Vísbending


Vísbending - 09.02.1995, Blaðsíða 2

Vísbending - 09.02.1995, Blaðsíða 2
Stórslys hjá Metall- gesellschaft: Hver var söku- dólgurinn? Tómas Hansson Síðustu ár hafa alþjóðlegir fjár- málamarkaðir þróast ört. Hefur notkun nýrra tegunda viðskiptasamn- inga, svokallaðra „afleiddra" samninga (e. derivatives), stóraukist. Ý msiraðilar hafa misstigið sig í þessum viðskiptum og hafa þeir í mörgum tilfellum tapað miklum fjárhæðum. Meðal annars varð eitt stórt sveitarfélag í Bandaríkjunum gjaldþrota nýlega eftir spákaupmennsku með samninga af þessu tagi. Þetta hefur kallað fram gagnrýni á það frelsi sem ríkt hefur varðandi þessi viðskipti. I grein þessari er ætlunin að kynna dæmi um aðila sem fóru flatt á viðskiptum með afleidda samninga. Eins og gjarnan er í góðri sakamálasögu, er meintur sökudólgur ekki alltaf sá seki.1 Fram virkir samningar með vörur Ein tegund afleiddra samninga eru framvirkir samningar með vörur (e. commodity futures), en þeir byggjast á því að gera vöruviðskipti með afhend- ingar- eða móttökutíma fram í tímann, yfirleitt eftir 6 til 12 mánuði, en á verði sem er fastákveðið þegar santningur er gerður. Viðskipti fara síðan fram með samningana á eftirmarkaði og geta þau verið æði áhættusöm, enda tapar annar aðilinn augljóslega ef verð vörunnar fellur eða hækkar mikið og óvænt. Annað einkenni á þessum viðskiptum er að ekki er lögð fram greiðsla fyrir viðskiptunum sjálfum (eins og til dæmis við vörukaup gegn staðgreiðslu). Aðeins er nauðsvnlegt að leggja fram tryggingainnstæður upp að ákveðnu marki, sem er aðeins brot af verði heild- arviðskiptanna. Af þessum sökum gelur aðili, sem keypt hefur framvirkan samning, tapað margföldu fé á við það sem lagt varfram viðkaupin, en gulrótin felst að sjálfsögðu í þeim mikla hagnaði sem orðið getur til á skömmum tíma. ÍSBENDING Sagan um dótturfyrirtæki Metallgesellschaft Nýlega varð mikið slys í viðskiptum með samninga al'því tagi sem að ofan er lýst. Þá tapaði bandarískt dótturfyrirtæki þýska stórfyrirtækisins Metallgesell- schaft 1,3 milljörðumdollaraáflóknum, framvirkum viðskiptum með olíu. I raun var upphaflega aðeins um bókhaldslegt tap að ræða vegna verðfalls áolíu, sem leiddi til verðfalls á samning- unum. Við það að verðfall varð á samn- ingunum þurfti auknar tryggingainn- stæður til að viðhalda þeim og krafðist það fjármögnunar frá lánardrottnum. Þegar fram kom beiðni frá dótturfyrir- tækinu um aukna fjármögnun hófust afskipti móðurfyrirtækisins, sem til þess tíma hafði lítið vitað um þessi viðskipti. Framkvæmdastjórardótturfyrirtækisins voru fljótlega ákærðir í kjölfarið um glórulausa spákaupmennsku og síðan reknir. Stjórn Metallgesellschaft réð nýja framkvæmdastjórn sem lét það verða sitt fyrsta verk að losa sig út úr öllum framvirkum samningum sem gerði tapiðraunverulegt. I kjölfarið varð mikið verðfall á hlutabréfum móður- fyrirtækisins og varð áfallið því mjög tilfinnanlegt. Málið virtist í fyrstu augljóst. Við- skiptin voru kölluð glæfraleg spákaup- mennska nútíma kúreka og var haft á orði að tími væri kominn lil að selja slíkum viðskiptum þröngar skorður með nýjum reglum. Ekki voru allir sáttir við málalokin og þótti mörgum sem bakari hefði verið hengdur fyrir smið. Slíkar mótbárur máttu sín þó lítils gegn