Vísbending


Vísbending - 24.09.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 24.09.1999, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 3) kröfur á ríkissjóð eða verið greidd teljist til útgjalda, hvernig sem skuldfærslu er háttað og hver sem mótaðilinn er. Aðeins með þeim hætti er öllu til skila haldið um hagsmunaleg skipti ríkissjóðs og efnahagsáhrif. Þetta var raunar þegar meginregla laga um fjárlög og ríkis- reikning frá 1966 þegar þau voru samræmd við þjóðhagsreikninga og peningaskýrslur. Fyrir stjórnsýslulega tregðu komu lögin þó ekki til fullra framkvæmda svo að þurft hefur að ítreka og fullmóta reglurnar. Sumir héldu við þá skoðun að einungis endanlega greiddartekjurog gjöld hefðu efnahags- áhrif, eða mest slík áhrif, og mátti að nokkru til sanns vegar færa þegar mönnum var gjarnara að ráðstafa að bragði þeim peningum sem þeir komu höndum yfir. Með fullþroska fjármagns- markaði er öldin önnur. ÖIl aukning eignar, sennilegra ævitekna og þar með lífeyris getur haft samsvarandi áhrif á neyslu og persónulega fjárfestingu og leitt til lántöku eða niðurrifs innstæðna fyrr og meir en ella. Með þessum veigamikla fyrirvara verður að taka þeirri staðhæfingu fjármálaráðherra að aðgerðir ríkissjóðs á formlegum lána- markaði hafi mest hagræn áhrif. Mest, en ekki öll. Og einmitt nú gengur sérfræðingum illa að skýra aukningu innflutnings og viðskiptahalla með almennri tekjuaukningu. Greinar- höfundur hefur í fyrri Vísbendingu (18. tbl. 1999) bent á eigna- og æviteknaáhrif sem hugsanlega skýringu við hlið tekju- þróunar er vonandi verka í eitt skipti fyrir öll. Hin gífurlega úthlutun lífeyrisréttinda gæti verið veigamikill þáttur þeirrar skýringar. Spuming fjármálaráðherra Fjármálaráðherra varpar í fyrirsögn Morgunblaðsgreinar sinnar 3. september fram spurningunni: „Rekstrarhalli og lánsfjárafgangur - fer það saman?“ Von er að spurt sé. Mitt svar við spurningunni er neitandi. Allt sem kemur í rekstur kemur fram gagn vart lánajöfnuði í víðum skilningi samkvæmt framangreindri meginreglu, þar á meðal lífeyrissjóðum. Lánajöfnuði er skipt í tvennt í ríkisreikningi, veitt lán ríkissjóðs og hreyfingar þeirra og tekin lán með niðurstöðu um lánsfjárþörf. Valin er sú undarlega uppstilling að færa lífeyris- skuldbindingar í fyrri deildina sem mótvægi gjaldfærslunnar, rétt eins og um endurgreiðslu láns sé að ræða, í stað þess að færast með teknum lánum. Á yfirliti 3 um skuldir og veitt lán er lífeyrisskuldbindingum sleppt en á efnahagsreikningi eru þær teknar sem skuldir í sérstökum flokki. Að þeim meðtöldum nema skuldir skv. yfirlitinu 363 milljörðum eða 62% af lands- framleiðslu en hrein skuld umfram lánveitingar 276 milljörðum eða 47% af landsframleiðslu. Hafa báðar stærðirnar hækkað talsvert að fjárhæð yfir árið en lækkað dálítið að hlutfalli. Meðan erfiðleikar steðjuðu að á undanförnum árum stunduðu hag- stofnanir að reikna og réttlæta ríkishalla með notkun hugtaksins fullatvinnuhalla sem var mun skárri en útkoman í reynd. Þetta hugtak virðist hafa gleymst nú, þegar dæmið snýr á hinn veginn, að jöfnuður við hugsað jafnvægisástand efnahagsmála væri mun óhagstæðari en reyndin. Beiting þessa hugtaks felur í sér að allur tekjuauki umfram þetta mark ætti að leggjast til hliðar til þess að bæta fyrir lausnum og leysa vanda framtíðar. Áður varð að vísu að leysa fortíðar- vanda kjara opinberra starfsmanna og er matsatriði hve mikill hann var og hvert færi var á lausn hans. Veilunum í lausn þess vanda ber að mæta opnum augum og ljúka honum að fullu samkvæmt framansögðu. (Framhald af síðu 1) málurn", sem gefin var út árið 1997 