Vísbending


Vísbending - 23.02.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 23.02.1996, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður Ný lánskjaravísitala 3.453 02.96 Verðtryggð bankalán 9,0% 21.02 Óverðtr. bankalán 12,9% 21.02 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,84% 21.02 Spariskírteini, kaup (5-ára)5,83% 21.02 M3 (12 mán. breyting) 3,7% 12.95 Þingvísitala hlutabréfa 1.526 21.02 Fyrir viku 1.524 Fyrir ári 1.056 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 175,2 02.96 Verðbólga- 3 mán. 2,1% 02.96 -ár 1,5% 02.96 Vísit. neyslu - spá 175,9 03.03 (Fors.: Gengi helst 176,4 04.04 innan ±6% marka) 176,8 05.05 Launavísitala 146,7 01.96 Árshækkun- 3 mán. 15,5% 01.96 -ár 9,6% 01.96 Kaupmáttur-3 mán. 2,7% 12.95 -ár 3,9% 12.95 Skorturá vinnuafli 0,2% 01.96 fyrir ári -0,4% Atvinnuleysi 6,0% 01.96 fyrir ári 6,8% Velta sept.-okt. ’95 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1994) Velta 120 8,6% VSK samt. 7.9 1,1% Hrávörumarkaðir Vísitalaverðssjávarafurða 108,4 01.01 Mánaðar breyting 0,5% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.590 21.02 Mánaðar breyting 3,9% Kísiljárn (75%)(USD/tonn) 979 09.95 Mánaðar breyting 0,2% Sink (USD/tonn) 1.023 21.02 Mánaðar breyting 0,7% Kvótamarkaður 16.2. (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 89 540 fyrir mánuði 91 540 Ýsa 12 127 fyrir mánuði 8 110 Karfi 40 160 fyrir mánuði 35 160 Rækja 90 335 ^ fyrir mánuði 75 340J Vísbending vikunnar Rétt er að vekja athygli á því að skattmati vegna bifreiðahlunninda hefur verið breytt. Hafi starfsmaður átt hluta bifreiðar, t.d. helming, þá hefur hann aðeins þurft að greiða skattaafhelmingibifreiðahlunninda, jafnvel þótt fyrirtækið ræki bifreiðina að fullu. Nú breytist þetta þannig að starfsmaðurinn fær aðeins hlutdeild sína í afskriftum bílsins dregna frá hlunnindunum. í stuttu máli táknar þetta að Ríkisskattstjóri hefur lokað smugu sem menn höfðu fundið á skattareglum - og skatturinn hækkar að sjálfsögðu fyrir vikið. þau höfðu keypt áður. Áætlað var að rúmlega 300 stórir rafmagnskaupendur gætu notfært sér tilboðið, auk þeirra sem hugsanlega myndu fara yfir 300 MWst mörkin. Arið 1994 gengu að þessu boði 23 fyrirtæki í fiskvinnslu, mjólkuriðnaði, hafnarþjónustu, ylrækt og ýmsum iðn- greinum. Voruseldarum lOGWstfyrir um 20 milljónir króna. Til samanburðar má nefna að árið 1994 seldi Landsvirkjun almenningsveitum alls tæplega 2000 GWst af rafmagni fyrir tæplega 5 milljarðakróna. Landsvirkjun hefur selt fiskimjölsverksmiðjum og fleiri fyrir- tækjum ótiyggt rafmagn með helmings- afslætti. Niðurgreiðslur ríkisins og af- sláttur orkufyrirtækja lækka orkuverð til húshitunarum tæpan helming (þessi af- sláttur er eldri en Blönduvirkjun). Þá hefurLandsvirkjun um árabil slegið mjög af rafmagnsverði til fiskeldisfyrirtækja. SértilboðLandsvirkjunartil innlendra notenda hafa ekki stóraukið rafmagns- sölu. Talið er að enn verði 730GWst/ári af forgangsorku til reiðu árið 1997 fyrir nýjan skála Isals. Þó hefurLandsvirkjun sennilega gert flest sem hún getur til þess að selja meira á innlendum markaði, án þess að hætta á að tapa á afslættinum. Rafmagnsnotkun virðist ekki mjög næm fyrir verðsveiflum. Líkast til ræðst hún fremur af venjurn og umsvifum í hag- kerfinu en því hvað sett er upp fyrir raf- magnið. Ef við hugsum okkur að myndin lýsi íslenskum rafmagnsmarkaði