Vísbending


Vísbending - 03.10.1997, Side 2

Vísbending - 03.10.1997, Side 2
Y ISBENDING / Viðskiptakerfi Verðbréfaþings Islands Sigurður Pétur Snorrason hagfræðingur ann 11. október næstkomandi verður eitt ár liðið frá því að nýtt viðskiptakerfi Verðbréfaþings Is- lands var tekið í notkun. Það er því við hæfi að líta til baka og kanna hvaða áhrif nýja viðskiptakerfið hefur haft á verð- bréfamarkaðinn á Islandi. Eldra viðskiptakerfið Verðbréfaþing Islands (VÞI) var stofn- að árið 1985. VÞÍ hefur aldrei haft svokallað viðskiptagólf eins og fólk ímyndar sér að kauphallir hafi heldur hafa öll viðskipti milli þingaðila frá upphafi farið um tölvukerfi þingsins, svokallað viðskiptakerfi. Viðskiptakerfi VÞÍ miðlar tilboðum á milli verðbréfamiðlara og gerir þeim kleift að eiga viðskipti sín á milli. Fyrsta viðskiptakerfi VÞÍ var rekiðafReiknistofnun Háskólans og búið til af starfsmönnum þess. Árið 1989 þróaði hugbúnaðar- fyrirtækið VKS aðra útgáfu af við- skiptakerfinu. Eftir því sem verðbréfamarkaður- inn á íslandi fór vaxandi og kröfur aðila á markaðnum jukust, þótti ljóst að viðskiptakerfi VÞÍ myndi ekki duga miklu lengur. Hönnun kerfisins var þannig að ekki var mögulegt fyrir fleiri en 52 aðila að tengjast því samtímis. Það þýddi í raun að innan við 50 verðbréfa- miðlarar gátu verið í sambandi við kerfið á hverjum tíma því að ýmsir aðrir aðilar sem tengdust markað- inum, s.s. starfsmenn VÞI, þurftu að nota hluta tenginganna. Annar megingalli við viðskipta- kerfið var að það sýndi ekki lifandi upp- lýsingar á skjá. Þess í stað var það drifið áfram af fyrirspurnum notenda og skjá- myndir sýndu aðeins stöðu eins og hún var er fyrirspurn var gerð en uppfærðist ekki við breytingar nema ný fyrirspurn væri gerð. Leiddi þetta til þess að oft var mikið álag á kerfinu þegar margir verð- bréfamiðlarar voru að fletta upp upplýs- ingum á sama tíma. Oft var álagið það mikið að kerfið hreinlega hafði ekki und- an og fraus. Nýtt viðskiptakerfi Til að vinna bugáþessum takmörkun- um var ákveðið að fá nýtt viðskipta- kerfi. Hugmyndir voru m.a. uppi um að kaupa erlent kerfi en niðurstaðan varð sú að láta forrita nýtt kerfi innanlands. Fyrir- tækið Töl vuMy ndir var valið til að fori ita kerfið. Hófst verkið síðla árs 1995 og átti verkinu að ljúka í febrúar 1996. Af ýms- um ástæðum drógust þó verklok og var það ekki fyrr en í október 1996 að kerfið var tekið í notkun. í nýja viðskiptakerfinu eru lagaðir margir af göllunum sem voru á gamla kerfinu. Tæknilega séð getur ótakmarkaður fjöldi notenda tengst því, það notar nútímanot- endaviðmót (gluggaumhverfi), uppfærir allarskjámyndirírauntímaogdreifirálagi í vinnslu milli tölvu Verðbréfaþings og tölva hjá þingaðilum til að minnka hættu á álagsvandamálum. Áhrif á verðbréfa- markaðinn að er staðreynd að verðbréfamarkað- urinn á íslandi hefur sprungið út á síðustu 12 mánuðum. Til marks um það þá voru viðskipti á VÞI orðin jafnmikil fyrstu 9 mánuði ársins 1997 eins og allt árið 1996, sem þó var algjört metár hvað þetta varðar (sjá mynd 1). Erfitt er þó að fullyrða að þessa aukningu viðskipta megibeintrekjatilnýjaviðskiptakerfisins