Vísbending


Vísbending - 19.05.1995, Qupperneq 3

Vísbending - 19.05.1995, Qupperneq 3
veitendur kunna því að vera í sömu sporum og barnmargir foreldrar í bílferð. Fái eitt bamið sælgæti orga öll hin. Því er best að enginn fái neitt. Styrkar hendur á stýri Samtök vinnumarkaðarins hafa góðar gætur á sínum mönnum innan þess ramma sem téð launakerfisetur. Færa márök fyrir því að slfkt aðhald sé nauðsynlegt til að halda ákveðnum þrýstihópum í skeíjum. Islensk vinnulöggjöf er kornin til ára sinna og getur gefið litlum hópum með sterka verkfallsaðstöðufæri á þvíaðherjahærri laun út úr vinnuveitendum jafnvei á kostnað annarra stétta. Eins og kunnugt er telur hver einasti launamaður sig hafa nægjanleg rök til þess að hækka laun sín umtalsvert. Heildarsamtök geta því kornið í veg fyrir að minnihluti hlunnfari meiri- hluta. 1 raunveruleikanum getur vinnu- markaður aldrei orðið fyllilega frjáls að því leyti að launþegar uppskeri í samræmi við verðmæti vinnuframlags síns. Af framansögðu er 1 jóst að núverandi launakerfi er mjög vanmetið. En rætt er um að gera það sýnilegt og færa það að greiddu tímakaupi á einhverjum tímapunkti. Ef af slíku yrði myndi það gefa verkalýðsleiðstogum og stjórnmálamönnum frítt spil til þess að handleika launakjör manna eftir einhverjum forskriflum, sem lil kunna að veraóhappasælarþegartil lengri tíma erlitið. -------♦---♦-----♦------ Flóttinn suður að stöðvast? I nýjustu könnun Þjóðhagsstofnunar kernur fram að atvinnurekendur í Reykjavík vilja fækka fólki um 0,2%, en atvinnurekendur úti á landi fjölga um 0,9%. Samanlagt mælist vera skortur á vinnuafli í fyrstaskipti um langahríð, og athyglisverðast er að þær greinar sem helst sækja í sig veðrið eru fiskiðnaður og annar iðnaður á landsbyggðinni. En um langan aldur hafa hefur hrörnun iðnaðar á landsbyggðinni verið talin orsök þess að fólk leita til suðvestur- homsins til að geta stundað verslunar og þjónustustörf. Nú gæti byggðaþróunin verið að snúast við og þá hæfist flótlinn út á land þar sent mestur fjöldi af nýjum störfum mun skapast. Hagvaxtar- undrið í Asíu Di: Þorvaldur Gylfason Hagvaxtarundrið í Austur-Asíu hlýtur að vera áleitið umhugsun- arefni handaþeimþjóðum, sembúaárum saman við lítinn eða jafnvel minni en engan hagvöxt og halda því áfram að dragast smátt og smátt aftur úr öðrum. Svo sem þér sáið Árin 1965-90 óx þjóðarframleiðsla á mann í Hong Kong, Indónesíu, Japan, Kóreu, Malasíu, Singapúr, Taílandi og Taívan að meðaltali um 5‘/2% á ári, á meðan framleiðsla á mann í OECD- löndunum jókst að jafnaði um 2Vi% á ári og í Afríku, sunnan Saharaeyðimerkurum aðeins 0,2% á ári. Þennan mikla hagvaxtarmun er hægt að rekja að talsverðu leyti til hagstjórnar- stefnunnar, sem hefur veriðfylgt íþessum löndum. Afríkahefurstaðiðí staðeðaþví sem næst að mestu leyti vegna þess, að ríkisstjórnirnar í löndum álfunnar hafa fylgt rangri efnahagsstefnu í veigamiklum atriðum. Þærhafaflestarfylgt stefnu, sem helgast af einræði, miðstjórn, markaðs- firringu, sérhagsmunadekiú og spillingu í stað þess að leyfa