart- sýnin var byggð á veikum grunni og sem stendur er erfitt að sjá merki um hagvaxtaraukningu á næstunni. Aukning landsframleiðslu annars ársfjórðungs urn 0,6 prósent sem or- sakaði aukna bjartsýni, byggðist að mestu leyti á hækkun birgða og hagvöxtur í austur-hluta landsins byggir meira á peningayfirfærslum frá vestur- hluta Þýskalands en á aukinni íramleiðni eðasamkeppnishæfni. Þjóðverjarkoma að öllum líkindum ekki til með að sjá verulegan efnahagsbata fyrr en í fyrsta lagi á seinni hluta næsta árs. Þar sem háir vextir verða ekki til staðar til að styrkja gengi marksins bendir allt til þess að það veikist töluvert á næstunni og nái sér fyrst aflur á strik þegar efnahagsforsendur í landinu batna. Nokkuð svipaða sögu má segja um Japan. Þarlendis hefur kreppan reynst stjórnvöldum erliðari að eiga við en ætla mátti í fyrstu. Fyrirtækjum hel’ur reynst erfitt að lækka kostnað til að mæta minnkandi eftirspurn, einkum vegna lífstíðarráðningar starfsmanna og samdráttur hefur haft áhrif á neyslu heimilanna. Langvarandi hækkun á meðalgengi jensins hefur minnkað samkeppnishæfni Japana og því verður efnahagsuppsveifla að koma innan frá að þessu sinni. Styrking jensins sést greinilega á meðfylgjandi rnynd. 1 ágúst s.l. hafði meðalgengi þess styrkst um 33% fráþví í janúar í fyrra. Svo virðist sem jenið hafi náð hámarki í bili og miðað við ytri forsendur er ekki ólíklegt að líkt sé kornið með því og markinu, þ.e. lækkun á meðalgengi jensins það sem eftir er ársins, og vel inn í næsta ár. Gagnvart dollar er ekki ólíklegt að við sjáum jenið farauppí I lOánæstunniogjafnvel I 15 innan lok ársins. Höfundur er hagfrœðingur B 5

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.