Vísbending


Vísbending - 28.04.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 28.04.2000, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) fram í afdráttarlausum ummælum Gyð- ingsins Shylocks í leikriti Shakespeares, Kaupmanninum í Feneyjum: „Ég vil semja við ykkur, kaupa við ykkur, ganga með ykkur, ræða við ykkur, og allt það; en ég vil ekki snæða með ykkur, drekka með ykkur, né biðja með ykkur. Hvað er að frétta úr kauphöllinni?\“ Aðalatriðið er það að siðferði mark- aðarins er einmitt raunhæft af því að það er lágmarkssiðferði. f samskiptum fólks sem deilir sögu og samvitund getur kröfuharðara siðferði vissulega átt við. (Framhald af síðu 2) •koma inn á húsnæðismarkaðinn eða fólksflutningar innan landsins munu því hæglega geta haft sömu áhrif og aflahrotur höfðu áður. En almennt séð munu raunverulegar framboðsaðstæð- ur á hverju tímabili hafa minni áhrif en áður á eftirspurn heimila og fyrirtækja en væntingar um framtíðina skipta meira máli. Bjartsýni getur því leitt til upp- sveiflu þrátt fyrir að útflutningstekjur standi í stað og svartsýni til samdráttar á tímum útflutningsaukningar vegna þess að landsmenn geta tekið lán til þess að jafna vænta neyslu á milli tímabila. Ef væntingar fólks ganga eftir ætti eftirspurn að verða jafnari. Hins vegar hafa kenningar um hjarðarhegðun (e. herding) og eignaverðsbólur (e. asset bubbles) orðið æ áhrifameiri meðal hagfræðinga. Sú skoðun er viðurkennd að væntingar geti gengið afvega og verið raunverulegur orsakavaldur að þenslu eða niðursveiflum. Þess vegna er líklegt að eftirspurnarskellir verði fyrirferðar- meiri í framtíðinni en nú, jafnframt því sem frjálst fjármagnsflæði gerir hagstjórnaraðgerðir tvíeggjaðar. Peningamálastefnan egar hagkerfið tengist erlendum fjármagnsmörkuðum sterkari bönd- um verður æ erfiðara fyrir yfirvöld hérlendis að fylgja sjálfstæðri vaxta- stefnu og aðaláherslan verður á að halda genginu stöðugu. Gengishliðranir eru þó til þess fallnar að skapa óstöðug- leika, sérstaklega þar sem þær verða fljótlega væntar ef forgangsröð efna- hagsmarkmiða hjá stjórnvöldum er stöðug og peningamálastefnan því samkvæm sjálfri sér (e. consistent). Almenningur ber þá kennsl á þær að- stæður sem gætu framkallað gengis- fellingu og bregst við með þ ví að hamstra innfluttan varning eða kaupa erlendar eignir. Einnig setur strik í reikninginn að erlendar skuldir Islands voru um 65% af landsframleiðslu á síðasta ári og hafa farið ört vaxandi. Eftirþví sem skuldirnar aukast og vaxtagjöld af þeim hækka mun hagkerfið verða háðara innstreymi á erlendu fjármagni og gengi krónunnar Þar fær náungakærleikurinn þrifist af því að fólkið er einmitt náungar hvert annars. En í samskiptum fólks í fjarlæg- um heimshornum sem þekkir ekki hvert annað og hefur því enga samúð hvert með öðru verður matarástin líklega að nægja. Menn verða að minnsta kosti sjaldnast fyrir vonbrigðum með hana, eins og Örn Amarson yrkir: Vinsemd brást og bróðurást, breyttist ást hjá konum. Matarást var skömminni skást, sjaldnast brást hún vonum. veikara. Gengishliðranir munu hafa aukaverkanir sem felast í breytingum á eignastöðu þeirra aðila sem hafa opna erlenda skuldastöðu. Jafnvel er hægt að sjá fyrir sér að gengisfelling valdi samdrætti og geti dýpkað efnahags- lægðir ef hreinar erlendar skuldir íslenskra fyrirtækja eru mjög háar. Til viðbótar þessu kemur svo spákaupmennska og spurningar um trúverðugleika eða traust landsmanna á genginu. Jafnvel þótt pólitísk óvissa minnkaði og Seðlabanki Islands fengi sjálfstæði geta landsmenn ekki einhliða komið fram með trúverðugleikakvaðir (e. credibility mechanism) sem tryggja öryggi í peningamálum með