Vísbending


Vísbending - 09.05.1997, Síða 1

Vísbending - 09.05.1997, Síða 1
ISBENDING 9. maí 1997 18. tbl. 15. árg. Viku rit um viðskipti og efnahagsmál Þensluhætta og viðbrögð Mynd 1. Gengisvísitala, miðgildi og frávik 125 115 105 ,c# ,c# ,c# n\N „n\N „n\N \ / / / c# ,c# ,<# CS r ,/N ,/N / 4 \y q- JF & Samspilið Búið er að semja við stóran hóp launamanna í landinu. Samning- arnir eru almennt taldir innan þeirra marka sem menn gáfu sér um verð- lagsforsendur. Meðal þeirra hópa sem ekki hafa enn samið eru ríkisstarfsmenn og einhverjar aðrar starfsstéttir. Að auki standayfir verkföll á Vestfjörðum. Meg- inlínurnar eru þó nokkuð ljósar. Við undirritun hækkuðu laun um 4,7%, um næstu áramót verður 4% hækkun og 3,65% hækkun verður um áramóti n 1998/ 1999. Samningarnirgildaflestirtil ársins 2000. Þessutil viðbótarlofaði ríkisstjórn- in lækkun á tekjuskatti í áföngum. Senni- legt er að nokkurrar þenslu muni gæta í efnahagslífinu en nýgerðirkjarasamning- ar eru það hóflegir að þeim verður ekki kennt urn. Til að byrja með er ekki gert ráð fyrir að þeim hækkunum sem uni var samið verði velt út í verðlagið heldur er talið að fyrirtækin rnuni taka hluta þeirra á sig annaðhvort með því að lækka álagn- ingu eða með hagræðingu. Þensla Helstu ástæður þenslu eru miklar ný- framkvæmdir en þar eru helstar bygging álvers Norðuráls hf., stækkunin á Grundartanga og virkjanaframkvæmdir, bæði við vatnsafls- og jarðvarmaveitur. Ekki má heldur gleyma framkvæmdum við álverið í Staumsvík og gerð Hvalfjarðar- ganga. Þessum framkvæmdum fylgirmik- ið af nýju fjármagni inn í landið. Þetta fjár- rnagn fer að mestu leyti beint út í efna- hagskerfið í formi greiðlsna frá fram- kvæmdaraðilum til verktaka og launþega fyrir vöru og þjónustu. Þessum nýfram- kvæmdum fylgir óhjákvæmilega eftir- spurn eftir vinnuafli og við það dregur væntanlega úr atvinnuleysi. Sennilegt er að nýframkvæmdirnar dragi einnig að sér fólk frá fyrirtækjunum í landinu og það kann að leiða til spennu á vinnumarkaði. Vera kann að skortur á vinnuafli verði vandamál því að þótt hægt sé að greina ákveðnarbreytingarávinnuaflsnotkun,t.d. vegnaerfiðleikaílandvinnsluáfiski.þáer ekki víst að þeir sem ntissa atvinnu þar geti flutt sig um set til að fá vinnu og ekki er heldur víst að menntun og starfsreynsla passi í störf á öðrum vettvangi. Hugsanlegt er að einstakar stéttir muni verða eftirsóttar eins og málmiðnaðannenn á síðasta ári en úrþvíerofthægtaðbæta með innflutningi vinnuafls. Verðbólguspár Seðlabankinn hefur gefið út verð- bólguspá fyrir þetta ár og upphaf næsta árs. Gert er ráð fyrir að verðlag hækki hér um 2,9% frá upphafi til loka ársins en vikmörk eru 1,0%. Seðlabank- inn spáir 2,1% hækkun á milli ársmeðal- tala. Forsendur Seðlabankans eru að launahækkanir séu 1,1% í mars, 4,6% í apríl og 4% í janúar 1998. Bankinn gerir ráð fyrir 1,2% launaskriði á árinu og 1,2% á næsta ári. Gert er ráð fy rir 2,5% hækkun framleiðni á þessu ári og 2% hækkun á því næsta. B ankinn gerir ráð fyrir stöðugu gengi í spá sinni en spáir 1% hækkun innflutningsverðlags á þessu ári og 1,5% hækkun árið 1998. Nýframkvæmdirnareru að miklu leyti kostaðar með erlendu fjármagni sem bætist við það ljármagn sem þegar er í umferð og veldur þenslu á peningamark- aði. Að auki verða svokölluð margfeld- isáhrif á allt atvinnulíf. Launahækkanir auka kostnað innlendra framleiðenda og nái þeir ekki að hagræða er hætt við að þeirn kostnaði verði velt út í verðlagið. H vort tveggja eykur verulega líkur á verð- bólgu. Leiðirnar Nauðsynlegt er að stemma stigu við þessari þróun og er Seðlabankanum ætlað það hlutverk en þess má geta að þegar hafa verið skomar niður framkvæmdir á vegurn hins opinbera í því skyni að minnka samkeppni um vinnuafl og íjármuni við Framhald á sfðu 4 r ’ 1 \ IViðnám við þenslu, vegna Framfall verðbréfa er hug- iðsýnirsambandávöxtunar a Ymsir þekktir mcnn hafa framkvæmda og kjara- ) tak sem mikið er notað er- og verðbreytinga (áhættu) /1 látið blekkjast í tengslum samninga.erforgangsverk- lendis en hefur lítt verið / og er notað til að velja I við falsanir og svik í gull- efni Seðlabankans. kynnthérálandi.Framfall- saman verðbréfapott. námu í Indónesíu.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.