Vísbending


Vísbending - 26.07.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.07.1996, Blaðsíða 4
V ÍSBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður Nýlánskjaravísitala 3.489 07.96 Verðtryggð bankalán 8,8% 11.07 Óverðtr. bankalán 12,2% 11.07 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,60% 23.07 Spariskírteini, kaup(5-ára)5,50% 23.07 M3 (12 mán. breyting) 5,1% 04.96 Þingvísitala hlutabréfa 1.989 23.07 Fyrir viku 2.010 Fyrir ári 1.142 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 176,9 07.96 Verðbólga- 3 mán. 2,5% 06.96 -ár 2,4% 06.96 Vísit. neyslu - spá 177,2 08.96 (Fors.: Gengi helst 177,6 09.96 innan ±6% marka) 178,0 10.96 Launavísitala 147,9 06.96 Árshækkun- 3 mán. 1,4% 06.96 -ár 5,9% 06.96 Kaupmáttur-3 mán. 2,7% 06.96 -ár 3,7% 06.96 Skorturá vinnuafli 0,0% 04.96 fyrir ári 0,2% Atvinnuleysi 3,6% 06.96 fyrir ári 5,0% Velta mars-apríl ’96 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1995) Velta 129 13% VSK samt. 7,9 7,1% Hrávörumarkaðir V ísitala verðs sjávaraf u rða 103,8 06.96 Mánaðarbreyting -1,0% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.446 22.07 Mánaðar breyting -1,8% Sink (USD/tonn) 987 22.07 Mánaðar breyting -1,5% Kvótamarkaður 19.07 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 100 600 fyrir mánuði 95 600 Ýsa 4 130 fyrir mánuði 3 127 Karíi 40 160 fyrir mánuði 40 160 Rækja 80 400 fyrir mánuði 73 335 V___________________________________y - -n Vísbending vikunnar Nú fara að berast tölur um milli- uppgjör fyrirtækja á hlutabréfamark- aði. Strax og þær liggja fyrir má búast við því að verð breytist á sumum hlutafélögum, því menn munu strax rniða væntingar urn V/H-hlutfall (sjá forsíðugrein) við þessar hálfsárstölur. Þó er rétt að menn gæti mjög vel að því að mörg fyrirtæki hafa sveiflukenndan rekstur. Því má ekki tvöfalda sex mánaða tölur heldur þarf að bera þær við sex mánaða tölur í fyrra og reikna svo út væntingar um hagnað ársins. Gengi hlutabréfa sýniraðmarkaðurinn býst við 30 til 50% meiri hagnaði í ár en í fyrra. V__________________________) Hvað má gagnrýna? Þegar skyggnst er í ársreikninga þessara tveggja aðila sést að báðir styðja rannsóknir og þróunarstarf. Bróður- parturinn af fjármagni Framleiðnisjóðs 1992-95 hefur farið til slíkra hluta og Byggðastofnun hefur einnig aukið fram- lög til þessara mála á sama tímabili og er það vel. Hins vegar verður að gagnrýna nokkra hluti í starfsemi þessara aðila. I fyrsta lagi er það ekki í samræmi við nútíma stjórnsýslureglur að starfandi alþingismenn sitji í stjórn Byggða- stofnunar, því hætta á hagsmuna- árekstrum er mikil. Hver þingmaður á það undir sínu kjördæmi hvort hann fær haldið starfi sínu og oft er þrýstingur mikill á að þeir sinni ákveðnum kjör- dæmamálum.AnefaerFramleiðnisjóður ekki laus við pólitík, en sleppur þó lík- lega að mestu við þau kjördæmamál. I öðru lagi ætti By ggðastofnun að hætta lánaviðskiptum. Engin þörf er á því að ríkið sé að halda úti lánastofnun til hliðar við bankakerfið. Hver sá sem ferðast um landið sér að í hverju byggðalagi er bankaútibú eða sparisjóður þar sem starfsmenn eru öllum hnútum kunnugir og hafa jafnvel áratuga reynslu af far- sælum lánaviðskiptum. Eftirfarandi til- vitnun upp úr ársreikningi Byggða- stofnunar hlýtur því að koma spánskt fyrir sjónir: Vegna þekkingar og reynslu Byggðastofnunar á atvinnulífi byggðar- laga á landsbyggðinni hefur hún hlut- verki að gegna sem valkostur á lána- markaði. Hafa starfsmenn