Vísbending


Vísbending - 18.02.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.02.2000, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 18. febrúar 2000 7. tölublað 18. árgangur Velferðarríki Nýlega birti OECD-stofnunin tölur yfir skattbyrði í nokkrum löndum árið 1998. Ef lögð er saman heild- arskattbyrði (tekjuskattur, eignaskattur, söluskattur, skattur á fyrirtæki o.fl.) sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) kemur fram að þrjú af Norðurlöndunum tryggja sér þrjú efstu sætin, Svíþjóð er í því efsta (53%) og þar á eftir Danmörk og Finnland. ísland kemur nokkuð vel út í þessum samanburði, með 32,6% skattbyrði sem hlutfall af VLF (sjá töflu). Útgjöld hins opinbera hér á landi hafa aukist um 7% af VLF á síðustu þrjátíu árum (12% m.v. miðjan tíunda áratuginn). Tekjur hins opinbera sem hlutfall af VLF hafa verið nokkuð jafnar allan þennan áratug en útgjöldin hafa hins vegar lækkað hlutfallslega um leið og halla á fjármálum hins opinbera hefur verið útrýmt, að minnsta kosti til skamms tíma (sjá mynd). Bæði tekjur og útgjöld hins opinbera hafa þó vaxið allan þennan áratug, raunhækkun tekna er um 40% og gjalda um 24%. Ríkið hefur þess vegna verið að vaxa jafnt og þétt allan áratuginn, m.ö.o. er miðstýring enn að aukast þó að flestir hafi gefið tilheyrandi hugmyndafræði upp á bátinn í byrjun tíunda áratugarins. Útþensla ríkisins s Isjálfu sér er það mjög merkilegt að um leið og fólk er almennt sammála um að það sé rétt að minnka ríkisafskipti og auka frelsið á sem flestum sviðum (fyrir utan það sem heldur því enn fram að vitleysan frá Karl Marx hafi verið hagfræði) þá hefur ríkið þanist út. Þetta á ekki einungis við hér á landi því að almennt á Vesturlöndum hafa tekjur hins opinbera aukistum 10% af VLF á síðustu þrjátíu árum. Jafnvel á síðasta áratug þessarar aldar þar sem frelsinu var loksins víðast hvar fagnað og skilningur á markaðskerfinu var flestum ljós, jukust ríkisútgjöld nær alls staðar í stað þess að minnka. Pólitíska svarið við þessu er að kröfumar um aukna þjónustu og gæði hafa aukist með tíð og tíma. Hugsjónin er „hjálparhöndin" sem erþessi sýnilega hönd sem tekur frá einum til að færa öðmm. Flestir ef ekki allir em sammála því að mikilvægt er að til sé félagslegt öryggisnet sem tryggir möguleika til menntunar, heilbrigðisþjónustu, réttar- öryggis og atvinnu fyrir alla. Sumar framkvæmdir verða heldur ekki gerðar öðruvísi en með opinbem fé. Vanda- málið er hins vegar að aukningin stafar miklu frekar af þrýstingi sérhags- munahópa á stjómmálaflokka sem múta kjósendum með þeirra eigin fé með því að ausa því í sjóði og framkvæmdir til að afla sér vinsælda. Af svipuðum toga er vaxandi stofnanarekstur ríkisins sem felur í sér vandamál og sóun í stað þess að vera sú lausn og fyrirhyggja sem honum er ætlað að vera. Lionel Jospin reyndi t.d. að leysa atvinnuleysis- vandann í Frakklandi með því að bæta við 350 þúsund störfum hjá ríkinu (sem hafði í för með sér kostnað upp á 17 milljarða Bandaríkjadollara) árið 1998 þegar ljóst var að einkageirinn hefði getað skapað margfalt fleiri störf fyrir sömu fjárhæð. Verkefnaval ríkisins egar Friedrich Hayek hélt erindi í Reykjavík árið 1980 spurði Bjarni Snæbjörn Jónsson viðskiptafræðingur hann um ofsköttun í velferðarríkinu. Svar Hayeks er að mörgu leyti athygli- vert: „Eg hef þungar áhyggjur af of- sköttuninni, en ekki síðuraf því, að menn ræða fremur um skattheimtuna en verk- efnaval ríkisins, því að skattheimtan er ekkert annað en afleiðing af þessu verkefnavali. [...] Úrlausnarefnið er í raun og veru að fækka verkefnum ríkisins. Menn verða að skilja, að það er sjálfsblekking ein, að unnt sé að láta ríku mennina bera skattbyrðina, að unnt sé að finna „breiðu bökin“. Nú trúa flestir eða næstum því allir, að þeir geti fengið meira frá ríkinu en þeir láta til þess. En sannleikurinn er að sjálfsögðu sá, að ríkið gleypir svo mikið sjálft í rekstur sinn af því, sem til þess er látið, áður en það veitir nokkra þjónustu, að langflestir láta miklu meira til þess en þeir fá frá því.“ Það eru gömul sannindi að ríkið eigi ekki að vera að gera það sem aðrir gera jafnvel eða betur, sannindi sem engu að síður eru sjaldan í heiðri höfð. I staðinn er óhófleg skattpíning í nafni velferðar- kerfis sem fjötur um fót frelsis einstak- lingsins. Velferðarríkið er þó að mörgu leyti falleg hugmynd um föðurlega um- hyggju en verður yfirleitt kerfisleg sóun í framkvæmd. Endurskipulagning- ar velferðarkerfisins er þörf, sem er eitt helsta viðfangsefni Vesturlanda á nýrri öld, því að reynslan hefur sýnt að sama lögmálið gildir um „hjálparhöndina" og aðrar hendur, að sjálfs er höndin hollust. Þjóðarútgjöld og þjóðartekjur hins opinbera á íslandi frá 1970-2000 (% af VLF) 25,00 20,00 _ MTtDCOOW'ÍCDCD ........cocococococnCT>CT>CT>cn_ cncnoocnojojo) 0)0)0)0)ö)0)0)0 Skattbyrði') (% af VLF) \ Svíþjóð 53,0% Danmörk 49,3% Finnland 46,9% Belgía 46,3% Frakkland 45,2% Lúxemborg 45,1% Austurríki 44,3% Noregur 43,6% Ítalía 43,5% Holland 41,1% Pólland 40,0% Ungverjaland 39,0% Kanada 38,6% Bretland 37,6% Þýskaland 37,1% Portúgal 34,9% Sviss 34,8% Nýja-Sjáland 34,7% Spánn 34,2% írland 32,3% Tyrkland 29,8% Bandaríkin 29,8% Ástralía 29,6% Japan 28,8% Kórea 21,1% Mexíkó 15,5% „Velferðarríkið", fjár- ^ Gylfi Dalmann Aðalsteins- ^ í seinni grein sinni um t Valdasýki getur verið 1 magnað með skatttekjum, } son íjallar um gildi fyrir- -2 evruna fjallar Þorvaldur /| hættuleg fyrirtækjum og X hefur vaxið verulega á tækjasamningafyrirstarfs- *_) Gylfason um afstöðu eitrað út frá sér þegar til síðustu þrjátíu árum. menn og fyrirtæki. þjóða til evrunnar. lengri tíma er litið. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.