en þó er ljóst að eldra kerfið stóð vexti verulega fyrir þrifum. Það sést best á því að fjöldi virkra notenda viðskiptakerfisins hefur stóraukist frá því að nýja kerfið komst í gagnið. Með hugtakinu „virkur notandi“ er átt við notendur sem setja fram tilboð í viðskiptakerfinu. Síðustu 12 mánuðina sem eldra kerfið var í notkun var fjöldinn stöðugur, þ.e. um 50 notendur á mánuði, en frá því að kerl'ið var tekið í notkun hefur hann aukist jafnt og þétt og er nú um 90 notendur (sjá mynd 2). Notendur nýja kerfisins eru ekki einungis fleiri heldur eru þeir mun meðvitaðri um hræringar á markaðinum. Öll tilboð og við- skipti koma nú samstundis upp á skjáinn hjá öllum miðlurum sem bregðast mun hraðar við en áður. Viðskiptavakt með ýmis verðbréf hefur eflst því að um leið og til- boðum er tekið koma fram ný tilboð og verð og ávöxtun þróast mun meira í takt við framboð og eftirspurn en áður. Önnur breyting á viðskiptaháttum felst í því að ekki er lengur hægt að taka hluta tilboðs sem liggur frammi, heldur verður að taka því að fullu. Kerfið býður hins vegar upp á setja fram gagntilboð, m.a. til að freista þess að semja um aðra upphæð við- skipta. Reyndin hefur orðið sú að fleiri miðlarar setja fram tilboð í minni skömmt- um en áður, og fleiri, sem aftur hefur leitt til fjölgunar viðskipta auk þess sem meðal- fjárhæð þeirra hefur lækkað (sjá mynd 3). Einnig má geta þess að viðskiptum með hlutabréf hefur fjölgað mikið að undan- förnu, og það hefur leitt til lækkunar með- alupphæðar viðskipta, enda eru viðskipti með hlutabréf almennt fyrirlægri fjárhæðir en skuldabréfaviðskipti. Víðtæk miðlun upplýsinga Lifandi miðlun tilboða og við- skipta í viðskiptakerfinu hefur haft það í för með sér að mun ein- faldara er en áður að miðla upplýs- ingum úr kerfinu t.d. til upplýsinga- veitna, sem aftur selja upplýsingar ti 1 sérfræðinga og almennings. Með tilkomu kerfisins hefur áhugi er- lendra veitna á því að miðla upp- lýsingum frá Islandi aukist. Nú þegar hefur ein erlend veita hafið slíka miðlun. Það er Reuters, sem hefur urn hálfa milljón notendur um allan heirn, og fleiri veitur rnunu fylgja í kjölfarið. Auk þess miðla tveir innlendir aðilar upplýsingum úr kerfinu í rauntíma til áskrifenda, StrengurogTölvuMyndir. Einnigerhægt að nálgast ókeypis samantekt upplýsinga úr kerfinu á mörgum heimasíðum þing- aðila á Internetinu. Allt hefur þetta leitt til aukins áhuga almennings, fjölmiðla og erlendra aðila á íslenska verðbréfa- markaðinum. Loks mágetaþess að nýja viðskiptakerfið býður upp á að tilkynna upplýsingasky Id viðskipti með skráð bréf í gegnum við- skiptakerfið. Þessi viðskipti eiga sér stað utan við sjálft viðskiptakerfið, t.d. á milli tveggja viðskiptavina þingaðila. Enn þá er þó a.m.k. eins dags töf á birtingu þess- ara upplýsinga þar sem þingaðilar verða að taka yfirlit viðskipta út úr sínum eigin sölukerfum og yfirfæra á snið sem hægt er að senda inn til Verðbréfaþings. Þó Mynd 1. Heildarvelta á Verðbréfaþingi Islands (milljarðar króna) 140 120 100 80 60 40 20 0 Nýtt kerf( Eldra kerfi 119.3 120.3 2

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.