Vísbending


Vísbending - 06.06.1997, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.06.1997, Blaðsíða 3
ISBENDING Stjórnun Upphaf nútímastjórnunar V vrópumenn voru meðal frum- kvöðla stjórnunar. Frakkinn Henri ^>Fayol var verkfræðingur sem starfaði hjá iðnaðarsamsteypu í rúmlega 50 ár. Þar var hann meðal annars fram- kvæmdastjóri og síðar í stjórn fyrirtæk- isins. Hann komst að þeirri niðurstöðu að skipta mætti starfsemi fyrirtækja upp í sex þætti sem allir væru til staðar með einum eða öðrum hætti hvort sem fyrir- tækið er smátt eða stórt. vægt í stjórnun. Weber var félagsfræð- ingur sem vann á öðrum nótum en þeir frumkvöðlar stjórnunar sem ky nntir hafa verið til sögunnar. Þóttorðið „skrifræði" hafi mjög neikvæða merkingu í tungunni þá byggði Weber kenningar sínar um „skrifstofusjórnun" á hugmyndum um hiðfullkomnaskrifræði íjákvæðri merk- ingu. Hafa verður í huga að Weber leit á stjórnun frá skrifstofum sem skipulags- og stjórnunareiningu sem ekkert á skylt ntunandi þörfum atvinnulífsins, hvort sem það var hjá einkaaðilum eða opin- berum stofnunum. I raun er sama hvar fæti er drepið niður á hnettinum, alls staðar eru notaðar skrifstofur við stjómun. Grunnþættir í starfsemi fyrirtækis 1. Tækniþáttur (framleiðsla og aðlögun) 2. Viðskiptaþáttur (innkaup, sala og skipti) 3. Fjármálaþáttur (ieit að og notkun fjármagns) 4. Öryggisþáttur (verndun eigna og manna) 5. Bókhaldsþáttur (birgðahald, reikningshald, útreikningar verðs og tölfræði) 6. Stjórnunarþáttur(áætlanagerð, skipulagning, fyrirmæli, samhæfing og stýring) Stjórnun sérstakur þáttur Fayol var meðal þeirra fyrstu til að álykta að stjómunarþátturinn væri sér- stakurþátturí starfsemi fyrirtækja. Fayol setti fram 14 lykilatriði sem áttu að leið- beina stjórnendum. Hann gerði sér þó grein fyrir því að mismunandi aðstæður kröfðust mismunandi aðferða og lagði því áherslu á „að það er ekkert fastmótað eða endanlegt í stjórnun, það veltur allt á hlut- föllum. Það er sjaldan hægt að nota sömu aðferðina tvisv- arviðsambærilegaraðstæður; Gera verður ráð fyrir mismun- andi aðstæðum því að menn eru mismunandi og breytast eins og margir aðrir breyti- legir þættir.“ Aðferðir Fayols urðu þekktar í Evrópu um 1917 þegar bók hansAdmini- stration Industrielle et Gén- érale kom út. Bókin var þýdd á ensku árið 1930 og þá fyrst komust bandarískir stjórn- endur í kynni við hugmynd- imar. Fyrir framlag sitt er Henry Fayol þekktur sem faðir nútímastjórnunar. við þá reynslu margra að skrifstofur séu pappírsbákn þar sem einn ýti verkunt y fir á annan og ekkert vinnist nema á löngum tíma. Skrifstofa Webers var hugmynd hans urn það skipulag sem hann taldi henta best til að koma verkum í höfn. I reynd hefur stjórnun frá skrifstofum orðið að veruleika vegna þess að aðrar stjórn- unaraðferðir hafa ekki reynst nógu góðar til að mæta auknum verkefnum og mis- Eiginleikar full- komins skrifræðis 1. Skipting starfa. Með skiptingu starfa næst meiri framleiðni vegna sérhæfingar. 2. Þrepaskipt vald. Skrifstofur eða stöður eru skipulagðar með tilliti til staðsetningar í valdastiganum. 3. Formlegt val. Allir starfsmenn eru valdir til starfa á grunni tæknilegrar hæfni sem fundin er með formlegum prófum, menntun eða þjálfun. 4. Starfsframi. Stjórnendureru fagmenn frem- ur en eigendur þeirra eininga sem þeir stýra. Þeir vinna fyrir föstum launum og stefna að starfsframa innan síns sviðs. 5. Forntlegar rcglur ogstýringar. Allir starfs- menn lúta formlegum reglum og stýringu varðandi frammistöðu í starfi. 6. Persónuleysi.Reglurogstýringerópersónu- leg og eins gagnvart öllum. Max Weber 7ramlag Þjóðverjans Max Weberertalið ntjög mikil- Lykilatriði Fayols Skipting starfa. Skipta ætti upp störfum til að koma að sérhæfingu. Valdsvið. Vald og ábyrgð ættu að vera jöfn. Refsingar. Refsingar eru nauðsynlegar til að koma á hlíðni, kostgæfni, iðni og virðingu. Uein stýring. Enginn undirmaður ætti að þjóna tveimur yfirmönnum. Akveðin stefna. Öll starfsemi sem hefur sama takmark ætti að hafa einn stjórnanda og eitt skipulag. Hagur heiidarinnar gangi fyrir Itag einstaklingsins. Hagur eins ein- staklings eða hóps ætti ekki að vega þyngra en hagsmunir fyrirtækisins. Laun. Laun ættu að vera sanngjörn. Miðstýring. Finna verður rétt hlutfall miUi miðstýringar og dreifðrar stýringar. Stjórnendakeðja. Greinileg þrep valdsviðs á að vera til staðar frá þeim efsta til þess neðsta í fyrirtækinu. 10. Röð og regla. Það á að vera til staður fyrir allt og allt á vera á sínum stað. 11. Jafnvægi. Starfsmenn á að meðhöndla af góðvild og réttsýni. 12. Stöðuglciki starfa. Lágmarka á breytingar á starfsmannahópi til að tryggja að markmiðið náist. 13. Frumkvæði. Undirmenn eiga að hafa frelsi til að koma með áætlanir og fylgja þeim eftir til að hægt sé að nýla starfsgetu þeirra til l'ulls. 14. Félagssnndi („Espirit de Corps”). Eining og samvinna styrkja fyrirtæki. 9. Ókostir skrifræðis Reynslan hefur kennt okkur að skrif- ræðifylgjaýmsiraukakvillar. Reglur og aðferðir öðlast oft eigið líf óháð breyt- ingum. Skrifræði getur einnig orðið til þess að stjórn- endur fari blint eftir reglunum og hætti að hugsa. Ef skrifræði er rnikið getur sú staða komið upp að smærri einingar fyrirtækis taki að vinna að sínum eigin mark- miðum og vinni þar með gegn markmiðum heildarinnar. Skrifræði getur einnig leitt af sér sljóleika stjórnenda og starfs- manna í skjóli þess að enginn tekureftirfram- lagi einstaklingsins í hópnunt. Heimild: Arthur G. Bedeian, Management, Dryden Press 1986 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.