Vísbending


Vísbending - 01.08.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 01.08.1996, Blaðsíða 4
Y ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður Nýlánskjaravísitala 3.493 08.96 Verðtryggð bankalán 8,8% 21.07 Óverðtr. bankalán 12,2% 21.07 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,60% 30.07 Spariskírteini, kaup(5-ára)5,50% 30.07 M3 (12 mán. breyting) 4,8% 05.96 Þingvísitala hlutabréfa 2.039 30.07 Fyrir viku 1.989 Fyrir ári 1.154 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 176,9 07.96 Verðbólga- 3 mán. 2,5% 07.96 -ár 2,4% 07.96 Vísit. neyslu - spá 177,2 08.96 (Fors.: Gengi helst 177,6 09.96 innan ±6% marka) 178,0 10.96 Launavísitala 147,9 06.96 Árshækkun- 3 mán. 1,4% 06.96 -ár 5,9% 06.96 Kaupmáttur-3 mán. 2,7% 06.96 -ár 3,7% 06.96 Skorturá vinnuafli 0,0% 04.96 fyrir ári 0,2% Atvinnuleysi 3,6% 06.96 fyrir ári 5,1% Velta mars-apríl ’96 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1995) Velta 129 13% VSK samt. 7,9 7,1% Hrávörumarkaðir Vísitala verðs sjávarafurða 103,0 06.96 Mánaðar breyting -0,5% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.500 30.07 Mánaðar breyting 3,0% Sink (USD/tonn) 1.028 30.07 Mánaðar breyting 2,5% Kvótamarkaður 30.07 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 100 600 fyrir mánuði 95 600 Ýsa 4 130 fyrir mánuði 3 127 Karfi 36 160 fyrir mánuði 35 160 Rækja 75 400 fyrir mánuði 75 340 v____________________________J ( s Vísbending vikunnar Það hefur einkennt íslenska hluta- bréfamarkaðinn að undanförnu að sérhverri frétt um meiri umsvif fyrir- lækjafylgir hækkun á verði hlutabréfa. Hér má nefna fréttir um sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja eða fjár- festingar íslenskra fyrirtækj a erlendis. Ekkert er sjálfgefið í þessum efnum. Yfirvegaðir fjárfestar ættu ekki að flana að neinu í þessum efnum og minnast þar t.d. erfiðleika hjá Mecklenburger Hochsee-fischerei, sem ÚA keypti meirihluta í fyrir nokkrum árum. \___________________________J heimtu fremur en skapa atvinnu með auknum álögum? Helsta atvinnu- sköpunin gæri verið framleiðsla á vist- hæfum búnaði og hreinsun umhverfis. En eins og einhver komst að orði: Hvaða stjórnmálamaður hefur bein í nefinu til þess að standa á móti skatti sem al- menningur vill? Það kæmi því ekki á óvart þótt vistgjöld ykjust í framtíðinni. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands -------♦---♦----♦------ Fjármagnið flýr Þýskaland Nú eru um 4 milljónir atvinnulausra í Þýskalandi og litlar ltkur á að þeim fækki á næstunni. Efnahagslíf þar í landi virðist staðnað og ófært um að skapa ný störf. Ein helsta rót vandans er að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli kosið að fj árfesta erlendis og lítið sem ekkerl fé kemur að utan til mótvægis.Enáárunum 1993-95 fjárfestu Þjóðverjarerlendis fyrirum 69 milljarða dala (4.600 m.a. ísl. kr.), en útlendingar fjárfestu fyrir aðeins 6,3 milljarða í Þýskalandi. Þá er flæðið fremur að vaxa en sj atna, erlendar fj árfestingar Þj óðverj a tvöfölduðust á milli áranna 1994 ($14,6 m.a.) og 1995 ($34,9 m.a.). Þau fyrirtæki sem fara út eru ekki aðeins alþj óðlegar samsteypur heldur meðalstór fyrirtæki sem áður báru uppi atvinnu- sköpun í landinu. Fjárfestar leita á vit nýrra tækifæra í Asíu og