Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 8

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 8
BURFELL KRAFTANLÆG Kraftstation Thjorsá Elv, Island Búrfell og Skeljafell af hreppnum fyrir 25 þúsund krónur. Til samanburðar má geta þess að árslaun ráðherra íslands voru þá 8.000 krónur, biskupinn yfir Islandi hafði 5.000 króna árstekjur og yfirlæknirinn á Kleppi 3.600 krónur. Jafnframt öflun vatnsréttinda, sem Einar Benediktsson annaðist einkum og gengu greiðlega fyrir sig, hófust mælingar í ánni sumarið 1915 undir yfirstjórn norska verkfræðingsins Gotfreds Sætérsmoens sem var sérfræðingur í vatnsaflsvirkjunum og kunnur maður í Noregi á sínu sviði. Meðal íslenskra verkfræðinga, sem unnu að þessu með honum, voru Sigurður Thoroddsen eldri, fyrsti íslenski verkfræðingurinn, og Benedikt Jónasson sem þá nýlega hafði látið af störfum sem bæjarverkfræðingur í Reykjavík. I september 1915 lét Gotfred Sætersmoen prenta skýrslu í Kristjaníu sem hann kallaði „Vandkraften ved Burfell i Thjorsa, Island". Hún varætluð stjórn og hluthöfum Titanfélagsins. Hann segist í skýrslunni hafa forystu fyrir norsk-íslenskum verkfræðingahóp sem kannað hafi vatnasvæði Þjórsár um sumarið. Sætersmoen kemst að þeirri niðurstöðu að hentugasti staðurinn til virkjunar í Þjórsá sé við Búrfell þar sem ná megi 125 metra falli á 14 kílómetra kafla. Hann segir að í ánni megi byggja 750.000 hestafla virkjun á þessum stað. Til þess að svo megi verða sé hins vegar nauðsynlegt að leggja járnbraut frá Reykjavík að Búrfelli, um 100 kflómetra leið, en hugsanlega megi leita eftir samvinnu við ríkisstjórn Islands um hana. Sætersmoen gerir ráð fyrir því að orkan úr væntanlegri virkjun verði að mestu leyti flutt til Reykjavíkur eða öllu heldur Skerjafjarðar þar sem góðar aðstæður eru fyrir hafnargerð og nægt landrými fyrir iðnað. Þar hafði Titanfélagið þá keypt allmikið land og minna nöfnin Fossagata og Þjórsárgata í Skerjafirði enn á þá staðreynd. Sætersmoen fullyrðir í skýrslu sinni að verðið á orkunni, eftir að hún er komin til Reykjavíkur, verði lægra en frá flestum af hagstæðustu virkjunum Noregs og mun lægra en frá öðrum virkjunum í Evrópu og Ameríku. Stjórn Titanfélagsins mat það svo að framtíðarhorfur félagsins á Islandi væru bjartar. Næstu tvö sumur, 1916og 1917, var haldið áfram uppmælingum í Þjórsá, samið við þekkta arkitektastofu í Kristjaníu um teikningar á mannvirkjum og við undirverktaka um úttekt og mat á einstökum verkþáttum. Hugmyndin var fyrst og fremst sú að nota orkuna í áburðarverksmiðju. Sumarið 1916 var Þjórsá skipt í þrjú svæði og stofnuð sérstök félög um hvert svæði. Orion h.f. var stofnað um Urriðafoss, neðsta fossinn í ánni, Sirius h.f. um Hestfoss og aðra staði um miðbik árinnar og Taurus h.f. um virkjun Tungnaár og miðlun við Þórisvatn. Félögin voru svo aftur sameinuð undir Titanfélaginu ári seinna. Þá var búið að leggja mikla vinnu og fé í undirbúning og miðað við það taldi stjórn félagsins litlar líkur á því að ríkisstjórn Islands hefði siðferðilegan rétt til að leggja stein í götu framkvæmda. Sýslunefndir Árnessýslu og Rangárvallasýslu lýstu sig fylgjandi framkvæmdum og í desember 1916 gaf Árnesingurinn Einar Arnórsson, ráðherra Islands, fyrirheit um að landstjórnin yrði hlynnt þeim. Agreiningur á Alþingi Ráðherrann var reyndar að láta af völdum þegar bréfið var skrifað og nokkrar blikur komnar á loft. Margir af helstu valdamönnum á íslandi höfðu horn í síðu Einars Benediktssonar fyrir ýmsar meintar sakir frá því allt fyrir aldamót og sumir lágu ekki á þeirri skoðun sinni að hann væri ótíndur braskari. Reynt var að þegja hann og athafnir hans í hel í íslenskum blöðum. Ekki var til dæmis minnst á Titanfélagið í þeim fyrr en 1917 en þá var það búið að starfa í þrjú ár. En þá brast líka stíflan og fossamálið varð helsta deilumál þjóðarinnar á næstu árum. Á Alþingi risu upp þingmenn og kröfðust þess í nafni þjóðarinnar að Islendingar hefðu óskoruð yfirráð yfir landi sínu og fossum. Það var ljóst af máli þeirra að þeir voru ekki tilbúnir að treysta útlendu fjármagni fyrir uppbyggingu í landinu. Á aukaþingi, sem sat yfir áramótin 1916 til 1917, flutti Gísli Sveinsson lögfræðingur, nýr þingmaður Vestur- Skaftfellinga, frumvarp á Alþingi urn að gera úttekt á sölusamningum um vatnsréttindi í almenningum og afréttum, sem nokkrir hreppar á Suðurlandi höfðu gert, og vildi láta rifta þeim ef þeir brytu í bága við rétt íandsjóðs. Gísli átti hér við fossakaup Einars Benediktssonar og félaga hans á afréttum Hreppamanna og Landmanna. Hann taldi að erlend yfirráð yfir vatnsföllum landsins ógnuðu beinlínis framtíðarsjálfstæði íslands. Nokkrir aðrir þingmenn urðu til að taka undir orð Gísla. I stað ráðherra Islands var nú komin til valda ný þriggja manna ríkisstjórn, fyrsta ráðuneyti Islands undir stjórn Jóns Magnússonar. Stóðu að henni þrír stærstu flokkarnir; Heimastjórnar- flokkur, Sjálfstæðisflokkur þversum og nýstofnaður Framsóknarflokkur. Heimastjórnarflokkurinn, sem hafði 15 þingmenn af 40, var eini flokkurinn af þessum þremur sem var fremur hlynntur 8

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.