Vísbending


Vísbending - 24.04.1995, Qupperneq 4

Vísbending - 24.04.1995, Qupperneq 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður S v a r t Lækkun R a u 11 Hækkun frá fyrra tbl. Ný lánskjaravísitala 3.392 05.95 Verðtryggð bankalán 8,3% 01.04 Óverðtr. bankalán 10,9% 01.04 Lausafjárhlutfallb&s 12,5% 01.95 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 6,00% 19.04 Spariskírteini, kaup(5-ára) 5,30% 19.04 M3 (12 mán. breyting) 2,5% 02.95 Þingvísitala hlutabréfa 1097,6 21.04 Fyrir viku 1095 Fyrir ári 817 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 171,8 04.95 Verðbólga- 3 mán. -0,7% 04.95 -ár 1,1% 04.95 Framfvís.-spá 172,1 05.95 (Fors.: Gengi helst 172,6 06.95 innan ±2,25% marka) 173,0 07.95 Launavísitala 134,8 02.95 Breyting- 3 mán. 4% 02.95 -ár 2% 02.95 Kaupmáttur-3 mán. 3%6 02.95 -ár 0,7% 02.95 Skorturávinnuafli -0,4% 01.95 fyrir ári -1,1% Atvinnuleysi 6,4% 03.95 fyrir ári 6,2% Gjaldeyrismarkaður (sala) Bandaríkjadalur 63,37 20.04 fyrir viku 62,42 Sterlingspund 101,51 20.04 fyrir viku 101,72 Þýskt mark 45,71 20.04 fyrir viku 45,81 Japansktjen 0,759 20.04 fyrir viku 0,764 Erlendar hagtölur Bandaríkin Verðbólga-ár 2,8% 01.95 Atvinnuleysi 5,7% 01.95 fyrir ári 6,7% Hlutabréf (DJ) 4207 19.04 fyrir viku 4188 breyting á ári 14,3% Evróvextir-3 mán. 6,25% 20.04 Bretland Verðbólga-ár 3,3% 01.95 Atvinnuleysi 8,5% 01.95 fyrir ári 9,9% Hlutabréf (FT-SE 100) 3175 05.04 fyrir viku 3177 breyting á ári 1,8% Evróvextir-3 mán. 6,69% 21.04 Þýskaland Verðbólga-ár 2,3% 01.95 Atvinnuleysi 8,2% 01.95 fyrir ári 8,1% Hlutabréf (DAX) 1956 20.04 fyrir viku 1946 breyting á ári -10% Evróvextir-3 mán. 4,56% 21.04 Japan Verðbólga-ár 0,7% 12.94 Atvinnuleysi 2,8% 12.94 fyrir ári 2,8% hve stór hluli þessa atvinnuleysis er kerfislægur og óháður hagsveiflunt. V ísbendingar eru um að formgerð atvinnu- ley sis á Islandi sé að færast í evrópskt horf. Atvinnuleysi ungs fólks hefur aukist úr 16% alls atvinnuleysis árið 1988 í tæp 29% í maí 1994. Hlutur langtíma- atvinnuleysis hefur einnig aukist. Arið 19941 höfðu 26,6% allra atvinnulausra verið án vinnu í 6 mánuði eða lengur, en samahlutfall varaðeins 1 l,6%árið 1986. Þá má nefna að samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar (1993) eru ófag- lærðir (fólk með grunnskólapróf eða minni menntun) um 62% allra atvinnulausra, en fólk með háskólapróf aðeins 3%. Úrbætur Að þessu athuguðu vaknar sú spurning hvemig komið verði í veg fyrir að Island lendi í sömu kerfisbundnu atvinnuvanda- málum og liggja fyrir flestum Evrópu- ríkjum. Aðlögunarhæfni er mjög mikil- væg í heinti tækninýjunga, opinna markaða og sívaxandi samkeppni, en kerfislægt atvinnuleysi leiðir af ósveigjan- leika vinnumarkaðar. Stjórnvöld verða að takaá móti komandi breytingum í stað þess að spyrna við fótum með verndar- stefnu og öðrum hindrunum framþróunar. Svipaðir hlutir hafa gerst alls staðar í heiminum á síðustu áratugum. Land- búnaður og iðnaður hafa æ minna vægi í hlutfallslegri atvinnuskiptingu, en þjón- ustustörf, s.s. rekstur peningastofnana, ýmisopinberstaifsemiog önnurþjónusla hafa aukið vægi sitt. Þetta er eðlilegt þar sem bætt tækni hefur minnkað mannafla- þörf landbúnaðar og iðnaðar, en nýjar og