Vísbending


Vísbending - 07.04.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.04.2000, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnakagsmál 7. apríl 2000 14. tölublað 18. árgangur Sameiningarbylgja banka Ibyrjun aprílmánaðar var tilkynnt um samruna íslandsbanka og Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Hinn nýi sameinaði banki er með markaðs- verðmæti upp á 67 milljarða króna (m.v. 31/03), 19 milljarða veltu, eigið fé sem nemur 18,5 milljörðum og markaðshlut- deild sem er um 34% af heildarútlánum á bankamarkaðinum. Þessi sameining tveggja einkabanka hefur sett ákveðna pressu á ríkisbankana, Búnaðarbanka og Landsbanka, að sameinast og virðist fátt benda til annars en að sú verði raunin áður en árið er úti (sjá einnig 5. tbl. Vísbendingar - íslensks atvinnulífs). Þessi sameiningarbylgja á fjármála- markaði á íslandi er ekki einsdæmi því að það sama er að gerast úti um allan heim og er íslenska bankakerfið svifa- seint í þessum efnum frekar en hitt. Samrunabylgja Sameining í bankakerfinu á Islandi vakti ekki mikla athygli á hinum alþjóðlega bankamarkaði enda gerðust stórtíðindi í bankasameiningum í Evrópu á sama tíma þegar næststærsti smásölu- banki heimsins, HSBC Holdings í Bretlandi, keypti franskabankann Crédit Commercial de France. Það sem gerir þennan samruna, eða öllu heldur yfir- töku, athygliverða er að þetta er fyrsti Virði samruna og yfirtöku á Evru-svœðinu, Bandaríkjunum og Japan (í milljörðum Evra) stóri samruninn í Evrópu sem nær yfir landamæri. Það er helst að bankar á Norður- löndum hafi verið að pússa sig saman yfir landamæri, nú síðast þegar sænsk-finnski bankinn Merita Nordbanken keypti hinn danska Uni- danmark. Risasamrunar hafa hing- að til aðallega verið á milli banka innan sama lands. Japönsku bankarnir Bank of Japan, Dai-Ichi Kangyo Bank og Fuji Bank hyggjast sam- einast og verður hinn sam- einaði banki eignamesti banki í heimi með eignir upp á 1.270 milljarða Bandaríkja- dala. Að undanförnu hafa margir stórir samrunar átt sér stað í bankakerfum Evrópulanda, Banque Nationale de Paris keypti Pari- bas í Frakklandi, Royal Bank of Scot- land yfirtók National Westminster Bank í Bretlandi og svipaðir samrunar hafa einnig átt sér stað í Sviss, á Spáni og Ítalíu og víðar í Evrópu undanfarin tvö ár. Bandaríkin hafa leitt þessa samruna- byltingu í bankakerfinu sem nú er orðin að alþjóðlegu fyrirbæri. Árið 1990 var fjöldi banka í Bandaríkjunum um 12.230 __________________ en í lok árs 1998 voru þeir um 8.688 sem þýðir að þeim hefur fækkað um 29% á átta árum. Líklegteraðþeim muni fækka enn meira á næstu árum. Ríki Evr- ópu eru að búa til sameiginleg- an fjármálamark- að og standa þau frammi fyrir því að fjöldi banka í Evrópu á hvern einstakling er helmingi meiri en í Bandaríkjun- Tíu stœrstu smásölubankar í heimi (eftir markaðsvirði (31/03/00)) í milljörðum Bandaríkjadala Banki Land Ma.$ Citigroup USA 201,6 HSBC/CCF* Bretl./Frakkl. 114,0 Fuji/DKB/IBJ* Japan 89,3 BankAmerica USA 87,3 Sakura/Sumitomo* Japan 77,8 Chase Manhattan USA 71,3 Bank of Tokyo/Mitsubishi Japan 66,8 Wells Fargo USA 66,1 Deutsche/Dresdner* Þýskaland 61,9 Sanwa/T okai/Asahi* Japan 59,5 Ekki búið að samþykkja samruna enn. Samruniþýsku bankanna Deutsche Bank og Dresdner Bank hefur að öllum líkindum verið sleginn af. um. Enda má sjá á meðfylgjandi mynd að virði samruna í evru-löndum var mun meira en í Bandaríkjunum á síðasta ári og virði samruna í Japan jókst einnig. I Drifkrafturinn grófum dráttum hefur ferli sameininga verið þetta: i) Stór fjármálafyrirtæki kaupa minni fjármálafyrirtæki í sama landi; ii) fjármálafyrirtæki af svipaðri stærð, innan sama lands, sameinast; iii) stór fjármálafyrirtæki í einu landi kaupa minni fjármálafyrirtæki í öðru landi; iv) fjármálafyrirtæki af svipaðri stærð frá ólíkum löndum sameinast. Opinbera ástæðan fyrir samrunum banka er sú sama og í öllum samrunum, að auka hagkvæmnina. Árangurinn er þó ekki alltaf sá sem vonast hafði verið til. í nýlegri könnun Bank for International Settlements (BIS) kom fram að í tólf löndum hefði arðsemi í bankageiranum minnkað þrátt fyrir bylgju samruna. I niðurstöðum könnunarinnar segir að of mikið sé um yfirborganir í sameining- um og menn vanmeti kerfisbundið vandamálin sem fylgja sameiningu tveggja fyrirtækja. Orsakir samrunabyltingarinnar eru oftast nefndar þessar: tækniframfarir, (Framhald á síðu 4) 1 Mikið hefur verið um sameiningar banka bæði hér á landi og erlendis að undanförnu. 2 Viðskiptavinastjómun er eitt af nýju hugtökunum í viðskiptafræðinni sem er mikilvægt að þekkja. 3 Tómas Örn Kristinsson, rekstrarhagfræðingur, fjallar um dulritun og rafrænar undirskriftir. 4 Athugasemd barst Vís- bendingu vegna greinar Þórólfs Matthíassonar sem birtistí 11. tbl.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.