af Hagfræðistofnun Háskóla Islands í samvinnu við The Fraser Institute í Kanada, kemur fram að efnahagsfrelsið hér á landi hefur aukist verulega á síðustu fimmtán árum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd (Frjálsræði I). Ástæðurnar sem nefndar eru í skýrsl- unni eru: slakað hefur verið á gjaldeyris- höftum, vextir gefnir frjálsir og tollar og skattar hafa verið lækkaðir. Fraser-stofnunin hefur endurskoð- að mælikvarða sína í nýjum útreikn- ingum sem breytir þessari mynd örlítið (Frjálsræði II). Samkvæmtnýjumgildum hefur efnahagsfrelsið nær ekkert aukist allan þennan áratug og Island situr í 36. sæti á listanum þar sem Hong Kong trónir í því efsta. ísland fær 7,7 í einkunn af 10 mögulegum sem verður þó að teljast nokkuð gott. Það er þó ljóst að það er mikilvægt að hvergi verði slegið slöku við svo að lýðræðið og frjálsræðið fái að njóta sín þjóðinni til hagsældar. ( Vísbendingin ' í h Rétt eins og starfsmenn fyrirtækja vilja fá viðurkenningu, ábyrgð og virðingu frá vinnuveitendum er ekki óeðlilegt að þjóðfélagsþegnar vilji slíkt hið sama frá stjórnvöldum. Það grefur undan ofríki yfirvalda, þekking og reynsla fólksins skiptir sköpum. Hag- fræðingur að nafni Max Boisot stað- hæfir að frá 1929 til 1982 hafi menntun leitt af sér 30% af framleiðniaukningu Bandaríkjanna og aukin þekking um 60%. Sívirk menntun er því mjög mikilvægfrjálsræði, lýðræði og hagsæld. ISBENDING Aðrir sálmar f ' N Áfram Stoke! Fréttir af verðbréfamarkaðinum undanfarna mánuði hafa hrifið marga. Djarfhugafjárfestarhafa sveiflað um sig hærri fjárhæðum en nokkru sinni fyrr án þess að eiga þær. Sumir geta eignast öll þau fyrirtæki sem hugurinn girnist á augabragði, jafnvel þó að þeir geti ekki greitt smáreikninga nema eftir dúk og disk. Síðasta fréttin af þessu tagi um hóp aðila sem ætlar að kaupa enska knattspyrnuliðið Stoke, sem nú mun vera í 2. deild (í raun 3. deild eftir venjulegri talningu) þar ytra. Með útsjónasemi, liðsmannakaupum og almennilegum þjálfara ætla menn að koma liðinu í efstu deild á mettíma. Sú óvenjulega aðferð er notuð til þess að safna saman fjárfestum að birta útreikn- inga um arðsemi í DV, en þarkemur fram að menn muni sexfalda hagnað með því að ná settu marki á „eðlilegum" tíma. Sú niðurstaða fer í forsíðufyrirsögn meðan hinar ólíklegri leiðir sem gefa minni arðsemi eru sýndar inni í blaðinu. Islenskir fjárfestar vita að Guðjón er bestur og undir hans stjórn er það aðeins tímaspursmál hvenær Stoke verður Evrópumeistari. Leynisamningar netsíðu Mbl.is sagði 23.9.99: ,Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt því fram í gær að gerður hefði verið leynilegur samningur um að vinna að yfirtöku Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins þegar sparisjóðirnir seldu fjár- festingarfélaginu Orca S A í Lúxemborg hlut sinn í FBA fyrir milligöngu Kaup- þings. ... Davíð sagði að hagsmunir ríkisins og markmið stjórnarinnar hefðu verið sett í uppnám og bersýnilega verið „stefnt að því að gera afgangsbréf ríkisins eins verðlítil og vera kann með þessari gerð og þessum leynisamn- ingum.“ Hann kvaðst hafa talið að það væri sitt hlutverk að tryggja að slíkt næði ekki fram að ganga.“ I ljósi þessara orða forsætisráðherra er algerlega nauðsynlegt að Kaupþing hreinsi loftið með því annað hvort að birta „leyni- samninginn" eða staðfesta að hann sé ekki til. Verðbréfafyrirtæki getur ekki setið þegjandi undir slíkum ummælum. V J /Ritstjóm: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@tainakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.____________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.