mannaflafrekari greinar hafa risið upp. Frantþróun og tækninýjungar minnka þörfina fyrir ófaglært starfsfók en auka eftirspurn eftir menntuðu fólki. Þær raddir heyrast að þetta sé slæm þróun sem valdi atvinnuleysi. En það er ekki rétt. Aukin samkeppni og tækninýjungar hvetja til hagræðingar í þjóðfélaginu og ef þjóðin ertilbúin til að nýtaþað sértil framdráttar er þetta besta leiðin til bættra lífskjara. Það er tilgangslaust að berja hausnum við steininn og rey na árum og áratugum saman að viðhalda úreltri atvinnugreina- skiptingu. í stað þess að harma töpuð störf verður að skapa ný. Framtíðin liggur í hagkvæmri nýtingu auðlinda, fremuren að stunda rányrkju úr sumum og vannýta aðrar, eins og t.d. mannauð, sem íslendingareru ríkiraf. Bestaleiðin lil að vinna gegn kerfislægu atvinnuleysi er að heilsa nýjum tímum og nýta hlutfallslega yfirburði landsins til sköpunar nýrra starfa. Aðrir sálmar 'Miðað er við tölurfrá vinnumarkaðskönnun Hagstofu íslands í apríl, 1994. Höfundur er hagfrœðingur Framfarasinnað tfmamótaplagg? Brot úr stefnuyfírlýsingunni : Með myndun ríkisstjórnar Sjálfstœðisflokks og Framsóknaiflokks hefst ný framfarasókn þjóðarinnar. Undirstöður velferðar verða treystar og sköpuð skilyrði fyrir hœttri afkoinu heimilanna í landinu. Ahersla verður lögð á samheldni þjóðarinnar ... Með aðgerðum sínum á kjörtímabilinu hyggst ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að ganga hjartsýnir og með reisn inn í 21. öldina. ... Meginmarkmið ríkisstjórnar Sjálf- stœðisflokks og Framsóknarflokks eru: ... Stefnt er að því að festa í stjórnarskrá ákvœði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðar- innar og að stjórn fiskveiða og rétti til veiða sé skipað með lögum. ... Atak í útflutningi landbúnaðarafurða ... byggist á hreinleika og hollustu afurðanna. Rannsóknir og þróunar- starfáþessum sviðum verða efld. ...Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu og stuðla eins og kostur er að öflugu lista- og menningarlífi sem aðgengilegt sé öllum lands- mönnum. Stuðningur við menningar- starfsemi miðist við að efla skilning Islendinga á eigin menningu, ávaxta menningararfleifðþjóðarinnarogauka þekkingu landsmanna á menningu annarra þjóða.... Lögð verður áhersla á þátt forvarna og fræðslustarfs í heilbrigðismálum, þ.á m. til að draga úr neyslu vímuefna. ... Stuðlað verður að jafnari möguleikum kvenna og karla til að njóta eigin atorku ... Þjónusta ríkisins verði sniðin að nútíma tœkni, t.d. með nettengingu þjónustustofnana ... Að stuðla að vexti íþrótta- og œskulýðsstarfs með hagfjölskyldunnar að leiðarljósi. Forvarnir og löggœsla verða efld til verndar borgurunum. ... Að vinna í samstarfi við þjóðkirkjuna og aðra kristna söfnuði að því að efla jákvœð áhrif trúarlífs með þjóðinni í tilefhi þess að um nœstu aldamót verða 1000 ár frá kristnitöku. ... Áhersla verður lögð á að ísland Itafi ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Ahersla verður lögð á markaðssókn um allan heim. Jú, það kemur þægilega á óvart, en yhvernig náðu rnenn saman um þetta? Ritstjórn: Ásgeir Jónsson, ritstj. og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.:Tainakönnun hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.