Vísbending


Vísbending - 22.05.1998, Side 4

Vísbending - 22.05.1998, Side 4
ISBENDING Framhald af síðu 1 þótt það geti einnig verið að markaður- inn sé einfaldlega að stækka. 5. Hagnaðaraukning Hagnaður er það sem af gengur þegar allur rekstrarkostnaður hefur verið greiddur og hann er því einn af helstu mælikvörðum flestra þeirra sem meta fyrirtæki. Hér er gengið aðeins lengra. Til að mæla frammistöðu er því horft á aukningu hagnaðar í stað þess að skoða eingöngu arðsemi (en hún er þó einnig einn af mælikvörðunum). 6. Hagnaðaraukning sl. þrjú ár Það að aukahagnaðyfir lengratímabil er þó nokkur vandi eins og þeir vita sem stunda rekstri. S ífel 11 er sótt að fy rir- tækjum og það er því yfirleitt merki um styrka stjórn ef fyrirtæki getur aukið hagnað sinn ár eftir ár. 7. Alagning Alagning er mæld með því að reikna hagnað fyrir óreglulega liði sem hlutfall af tekjum. Þessi mælikvarði segir til um það hversu ntikið fyrirtækið nær út úr reglulegri starfsemi. Miðað er við síðasta rekstrarár. 8. Arðsemi eigin jjár Einn sígildasti mælikvarðinn á frammistöðu fyrirtækis er arðsenti eigin fjár. Hann segir til um það hversu mikið bætist við eign hluthafanna í fyrir- tækinu. Þessi mælikvarði sýnir í raun ávöxtun þess fjár sem bundið er í fyrir- tækinu. Notað er síðasta reikningsár. Aðferðafræðin Þegar búið er að reikna út mælikvarð- ana átta hjá fyrirtækjunum er þeim raðað upp eftir árangri. Efstu 20 prósentin fá einkunnina A, næstu 20% fá einkunn- ina B o.s.frv. Það eru því fjögur fyrirtæki sern fá einkunnina A, fjögur fá B, fjögur fá C, fjögur fá D en þrjú þau neðstu fá E. Niðurstöðurnar má sjá í töflu 1. Félög- unum er þar raðað upp í þeirri röð sem þau lenda í innbyrðis. Framhaldið Tyusiness Weekgengurenn lengra. Þeir £j vegasíðaneinkunnimarogmiðavið veltufyrirtækjanna. Tafla2 sýnirhvemig niðurstaðan varð afþví. Þessi viðbót virð- ist eiga illa við hér á landi því að það félag sem er í efsta sæti samkvæmt þessari aðferð er með þrjú B og fimm C en það sem er í áttunda sæti er með sjö A og eitt C. Munurinn á veltu þessara fyrirtækja er tæplega íjórfaldur. Af því má draga þá ályktun að þessi síðasta viðbót henti ekki mj ög vel í eins smáu úrtaki og hér er notað þar sem mikill ntunur er á veltu fyrirtækj a. V axtarmæl ikvarðar Aðferðir Business Week em miðaðar við að mæla vöxt fyrirtækjanna og er það rökstutt með því að fyrirtæki sem ná að vaxa em líklegri til að ná viðvarandi árangriþegartil lengri tímaer litið. Verð- Aðrir sálmar Tqjla 2. Röðun jyrirtœkja meö . aðferðum Business Week og veltu. Fyrirtæki Röð Röð N BIV Velta Eimskipalelag Islands Flugleiðir 1 2 2 1 Olíufélagið 3 3 SR-Mjöl 4 6 Haraldur Böðvarsson 5 9 lslandsbanki 6 7 Olíuverzlun íslands 7 5 Marel 8 10 Síldarvinnslan 9 11 Þormóður rammi 10 14 Skeljungur 11 4 Grandi 12 12 Útgerðarfélag Akureyringa 13 8 Vinnslustöðin hf 14 13 Skagstrendingur 15 15 Lyfjaverslun Islands 16 16 Hampiðjan 17 17 Jarðboranir 18 18 ^Sæplast 19 '9 ) mæti fyrirtækjanna fyrirhluthafa vex því aðeins að fyrirtækið nái að auka hagnað og arðsemi og slíkt gerist yfirleitt tneð því að ná vexti í