banka og sparisjóða úli á landi minni reynslu í lánveitingum til atvinnulífs á lands- byggðinni en starfsmenn Byggða- stofnunar? í þriðja lagi þá verður að gera athuga- semdir við rekstrarkostnað. Byggða- stofnun er með 32 stöðugildi og því mikinn kostnað. Að ýmsu leyti er þetta skiljanlegt lánasýsla, innheimta ofl., kallar á rnikið starfslið. Ef stofnunin sneri sér eingöngu að styrkveitingum mætti ná frant mikilli hagræðingu, og miðað við stöðuna í dag, auka styrkveitingar til landsbyggðar umtalsvert. Rekstur Frarn- leiðnisjóðs sýnir að ekki er nauðsyn á fjölmennu starfsliði til þess að koma styrkveitingum til rannsókna og þróunar í kring. Er þörf á byggðastefnu? Það er spurning hvort það sé fyrst og fremst atvinnuástandið sem færir fólk á milli byggða. T.d. hefurminnst atvinnu- leysi verið á Vestfjörðum þrátt fyrir að fólksfækkun hafi orðið einna mest þar. Þá má benda á að á þessu ári hefur t.d. atvinnuleysi verið mun meira úti á landi en í Rey kjavík, en samt heldur fólk áfram að ilytja í þéttbýlið. Þetta gæti vakið grun- semdir um að dýpri orsakir liggi að baki fólksflutningum á Islandi frá dreifbýli og jaðarsvæðum yfir til þéttbýlli landsvæða. Nútímamenn virðast gera aðrar kröfur en áður var og kostir þeir sem þéttbýlið býr yfir vega sífellt þyngra á vogar- skálunum. Þetta er í raun hluti af þróun sem hefur verið í gangi allt frá síðustu öld og á sér hliðstæðu í öðrum löndum. Það er erfitt að ætla sér að snúa þessu ferli við sem á sér svo sterkar og djúp- stæðar orsakir. Markmið byggða- stefnunnar ættu fremur að vera að styrkja rannsóknir og þróun til þess að auðlindir landsins, fólkog náttúrugæði, nýttust sem best á hverjum stað. Pólitískar lán- veitingar eru barátta við vindmyllur. Aðrir sálmar Stríðsöxin grafin upp I síðustu sálmum var sagt frá sam- komulagi milli þýska stórfyrirtækisins Metallgesellschaft og Heinz Schimmel- busch, fyrrverandi forstjórafyrirtækisins. Schimmelbusch hefur sýnt áhuga á fjár- festingum áíslandi, m.a. sinkverksmiðju. A stjómarfundi í MG á laugardaginn var kom óvænl upp andstaða við tillögu stjórnarformannsins, Ronaldo Schmitz frá Deutche Bank. Samkvæmt henni hefði MG greitt Schimmelbusch bætur fyrir brottreksturinn og dregið til baka ásakanir um að hann bæri ábyrgð á miklu tapi fyrirtækisins. Tillagan var ekki borin undir atkvæði, en sumir stjórnarmenn munu hafa hafnað því að leysa Schimmelbusch undan ábyrgð með jafn afdráttarlausum hætti og gert er í sam- komulaginu. N iðurstaðan þykir enn eitt áfallið fyrir Ronaldo Schmitz, sem hafði verið djarfur í yfirlýsingum sínum um glæpsamlegt atferli Schimmelbusch, áður en hann bað stjórnina að samþykkja að fallið skyldi frá ásökunum. Þá vakna spurningar um það hverberi ábyrgð á stórfelldu tapi MG ef Schimmelbusch er sýknaður. Vera má að stjórnin sé að forðast spurningar af þessu tagi með því að neita að samþykkja samkomulagið. Fjármálablöð eru hins vegar á einu máli um að þessi staða sé einstök í þýsku viðskiptalífi og þykir til marks um að margir séu nú farnir að draga í efa alvisku stóru bankanna sem ráða miklu í flestum stærstu fyrirtækjum í Þýskalandi. '-------------------------------------' Ritstjórn: Ásgeir Jónsson, ritstj. og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.:Talnakönnun hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http:// www.strengur.is/~talnak/vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki af rita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.