Vísbending


Vísbending - 21.06.1996, Blaðsíða 3

Vísbending - 21.06.1996, Blaðsíða 3
ISBENDING 3) Fjármagnsskömmtun ríkisins Meginhluti fjármagnskerfisins hefur verið og er enn á valdi ríkisins. Er þá ekki aðeinsátt viðríkisbankanaheldureinnig alls konar sjóði er tóku lán erlendis og endurlánuðu innanlands með niður- greiddum vöxtum og stuðluðu þannig að offjárfestingu. Þegar ríkið lánar út er yfirleitt hugsaðumannaðenarðsemi. Þá gilda pólitísk rök, t.d. byggðasjónarmið, sem vega þungt í kjörkassanum, en því miður frekar létt í landsframleiðslu. 4) Enginn hlutabréfamarkaður Það er eðli hlutabréfamarkaðar að leggja dóm á frammistöðu fyrirtækja og gæði fjárfestinga þeirra. Hlutabréfa- markaður er hins vegar mjög nýlegl fyrirbrigðihérlendisog stjómendurhöfðu því ekkert slíkt aðhald. Engin þörf var á hagnaðartölum lil að halda gengi hlutabréfa uppi og fjárfestingar breyttu ekki sýnilegu virði fyrirtækjaá markaði. 5) Takmarkaðir fjárfestingakostir Ákatlega láir valkostir stóðu þei m til boða er vildu ávaxta fé sitt á þessum árum, en eins og áður sagði voru markaðir fyrir fjármagn og hlutabréf vart til og fjár- magnsflutningar á milli landa voru ekki leyfðir. Þannig voru kaup á framleiðslu- fjármunum það eina sem gal gefið einhverja ávöxtun. 6) Skortur á vinnuafli Vinnuafl var mjög takmarkað á fyrri hluta þessa tímabils, enfrá 1970-82 var yfirleitt mikill skorturá vinnuafli og það hlutfallslega dýrt. Því gat á þeim tíma Vaxtarbroddurinn brotinn Framleiðniþróun í iðnaði er slæm frá 1977 og geta menn velt fyrir sér ástæðunum. En það er erfitt að taka eitt atriði út úr því hér um tjölbrey tta og ólíka starfsemi að ræða. Líklega er þetta sú rnynd sem sýnir einna best hve rýrum eftirtekjum fjárfestinga- og efnahags- stefna síðustu áratuga hefur skilað okkur. íslendingum hefur mistekist að byggja upp iðnað í landinu til að taka við af sjávarútvegi og -vinnslu sem drifkraftur hagvaxtar. Eru það undur þótt við höfum búið við kyrr kjör í síðasta áratuginn. Iðnaður 1973-93, fyrir utan stóriðju og flskiðnað, fjárniunaeign (hægri ás vísitala 1990=100) og framleiðni (vinstri ás vísitala 1990: =1) Á leið upp I byggingarstarfsemi er hlutfall lausafjármuna hátt og því er fjármuna- eign sveiflukennd. Hins vegar er athyglisvert hversu framleiðnin hefur leitað upp á við á þessum 20 árum og þvílíkl stökk hún hefur tekið frá 1989. Ástæður jíessa eru líklega þær helstar að opinberir aðilar hafa staðið í miklum framkvæmdum á sama tíma og stöðnun hefur lagst yfir annað atvinnulíf og byggingarstarfsemi af ýmsu tagi verið notuð til þess að skapa atvinnu. Það hefur þó ekki orðið til jtess að draga úr framleiðni vinnuafls. Bygginga- starfsemi virðist veraskilvirkuriðnaður þar sem framleiðni er vaxandi. Byggingarstarfsemi 1973-93, fjármunaeign (hægri ás vísitala 1990=100) og framleiðni (vinstri ás vísitala 1990=1) 110 100 90 80 70 60 50 liis, lall og stöðnun Islensk fiskvinnsla sótti geysilega í sig veðrið á áttunda áratugnum með auknum þorskveiðum og á þeim tíma voru byggð frystihús til þess að vinna 500-600 þús. tonn af þorski. Þess vegna hrynurframleiðni þegar þorskveiðarnir dragast saman el'tir 1981. Það er hins vegar mjög athyglisvert hversu framleiðni hefurhaldist stöðug frá 1984 þrátt fyriraðþorskkvótinn hafienn frekar verið skertur á því árabili. Verður að líta áþettasem varnarsigur. Hins vegarsýnir myndin greinilega mikla offjárfestingu sem átti sér stað í íslenskum fiskiðnaði á áttunda áratugnum. Fiskiðnaður 1973-93, fjármunaeign (hægri ás vísitala 1990=100) og framleiðni (vinstri ás vísitala 1990=1) 120 110 100 90 80 70 60 50 40 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.