þýðir þetta að eftirspurnarlínan er brött. Ávinningur af verðlækkun (þrí- hyrningurinn ABC) er þá minni en ella. Samt er óhætt að fullyrða að afsláttartil- boð undanfarinna ára hafi verið bæði Landsvirkjun og neytendum hagstæð. Sjálfsagt er að slá af verði svo að sem mest sé notað af rafmagni þegar nóg er til af því. En hagnaður heildarinnar (Lands- virkjunar og neytenda til sarnans) hefði verið meiri ef almennt rafmagnsverð hefði lækkað. Þá hefði rafmagnssala aukist af ýmsum ástæðum: *Fyrirtæki undir300MWst mörkunum (en langflest fyrirtæki í landinu eru í þessum hópi) hefðu notað meirarafmagn. *Fyrirtæki yfir mörkunum hefðu hætt við að clraga úr rafmagnsnotkun. *Heimili hefðu notað meira rafmagn. Auka hefði rnátt áhrif verð- lækkunarinnar með því að kynna hana vel. Tjón landsmanna af því að almennt raforkuverð lækkaði ekki þegar Blöndu- virkjun kom til skiptir þó að líkindum fremur tugum milljóna króna en hundruðum. Enhvortsemtjóniðermikið eða lítið fara hagsmunir Landsvirkjunar þarna ekki saman við heildarhagsmuni. Fy rirtækið hefði tapað stórfé á því að veita almennan afslátt. Ríkið hefði ef til vill getað bætt úr þessu með því að greiða almennt rafmagnsverð niður í nokkur ár. Einfaldari og betri framtíðarlausn er þó sennilega að skipta Landsvirkjun í nokkur fyrirtæki, sem bannað yrði að hafa sam- ráð um verð. Þá væri meiri von til þess en nú, að á Islandi byðist rafmagn á því verði sem hagstæðast er öllum lands- mönnum. Jöfnuður mundi aukast meðal neytenda; heimila, íslenski'a fyrirtækja og erlendrar stóriðju. Höfundur er hagfrœðingur z' '' Aðrir sálmar Slök kennsla við lagadeild? Það hefur vakið niikla athygli að við lagadeild Háskóla Islands tókst einungis 9% nemendanna að ná lágmarkstökum á námsefninu á fyrsta misseri. Þetta vekur upp spurningar: a) Er deildin að halda uppi duldum kvóturn með því að stilla af fall svo ekki verði offjölgun í stéttinni? Ef svo erhlýtur þetta að vera málefni fyrir Samkeppnis- stofnun. Lögfræðideild gæti sóma síns vegna ekki staðið í ólöglegum sam- keppnishömlum af þessu tagi. b) Eru kröfur í lögfræðideild meiri en gerðareru til nemenda í öðrum deildum? Sé svo þá hlýtur það að vera nýtilkomið því ekki verður séð að lögfræðingar al- rnennt skari frarn úr öðrurn, án þess þó að á þá sé hallað. c) Hópast slakir námsmenn í lögfræði? Eru þessi 9% sem ná, þá aðeins það skásta af hratinu? Þetta virðist líkaólíklegt, þótt nýlegar blaðagreinar segi frá því að lög- fræðingareigi viðslíkímyndarvandamál að elja, að á mannamótum gangi þeir með veggjum og segist vera endurskoðendur, ef á þá er yrt. Þar sem allar ofangreindar ástæður virðast fráleitar er aðeins ein skýring eftir: Kennslan við lögfræðideildina er ekki viðunandi. Ef svo er, verða háskólayfir- völd að sjá til þess að hún sé bætt. Stjórnin tekur við sér Frá ríkisstjórninni eru nú að berast fyrstu frumvörp sem eitthvað kveður að. Póst og síma á að gera að hlutafélagi og boðuð eru frumvörp þar sem stefnt er að því að breyta vinnumarkaðinum, m.a. á þann veg að sem auðveldast sé að bera saman kjör opinberra starfsmanna og annarra. Því ber að fagna að þessi frumvörp komi fram svo menn geti ræll þau fordómalaust. V___________________________________ Benedikt Jóhannesson, ritstj. ogábm. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll róttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.