Vísbending


Vísbending - 14.04.2000, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.04.2000, Blaðsíða 2
ISBENDING Peningar og verðbólga Þorvaldur Gylfason prófessor Peningar eru smurolía efnahags- lífsins. Hagkerfi án peninga (þ.e. vöruskiptakerfi) er eins og olíu- laus vél og getur ekki skilað árangri. Lenín lét sig dreyma um þess háttar hagkerfi, af því að hann vissi ekki betur: hann hafði ekki lesið (eða að minnsta kosti ekki skilið) verk klassísku hag- fræðinganna. Seðlabankastjóri Rússlands átti við öndverðan vanda að etja fyrir nokkrum árum: hann skildi ekki, að of mikil peningaprentun leiðir ævinlega til verðbólgu. Jeffrey Sachs, hagfræði- prófessor á Harvard, segir sögu af því, þegar hann reyndi að koma banka- stjóranum í skilning um þetta alkunna samhengi. Hann sat yfir bankastjóran- um í hálfa aðra klukkustund og kom síðan út af fundinum í öngum sínum og sagði: „Hann náði því ekki!“ Banka- stjórinn var haldinn þeirri meinloku, að peningaprentun handa ,,góðum“ fyrir- tækjum myndi örva framboð að minnsta kosti jafnmikið og eftirspurn, svo að peningaprentunin myndi þá draga úr verðbólgu, ef eitthvað væri. Og hann var svo viss í sinni sök, að hann prentaði peninga handa þessum ,,góðu“ fyrir- tækjum í stórum stíl, og verðbólgan rauk náttúrlega upp úr öllu valdi. Hann hrökklaðist burt úr bankanum, en er nú reyndar kominn þangað aftur, reynsl- unni rikari. Smurolía hagkerfisins Ein helzta ástæða þess, að verðbólga er óæskileg, er einmitt sú, að verð- bólga rýrir verðgildi peninga og refsar mönnum með því móti fyrir að hafa handbært fé til að greiða fyrir framleiðslu og viðskiptum. Verðbólga dregur því úr eftirspurn fólks og fyrirtækja eftir pen- ingum, svo að efnahagsvélin er þá vansmurð og byrjar að hökta. Stöðugt verðlag varðveitir verðgildi peninga, svo að menn sjá sér þá hag í því að smyrja efnahagslífið eftir þörfum. Tökum dæmi. Bóndi notar dráttarvél og þarf að hafa handbært fé til að halda henni gangandi: til að kaupa eldsneyti og varahluti, sem ganga úr skaftinu. Nú rýkur verðbólgan upp á við, svo að bóndinn sér sér þá hag í að kaupa sér sjónvarpstæki frekar en að láta reiðufé sitt brenna á verðbólgubálinu. Næst, þegar varahlutur gefur sig í dráttar- vélinni, á bóndinn ekki laust fé til að kaupa nýjan hlut í vélina og verður því að leggja henni. Þannig stendur á dauðum dráttarvélum úti um allar jarðir í löndum, þar sem verðbólga er mikil. Þetta er sem sagt dæmi um það, hvemig verðbólga getur raskað framleiðslu og spillt hagvexti, af því að hagkerfið vantar smurolíu. Peningamagn í umferð Hversu vel hagkerfið er smurt, má ráða af því, hversu mikið peninga- magn er í umferð miðað við landsfram- leiðslu. Sé hlutfall peningamagns og landsframleiðslu lágt, eins og raunin er víða í þróunarlöndum, meðal annars vegna þess, að verðbólgan þar er yfirleitt mikil miðað við önnur lönd, þá verður gróskan í efnahagslífinu minni en ella fyrir vikið. í iðnríkjum er peningahlutfallið á hinn bóginn yfirleitt nokkuð hátt og hefur farið hækkandi undangengna áratugi. Framþróun heil- brigðs efnahagslífs lýsir sér meðal annars í meiri notkun peninga þrátt fyrir tilurð krítarkorta og annarrar nútíma- greiðslumiðlunar. Mynd 1 sýnir, að hlutfall peninga- magns í víðum skilningi (M,) og lands- framleiðslu er yfirleitt á bilinu 50-70% í Evrópulöndum: það nær frá rösklega 50% í Finnlandi og Noregi upp undir 70% í Frakklandi og Danmörku. Sviss sker sig úr: þar er peningahlutfallið næstum 140%, enda hefur verðbólga þar í landi nánast engin verið undanfarna áratugi. I löndum, sem mikil verðbólga hefur herjað á, er peningahlutfallið yfir- leitt miklu lægra. Rússland og Argentína eru dæmi um þetta, svo sem sjá má neðst á myndinni. Þar getur það tekið almenn- ing langan tíma að byrja að treysta peningum, úr því að stjórnvöld fyrir- gerðu því trausti með því hleypa verð- bólgunni upp úr öllu valdi. Peninga- hlutfalliðhérheimaeraðvísumikluhærra en í Rússlandi og Argentínu og öðrum miðlungs- og lágtekjulöndum, en samt mun lægra en annars staðar í Evrópu. Þetta er arfur verðbólgunnar frá fyrri tíð og heldur aftur af hagkvæmni í þjóðar- búskap okkar íslendinga. Peningahlutfallið Verðbólga dregur úr eftirspum eftir peningum, eins og reynsla fjöl- margra landa víðs vegar um heiminn vitnar um. ísland er engin undantekning frá þessari reglu. Mynd 2 sýnir annars vegar hlutfall peningamagns í umferð (M3) og landsframleiðslu og hins vegar verðbólgu (hækkun neyzluvöruverðs á ári) síðan 1966. Peningahlutfallið var nálægt 40% á sjöunda áratugnum, en hrundi síðan niður í 20% af völdum verðbólgunnar á áttunda áratugnum. Þegar verðbólgan hjaðnaði á ný, byrjaði peningahlutfallið aftur að hækka, en það hefur þó ekki enn komizt upp fyrir 40%. Síðustu ár hefur peningahlutfallið raunar staðnað eða jafnvel lækkað, væntanlega vegna aukinnar verðbólgu síðan 1994. Aukin peningaprentun er ekki vænleg leið til þess að hækka peninga- hlutfallið. Það stafar af því, þótt undar- legt megi virðast, að aukning peninga- magns kyndir undir verðbólgu og dreg- ur þannig úr eftirspum eftir peningum. Vænlegasta leiðin til að auka hlutfall peningamagns og landsframleiðslu til langframa og greiða með því móti fyrir framleiðslu og viðskiptum er þvert á móti að gæta aðhalds í peningamálum til að halda verðbólgu í skefjum. Þannig helzt hagkerfið vel smurt, vex og dafnar. Mynd 1. Peningamagn sem hlntfall af landsframleiðslu 1997 (%) Mynd 2. Peningamagn og verðbólga á Islandi 1966-2000 (%) Sviss Japan Danmörk Frakkland Þýzkaland Bretland Noregur Finnland Island Argentína Rússland □ Peningahlutfall 0 Verðbólga I ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.