sölu. Vaxtarmælikvarð- amir sýna einnig ef fyrirtækið er lagst í dvala eða sýnir litla tilburði til að bæta sig í síbreytilegu samkeppnisumhverfi. Business Week velur 50 bestu fyrirtækin úr hópnum hjá sér og þau sömu hafa náð ntun betri árangri á hlutabréfamarkaði en meðaltalið. Heimild: Business Week ' Vísbendingin ] r Itölvuheiminum er sífellt keppst við að auka hraða örgjörvanna sem tölvurnar nota. Intel örgjörvarnir eru nú komnir í 400 Mhz og þykir vist mörgum nóg um. Þessi hraði erþó ekki alltaftil hagsbóta. Þannig er það talið betra fyrir fistölvur að vera með 166 Mhz örgjörva en 233 Mhz örgjörva. Ástæðan er sú að sáhrað- virkari krefst aukins rafntagns og einnig þarf að grípa ti 1 annarra ráða við kæl ingu hans. Þetta þýðir að töl vur með hraðvirk- ari örgjörva þurfa þyngri straumgjafa og það er talið slæmt fyrir notendur. Ofgnótt Sá fjöldi skoðanakannana sem birtur var síðustu daga fyrirkosningarhefur vakið þær spurningar hvort þörf sé fyrir allt þetta talnaflóð. Tilgangurinn með skoðanakönnunum er ljós en þessi rnikla tíðni er farin að draga úr upplýsingagildi þeirra. Menn þurfa ekki aðeins að muna hvort það var prósentustiginu hærra eða lægra frá fyrri degi, sumar skoðanakann- anir em lengur í vinnslu en aðrar, skekkju- mörkin eru stundum gefin upp, stundum ekki, aðferðirnareru mismunandi, úrtak- ið er misstórt og svo framvegis. Frétta- menn gera svo mikið úr fylgissveiflum, mil I i hverfa, kynj a, a ldurshópa og I hei ld, þrátt fyrir að því fari fjarri að hreyfing- amarséutölfræðilegamarktækar.Frétta- stofa Utvarps tönnlaðist á því einn daginn að R-iistinn héldi forskoti sínu en mun- urinn minnkaði milli listanna. Hér fer eitt- hvað milli mála því forskot er einmitt munurinn ámilli keppinauta. Æsingurinn við að koma tölum á framfæri er svo mikill að íslenskan vefst fyrir fféttamönn- um ekki síður en tölfræðin. Dómur kjósenda Þegar þetta er skrifað, degi fyrir kosn- ingar, hafa ýmis umdeild mál komið upp. Forystumenn R-listans keppast til dæmis við að segja að hvorki þeir sjálfir, né þá kjósendur, séu færir um að dæma í þeim skattamálum sem um er deilt, það sé hlutverk til þess bærra yfirvalda. Að kosningunt loknum munu hinir sömu lýsa þvi yfir að nú hafi kjósendur fellt sinn dóm í málum þessum. Það er undarlegt hve álit á dómgreind kjósendagetur vaxið á einni nóttu. Knattspyrnuraunir Sj ónvarpsfréttir hafa verið undirlagðar afþví dag eftir dag að ekki hafi náðst samningar við þýska fyrirtækið sem hefúr einkarétt á útsendingum l'rá efstu deild knattspyrnunnar, Landsíntadei Idinni. Það hlýturaðvekjauppspumingarumsiðfræði í fjölmiðlun þegar fréttamönnum erbeitt á jafn gagnsæjan hátt til að auka þrýsting í samningaviðræðum eigendanna við selj- endur efnis. V._______________________________x Ætitstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri "ög' ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Mátfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Guteriberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án l^leyfis útgefanda._______ 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.