A-Evrópu (sérstaklega í Tékklandi og Póllandi), þar sem aðstæður eru aðrar og betri en í heimalandinu. En laun í Þýskalandi eru ein þau hæstu í heimi, skattar háir og fyrirtæki þurfa auk þess að standa straum al'miklum félagslegum kostnaði. Vinnu- markaður er háður ströngum reglum, og mörg fyrirtæki eru ofurseld valdi verkalýðsfélaga. Það eru þessi hrjóstur sem fyrirtækin flýja yfir á erlendar grundir. Þetta hefur fært mönnum sanninn um hversu mikil þörf er á umbótum í þýsku efnahagslífi ætli þjóðin að standast erlenda samkeppni. Þetta gefur einnig vísbendingar um í hvaða farveg alþjóðaviðskipti eru að leita. Stjórnvöld í hverju landi þurfa að huga vel að aðstöðu innlendra fyrirtækja ætli þau ekki að missa þau úr landi. Flæði á fé til fjárfestinga inn og úr 4 Evrópulöndum 1993-95 (m.a. dala) Bretland Frakkland Italía Þýskaland Heimild:OECD Economic Outlook Aðrir sálmar Ribbaldar ráðast inn Á sínum tíma mætti það mikilli and- stöðu þegar Svisslendingar byggðu ál- ver í Straumsvík og vinstri stjórnin 1971 - 74 tók þá slæmu ákvörðun að Islendingar skyldu eiga meirihluta í Járnblendiverk- smiðjunni við Hvalfjörð. Hægri stjórnin sem kom í kjölfarið fylgdi sömu þjóð- legu fjárfestingarstefnunni og íslenska ríkið tók á sig fjárhagslega áhættu sem meirihlutaeigandi verksmiðjunnar. Sem betur fer virðist aðeins einn íslendingur eftir sem rekur upp ramakvein ef út- lendingar vilja hætta peningum sínum hér á landi til þess að byggja nýjar verk- smiðjur. Hins vegar er enn þann dag í dag mikill ótti við að selja útlendingum fyrirtæki sem lengi hafa starfað. Á þessu ári hafa erlendir aðilar sýnt Sementsverk- smiðjunni mikinn áhuga og óskað eftir viðræðum um kaup af ríkinu. I stað þess að taka þessu fagnandi finnast enn einstaklingar sem telja að fremur eigi að leita Islendinga til þess að kaupa fyrir- tækið. Jafnframt lýsti einn bæjarfulltrúi á Skaganum því yfir að yrði verksmiðjan seld þá ætti að nota peningana til upp- by ggingar á Akranesi. Það er vandséð að ríkið skuldi Akumesingum neitt fyrir það að hafa starfrækt verksmiðjuna í bænum í áratugi en sjónarmið af þessu tagi draga einmitt úr líkunum á því að fyrirtæki komist úr ríkiseign. Ausið í sérfræðinga Nú hefur verið tekin ákvörðun um það að eytt skuli tugum milljóna í hönnun verksmiðju sem enginn veit hvort að nokkru sinni muni rísa. Um langt skeið hefur hópur manna kannað möguleika á því að reisa magnesíumverksmiðju hér á landi. Magnesíum er léttmálmur og ýmis- legt bendir til þess að hann megi vinna með hagkvæmum hætti á Reykjanesi. Fjárfesting í verksmiðjunni yrði nálægt 10 milljörðum kr. og framleiðslan hér á landi um 10% af heimsnotkun. Hér er því verið að taka mikla áhættu. I ljósi þessa er það mjög skynsamleg ákvörðun að verja miklum fjármunum í vandaða forhönnun verksmiðjunnar í stað þess að nota gömlu íslensku aðferðina að vaða af stað hugsunarlítið. Verði niðurstaða forhönnunar neikvæð þá hafa aðstand- yendur lágmarkað tap sitt._____J Ritstjórn: Ásgeir Jónsson, ritstj. og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.:Talnakönnun hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 561 -7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http:// www.strengur.is/~talnak/vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.