Vísbending


Vísbending - 08.09.1995, Blaðsíða 4

Vísbending - 08.09.1995, Blaðsíða 4
ISBENDING N S v a r t Hastölur L“k:in Hækkun frá fyrra tbl. Fjármagnsmarkaður Ný lánskjaravísitala 3.426 09.95 Verðtryggð bankalán 8,9% 01.09 Óverðtr. bankalán 11,9% 01.09 Lausafjárhlutfall b&s 13,51% 06.95 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 6,10% 06.09 Spariskírteini, kaup (5-ára)5,88% 06.09 M3 (12 mán. breyting) 1,2% 06.95 Þingvísitala hlutabréfa 1.241 05.09 Fyrir viku 1.244 Fyrir ári 969 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 173,5 08.95 Verðbólga- 3 mán. 3,7% 08.95 -ár 1,7% 08.95 Framfvís.-spá 173,8 09.95 (Fors.: Gengi helst 174,3 10.95 innan ±2,25% marka) 174,8 11.95 Launavísitala 139,7 07.95 Árshækkun- 3 mán. 7,2% 07.95 -ár 5,0% 07.95 Kaupmáttur-3 mán. 4,7% 07.95 -ár 3,5% 07.95 Skortur á vinnuafli 0,2% 04.95 fyrir ári -0,5% Atvinnuleysi 5,5% 06.95 fyrir ári 5,6% Ríkisfjármál jan-júní 1995 jan-júní (milljarðar króna) Nú 1994 Tekjuafgangur -5,3 -4,7 Lánsfjárþörf 12,4 10,3 Velta mars-apríl '95 skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v sama tíma 1994) Velta 114 5,2% VSK samt. 7.3 -1,7% Utanríkisviðskipti í jan-júlí 1995 (milljarðar kr. og breyt. m/v sama tima 1994) Utflutningur 66,6 5,8% Sjávarafurðir 49 -0,8% Iðnaðarvörur 13 21,7% Innflutningur 57,6 16,6% Bílar og vélsleðar 2,7 33,7% Vélar til atv.rekstrar 5,0 34,1% Ymsar vörur til bygginga 1,1 16,7% Vöruskiptajöfnuður 9,0 -33,3% Gjaldeyrismarkaður (sala) Bandaríkjadalur 65,93 06.09 fyrir viku 65,93 Sterlingspund 102,18 06.09 fyrir viku 101,91 Þýskt mark 44,65 06.09 fyrir viku 44,66 Japansktjen 0,667 06.09 fyrir viku 0,667 Hrávörumarkaðir Fiskverðsvísitala SDR 104,2 07.95 Mánaðarbreyting 1,6% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.741 05.09 Mán.breyt. -6,4% Kísiljárn(75%)(USD/tonn) 977 06.95 Mán.breyt. 10% Sink (USD/tonn) 975 05.09 Mán.breyt. -5,1% Kvótamarkaður, l.sept. 1995 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 77 460 fyrir mánuði 75 535 Ýsa 3,60 100 fyrir mánuð 6 116 Karfi 16 110 fyrir mánuði 27 110 Rækja 75 320 l fyrir mánuði 80 320) því tagi sem ofurhuginn okkar nýtur. Niðurstaðan: Núllpunkturinn færist niður hjá öllum mögulegum fjárfestingar- aðilurn og afleiðingin er ofijárfesting! Hvað er til ráða? Eins og áður var sagt nefna margir ævintýrin hér að framan sem dæmi um að markaðurinn ráði ekki við það sam- hæfingarhlutverk sem honum er ætlað. Því vilja rnargir miðstýringu: Að ein- hvers konar áætlunarráðuneyti sjái um að dreifa atvinnutækjum og samhæfafjár- festingaráform. En eins og þegar hefur verið rakið liggur rót vandans einmitt í of miklum afskiptum hins opinbera af at- vinnulífinu, ekki of litlum! Opinber stofnun sem úthlutaði fjárfestingarleyfum myndi líklega láta aðra þætti en arðsemi stjórna því hvar fyrirtæki yrðu staðsett. Verði fyrirtæki í markaðsumhverfi á mis- tök geta þau orðið dýrkeypt. I versta falli verður fyrirtækið gjaldþrota. I öllurn til- fellum verður sá er ákvörðun tók fyrir fjárhagslegum skakkaföllum. Sagan kennir okkur að það er ólíklegt að mistök í opinberri áætlunarstofnun yrðu jafn af- drifarík. Það er því meira í húfi fyrir for- ráðamenn fyrirtækis í markaðsumhverfi að vanda val fjárfestingarverkefna. Niðurstaðan er sú að það sé skamm- góður vermir að hverfa frá fyrirgreiðslu stjórnmálamanna við ofurhuga til rnark- vissra afskipta hins opinbera af fjár- festingum. Það ei na sem dugar er að draga úr freistingum stjórnmálamanna til þess að skipta sér af atvinnulífinu. Hvernig á að fara að því? Það er