Vísbending


Vísbending - 20.02.1998, Blaðsíða 4

Vísbending - 20.02.1998, Blaðsíða 4
ISBENDING Örþrifalánveitendur Aðrir sálmar Iumræðum um hinanýju Evrópumynt, evró, hefur sjónum manna meðal annars verið beint að örþrifalánveit- endum (e.: Lender of Last Resort). Þetta hlutverk er í mörgum löndum í höndum seðlabanka en sutns staðar, svo sem á meginlandi Evrópu, er þetta hlutverk formlega ekki til en óformlega er það fyrir hendi í einhverjum tilvikum. I löndum með þróaða skuldabréfamarkaði, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi, er seðla- bönkunum formlega falið þetta hlutverk á þann hátt að þeir eiga að sjá til þess að ástand á mörkuðum sé tryggt. I samkomu- fjárhæðir til að halda TARGET-kerfinu (greiðslumiðlunarkerfi evrós) gangandi. Því er æskilegt að bankinn hafi í það minnsta stöðugan aðgang að upplýs- ingurn til að geta brugðist snöggt við að- steðjandi vanda. Bankakreppur Ikönnun sem gerð var 1995 og náði lil 105 banka unt allan heiin sem lentu í verulegumgreiðsluvandavarm.a.skoðað h vort þeir færu á hausinn eða væri bj argað. I um þriðjungi tilvika urðu bankarnir laginu um sameiginlega Evrópumynt er hvorki gertráð fyrirþví að evrópski seðla- bankinn sé örþrifalánveitandi né að hann dæli út fjármunum til að auka laust fé í bankakerfinu komi til bankakreppu. Að auki á eftir að ákvarða með hvaða hætti slíkar bankakreppur verða greindar, hvernig fylgst verður með þeint og hvernig þær verða leystar. Freistni Þótt þetta ástand rnuni draga úr freistni (e.: Moral Hazard) og auka trúverð- ugleika evrópska seðlabankans er senni- legt að þetta stangist á við það ákvæði í samkomulaginu um bankanna að hann greiði fyrir „þýðunt rekstri greiðslumiðl- unarkerfa“ („the smooth operation of payments systems “). Þar sem seðlabankar eru að jafnaði eina uppspretta fjármagns ef al 11 fer í þrot erljósl að samhæfa verður aðgerðir evrópska seðlabankans og seðla- banka aðildarríkjanna ef sá fyrrnefndi á að geta sinnt skyldu sinni um „þýðan rekstur greiðslumiðlunarkerfa". Evrópski seðla- bankinn getur lcnl í þeirri aðslöðu að þurfa án mikils fyrirvara að lána umtalsverðar gjaldþrotaen íhinum tilvikunum varþeim bjargað, oft nteð sameiginlegu átaki seðla- banka, annarra viðskiptabanka, innláns- trygginga eða með þátttöku ríkis. Það er athyglisvert að aðeins í tveimur tilvikum þuifti seðlabanki einn og sér að bjarga banka frá gjaldþroti. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, International CapitalMarkets, Developments, ProspectsandKey Policy Issues. Vísbendingin rs \ Igreininni um tölvumálin er talað um kynslóðaskipti örgjörva. Erfilt er að mælamun ántilli kynslóðaen samkvæmt vísitölu Intel má þó lesa að miðað við sama hraða var 25-30% hraðamunur á Pentium örgjörva og Pentium örgjörva með MMX tækninni. Munurinn á milli Pentium MMX og Pentium Pro virðist vera um 20% og munurinn á Pentium Pro og Pentium II, sem er nýjasta útgáfan, virðist vera unt 10%. Hraðaaukning frá fyrstu úlgáfu Pentium til þeirrar nýjustu ^er samkvæmt þessu um 65-70%________ Engin leið að hætta Urskurður dómstóls HSI í bikarúrslita- leik Vals og Fram vekur menn til umhugsunar um hvað leikurinn sjálfur getur sffellt skipt niinna máli og umgjörð- in meginmáli. Samkvæmtþessumúrskurði taka vídeóvélin og dómstólar við hlutverki dómara. Allir eru sammála um að dómarar hafi gert margvísleg mistök, en þeir þurfa að taka ákvarðanir í hita leiksins, spennan hefur byggst upp, þúsundir æpandi áhorf- enda. Aðeins gefast sekúndur til að úr- skurða og þeir verða að treysta eigin skiln- ingarvitum. Dómstóll HSI var hins vegar á aðra viku að kveða upp úrskurð sem var miklu vitlausari en nokkur þau mistök sem dómurunum urðu á í hita leiksins. Það veldur þó vissum vonbrigðum fyrst fallist var á kæru Framara á annað borð að ekki var gengið að kröfu þeirra um að síð- ustu þrjár sekúndurnar yrðu endurteknar. Hvflík stemming það yrði fyrir þúsundir Framara og Valsara að mála sig fyrir leikinn, mætaiupphitunífélagsheimilum,mætameð trumbur og lúðra í Höllina. Allir í stuði: 3, 2, 1, búið. Það hefði verið verðugur endir á dómsmálinu. En í Ijósi úrskurðarins er þá ekki vert fyrir Framara að ritja upp úrslitaleikinn Valur- Fram í fótboltanum 1967? Þá kallaði um- sjónarmaður vallarins skilaboð til áhorf- enda í hátalarakerfið meðan á leik stóð og truflaði einbeitingu Framara. Er hægt að hugsa sér freklegri truflun á ytri umgjörð leiksins? Krafa sannra Framara er: Úrsiita- leikurinn frá 1967 verði endurtekinn án framfkalla! / I minningu hins látna Spurning vaknar um tilgang minning- argreinanna þegar rennt er yfir síður Moggans. Þeim má skipta í þrennt: Þeim sem hafa einhvern fróðleik um hinn látna, þeint sem hafa fróðleik um þann sem skrifar og í þriðja lagi skilaboðum til hins látna eða eftirlifandi maka. Löngum var þriðju tegundinni úthýst og er það vel, því oftast eru þessi skrif pínleg lesning. Ábyrgð Morgunblaðsins sem besta blaðs lands- manna er mikil. Upphaf minningarljóðs sem blaðið birti um Halldór Laxness var eftirfarandi: „Núna hefur Kiljan kvatt og kemur varla aftur.“ Var þetta viðeigandi kveðja til Nóbels- skálds? ^Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskiiin. © Ritið má ekki afrita án ýleyfis útgefanda.___________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.