lýðræði og heilbrigðan markaðsbúskap. Það er löngti liðin tíð, að hægt sé að kenna gömlum nýlenduherrum um ófarir Afríku. Með sama hætti er að ntiklu leyti hægt að rekja frábæran árangur Austur- Asíuþjóðannatilskynsamlegrarefnahags- stefnu. Skoðurn sjálfan árangurinn fyrst. Hagvaxtarmunurinn á Asíulöndunum átta, sem nefnd voru að ofan, og OECD- löndunum 1965-90 felur það í sér, að tekjubilið á milli þessara tveggja svæða hefur mjókkað urn helming á aðeins aldarfjórðungi. Þjóðartekjurámann hafa fjórfaldazt í þessum Asíulöndum, en þær hafa aðeins tvöfaldazt í OECD- löndunum á sama tíma. Þessi miklu umskipti hafa valdið sannkallaðri lífskjarabyltingu í löndunum í austri. Þjóðartekjur á mann í Hong Kong og Singapúr eru nú þegar komnar langt upp fyrir tekjur á mann hér heirna á íslandi samkvæmt kaupmáttar-jafnvægistölum Alþjóðabankans (World Bank Atlas, 1995). Þessi lönd voru bláfátæk fyrr á ÍSBENDING öldinni. Nú eru þau rík af eigin rammleik. Eg hef áður fjallað um þennan mikla árangur Austur-Asíuþjóðanna og orsakir hans á öðrum vettvangi (Heimurúrhafti, Hagmál, 1994). Hér langar mig að láta það duga að vekja athygli á tveim atriðum. Fyrra atriðið varðar vinnu- markaðsmál. Hið síðara varðar viðurlög gegn spillingu. Skipulag vinnumarkaðsins í flestum Austur-Asíulöndunum átta, sérstaklega í Japan, Kóreu, Singapúr og Taívan og einnig í Malasíu, brugðu stjórnvöld snemma á það ráð að afnerna starfsgreinaskipulag verklýðsfélaga og lögleiða fyrirtækjaskipulag í staðinn. Þannig voru kjarasamningar færðir inn á vinnustaðina til að tryggja sem mesta nálægð á milli vinnuveitenda og launþega og til að draga úr hættunni á óraunhæfum kaupkröfum, sem iðulega eru settar fram af háll'u Ijölmennra verklýðssamtaka með félagsmenn úrýmsum áttum. Með þessu móti var reynt að tryggja, að launakjör væru í eðlilegu samræmi við afkomu og greiðslugetu fyrirtækjanna og einnig að launþegar sæju sér hag í að efla fyrirtækin, sem veita þeim vinnu. Það vakti j afnframt fyrir stjórnvöldum að koma í veg fyrir stofnun og eflingu stórra og voldugra verkalýðssamtaka á landsvísu eins og þeirra, sem hafa að ýmsu leyti reynzt Evrópuþjóðunum flestum þung í skauti, þótt þau hafi líka gert ýmislegt gagn, einkum fyrr á öldinni. Fyrirtækja- skipulagi kjarasamninga var sem sagt ætlað að draga úr miðstýringu launa og stuðla heldur að launamyndun í sem mestu samræmi við framboð og eftirspurn á vinnumarkaði. Reynslan af þessari vinnumarkaðs- skipan Austur-Asíulandanna talar skýru máli. Atvinnuleysi og verðbólga í þessum löndum hafa verið miklu minni en víðast hvar annars staðar, og góður friður hefur haldizt á vinnumarkaðinum. Stöðugt verðlag og vinnufriður hafa glætt hagvöxtinn. Viðurlög gegn spillingu Hitt atriðið, sem vert er að staldra við, er sú rækt, sent Austur-Asíuþjóðirnar átta hafa lagt við að tryggja sjálfstæði embættismanna gagnvart þrýstingi þröngsýnna stjórnmálamanna og harðsvíraðra sérhagsmunahópa. Sjálf- stæði æðstu embættismanna hefur verið 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.