áhrifumMetallgesellschaftog Deutsche Bank sem er lánardrottinn fyrirtækjanna og einnig hluthafi í þeim. Nýjar staðreyndir líta dags- ins ljós Leynilögreglumennirniríþessarisögu eru þrír bandarískir hagfræðingar sem fengu áhuga á málinu. Fyrir þeim var málið áhugavert, fræðilegt verkefni, en einnigýtti það imdi r áhuga þci rra að |iýsk stjórnvöld höfðu í hyggju að setja við- skiptum af þessu tagi þröngar skorður í ljósi atburða. Einn hagfræðinganna var nóbelsverðlaunahafinn Merton Miller og var rannsóknin gerð undir stjórn hans. Það l'yrsta sem þeir rákust á var að í stað spákaupmennsku virtust viðskiptin með framvirku samningana hafa byggst á því að tryggja afkomu fyrirtækisins. Þótti þeim það lurðu sæta að tapið varð svo mikið sem raun bar vilni þar sem áhættufælni réð viðskiptunum en ekki spákaupmennska. Það kom síðar í ljós að framvirku olíuviðskiptin voru tengd einstakri stefnu bandaríska fyrirtækisins um aukna markaðshlutdeild í Banda- ríkjunum. Lauslega má segja að þegar framvirkir samningar eru notaðir til að minnka áhættu þá byggjast slík viðskipti alltaf á eftirfarandi grunnreglu: Að draga úr áhættu vegna verðbreytinga í hefð- bundnum viðskiptum með því að gera andstæð viðskipti á framvirku mörkuð- unuin. Til dæmis felst í þessu að gera vörusölusamning á föstu lágu verði, en veðja á hærra verð á framvirku mörkuð- unum. Þetta er einmitt það sem stjórn- endurdótturfyrirtækisins gerðu. I kjölfar Persaflóastríðsins var verð á olíu lægra en áður og ákváð dótturfyrirtækið að gera fasta samninga til 5 eða 10 ára um sölu á olíu til smásala í Bandaríkjunum til að auka markaðshlutdeild sína þar. Smásalarnir voru viljugir til að gera slíka samninga enda verðið lægra en verið hafði og fast verð áhættuminna. Ef verðið yrði óbreytt myndu viðskiptin leiða lil eðlilegs hagnaðar bandaríska dótturfyrirtækisins. Hækkaði verðið hins vegar myndi fyrirtækið tapa á þessum samningi vegna þess að það þyrfti að selja olíu á lægra verði en það myndi kaupa hana á, og til að minnka þá áhættu keypti fyrirtækið framvirka olíusamninga þar sem veðjað var á hækkun olíuverðs. Þannig myndi hagn- aður á frantvirku mörkuðunum vega upp á móti tapi á fasta olíusamningnum, ef olíuverð hækkaði. Ef olíuverð myndi aftur á móti lækka enn frekar, þá mynd- aðist tap á framvirku samningunum, en aðeins pappírstap svo lengi sem samningarnir yrðu framlengdir. Til að framlengja samningana þyrfti fyrirtækið að leggja fram auknar tryggingar en það geturkrafist mjög mikilsfjármagns. Þar sem framvirkir santningar eru til skamms tíma þarf að framlengja þá á 6 til 12 rnánaða fresti. Réttlæting þess að framlengja samninga þar sem tap hefur myndast er að þá hagnast fyrirtækið á andstæða vörusölusamningnum til langs tíma, en tryggir sig jafnframt gegn hækkun á olíuverði síðar. Til þess að geta þetta þurfti fyrirtækið aðstoð banka til að leggja fram tryggingainnistæður og í þessu tilfelli var það Deutsche Bank. Vanþekking og seina- gangur Það sem gerðist var að olíuverð féll enn frekar eftir að samningarnir voru gerðir og við það myndaðist bókhalds- legl lap á framvirku samningunum. Fyrirtækið leitaði þá á náðir Deutsche Bank en það var þá sem hinni gamaldags stjórn móðurfyrirtækisins og bankans 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.