hægt, meðal annars með því að stækka sveitar- félög og jafna atkvæðisrétt milli kjör- dæma. Þeim mun stærri sem sveitarfé- lög eru þeim mun máttlausari verða hótanir ofurhuga um að flytja starfsemi sína yfir á næsta ból, fái hann ekki felld niður gjöld eða aðra fyrirgreiðslu. Ahrif eins fyrirtækis á hag stórs sveitarfélags eru minni en áhrif þess í smærra sveitar- félagi. Það ætti að vera óþarfi að rekja hvernig ójafnt vægi atkvæða getur ýtt undir óarðbærar framkvæmdir og at- vinnuuppbyggingu í kjördæmum þar sem vægi atkvæða er mest. Höfundur er lektor við Háskóla Islands ------------*----♦----♦------- Rekstur og efnahagur Kísiliðjunnar I grein um eignarhaldsfélag um stóriðju í 33. tbl. Vísbendingar koma fram tölur um Kísiliðjuna við Mývatn sem ekki eru alls kostar nákvæmar. Hið rétta er að árið 1994 voru rekstrartekjur Kísiliðjunnar 684 milljónir króna, hagnaður48 milljónir. heildareignir 664 milljónir og eiginfé 607 milljónir króna. Þá er 51% hlutur ríkisins af eiginfé 310 milljónir króna. Þetta leiðréttist hér með. Aðrir sálmar Eru þeir til? Þegar fulltrúar í hinum svonefnda nrinnihluta í Islenska útvarpsfélaginu hf. vildu selja sinn hlut eftir að hafa orðið undir innan félagsins þá leituðu þeir strax að kaupanda erlendis. Hér á landi virtist enginn hafa áhuga á bréfunum á þ ví gengi sem þau seldust síðast, það er 2,8 til 3,0. Þeir sögðu j afnvel í hálfkæringi að réttast væri að láta á það reyna hvort úli heimi fyndust einhverjir vitlausari en hér. Það er rétt að staldra við hér og skoða sambandið milli verðsins á bréfunum og ýmissa stærða úr rekstrarreikningi. Hlutafé í árslok 1994 var 548 ntilljónir og ef gengið 2,8 er notað fæst heildar- verðmæti 1.535 milljónirkróna. Sé tekið tillit til skatta og óreglulegum tekjum sleppt er hagnaðurinn 124 milljónir og V/H-hlutfallið er 12 senr telst „eðlilegt" því þá borgar stöðin sig upp á 12 árum. Afskriftir eru mjög miklar og að teknu tilliti til þeirra og smærri liða fæst að veltuféfrárekstri ertæplega350 milljónir á ári. Þetta peningaflæði er verið að selja. En í fyrirtækjarekstri lifa menn ekki á fornri frægð heldur verður að líta til fram- tíðar. Nú hafa áform verið kynnt urn nýja sjónvaipsstöð sem verður með eina rás með svipuðu sniði og læst dagskrá Stöðvar 2, sem nefnd hefur verið mynd- bandaleiga nteð heimsendingarþjónustu. Auk þess verður þremur erlendum rásum endurvarpað til áskrifendaán aukagjalds. Nýja stöðin hyggst taka um 25% lægra gjald en Stöð 2 tekur nú. Stjórnarfor- maður Stöðvar 2 lét reyndar á sér skilja að hún ætti rétt á öllu efni sem væri þess virði að sýna. S vona yfirlýsingar gefa þeir ekki sem vilja láta taka sig alvarlega; formaðurinn ætti frekar að fy lgja fordæmi spældra forstjóra og segjast fagna sam- keppninni. Fyrir neytendurer valið auð- velt. Stöð 2 nrissir annað hvort áskrif- endur eða lækkar áskriftargjaldið. Auglýsingamarkaðurinn þrengist líka. Minnkun um 10% á tekjum eða 150 milljónir króna á ári er varla ofmat. Kostnaður minnkar lítið. Jafnvel þótt nýir samningarlækki vaxtagjöld umitelming þá minnkar hagnaður um 100 milljónir á ári. Hagnaður eftir skatta lækkar í 60 til 70 milljónir (hér er tekjutap varlega áætlað). Miðað við gengi hlutabréfa 4,0 er V/H-hlutfallið þá 31, þ. e. fjárfestingin borgar sig upp á aldarþriðjungi. V Lfklega eru þeir til í útlöndum,_____J Benedikt Jóhannesson, ritstj. og ábm. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent- Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll róttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.