óvefengj- anlegum hætti. Islenska hagkerfið er aðeins lítill depill í fjármálakerfi heimsins þar sem stríðir fjármagnsstraumar eiga í litlum vandræðum með að sökkva stórum seðlabönkum með digra gjald- eyrissjóði. Það er erfitt að sjá að Seðla- banki Islands fái mikið við ráðið t.d. ef fjármagn tekur að streyma úr landi, þó að bæði vilji og skýr markmið séu fyrir hendi. Til framtíðar Iheild tekið mundi það ekki koma sér illa fyrir hagfræðiumræðu hérlendis að líta frekar til framtíðar en aftur á veginn. Það er t.d. vafamál hversu hag- rannsóknir á sögulegum útflutnings- skellum hafa mikið gildi fyrir mótun framtíðarstefnu eða mælingar á sam- hverfni við önnur hagkerfi út frá þeim. A síðasta áratug hafa einfaldlega orðið of margar kerfisbreytingar og núverandi góðæri er lýsandi dæmi um þær breyttu aðstæður sem hafa skapast. Umbætur eru nauðsynlegar á núverandi peninga- málastjórnun til þess að minnka þjóð- hagslegan kostnað samfara sjálf- stæðum gjaldmiðli, t.d. þyrfti að taka upp verðbólgumarkmið og auka sjálf- stæði Seðlabankans. En samt munu þessar stofnanaumbætur ekki breyta heildarmyndinni. Þegar til framtíðar er litið mun draga stórum úr mikilvægi sjávarútvegs fyrir íslenskar hagsveiflur og gömlu rökin fyrir tilvist íslensku krónunar verða jafnframt haldlítil. Aðrir sálmar : \ Rólegir dagar á Kanarí Islenskir fjárfestar hafa á undanförnum árum verið að kynnast unaðssemdutn þess að festa fé í hlutabréfum erlendis þar sem vísitalan hefur hækkað og hækkað og hækkað enn meir. Fjárfestar hafa því óhræddir farið í fríið, vitandi vits að peningamir vinna fyrir þá. Þeir sem þessa dagana eru að koma heim frá Flórída og Kanarí geta rennt yfir fréttayfirlitið á vef Viðskiptablaðsins: Nasdaq lækkar Hlutabréf í Bandaríkjunum hafa lækkað verulega í dag. Það sem af er hefur Nasdaq-vísitalan lækkað um 5,45% en Dow Jones hefur nánast staðið í stað. Viðskiptablaðið. Mán. 24. apr. 16:42. Nasdaq lækkaði um 4,5% Hlutabréf á Nasdaq markaðnum í Bandaríkjunum lækkuðu almennt í verði f gærkvöldi en hlutabréf tæknifyrirtækja lækkuðu almennt í verði. Viðskiptablaðið. Þri. 25. apr. 08:41. Nasdaq hefur hækkað um tæp 4% í dag Hlutabréf í Bandaríkjunum hafa tekið nokkuð hressilega við sér. Viðskiptablaðið. Þri. 25. apr. 17:51. Nasdaq á mikilli siglingu Nú klukkan 20 að íslenskum tíma loka hluta- bréfamarkaðir í Bandaríkjunum. Framan af degi hækkaði Nasdaq-vísitalan nokkuð en undir lokun markaða tók hún verulegan kipp og nemur hækkun dagsins tæpum 7%. Viðskiptablaðið. Þri. 25. apr. 20:13. Nasdaq réttir enn úr kútnum Hlutabréfavísitala Nasdaq tók kipp við lokun markaða í gær og var hækkunin sú næsthæsta frá upphafi. Viðskiptablaðið. Þri. 25. apr. 23:14. Methækkun á Nasdaq Bandanskhlutabréfhækkuðuhressilegaígærkvöldi. Viðskiptablaðið. Mið. 26. apr. 08:20. Ekkert lát á lækkunum HlutabréfavísitalaíBandaríkjunumféllánýjan leik við lokun markaða í kvöld. Viðskiptablaðið. Mið. 26. apr. 22:11. Lækkun í Bandaríkjunum Hlutabréf lækkuðu í verði í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Viðskiptablaðið. Fim. 27. apr. 08:30. og loks Lækkun í Bandaríkjunum Hlutabréf lækkuðu í verði í Bandaríkjunum í morgun um 1,5% en fregnir af vaxandi verðbólgu og hugsanlegar vaxtahækkanir hafa ýtt undir ótta um versnandi stöðu f efnahagslífinu. New York Times. Fim. 27. apr. 14:30. En svo til þess að hrella menn ekki um of þá var Nasdaq-vísitalan í um 3.400 mánudaginn 17.4 en er í 3.575 fimmtu- daginn 27.4. Þeir sem ekkert hafa fylgst með sjá því 5% hækkun og gátu því eftir allt sofið vært í fríinu. En sú hækkun getur verið horfin þegar menn lesa þetta! V J /Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.