Vísbending


Vísbending - 26.05.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.05.2000, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 26. maí 2000 21. tölublað 18. árgangur í öræfum áhættunnar Nýlega hélt Útflutningsráð ís- lands fund þar sem fjallað um hvernig hægt væri að auka útflutning frá íslandi. Tilefnið er ærið, viðskiptahalli er mikill (sama hvaða uppgjörsaðferðir eru notaðar) og út- flutningur virðist ætla að verða á bilinu 22-26% af VLF á næstu árum, ef marka má síðustu ár, en fyrir lítið hagkerfi eins og það íslenska er jafnan talið að útflutn- ingur þyrfti að vera þó nokkuð meiri. Leiðin að auknum útflutningi er þó ekki fólgin í því að taka mikla áhættu. Spilling Síðustu þrjú ár hefur OECD reiknað út og birt tölur, eða „einkunnir", um spillingu. Þessi einkunnargjöf gefur ágæta mynd af því við hverju má búast í ólíkum löndum. A meðfylgjandi töflum þýðir einkunnin 10, sem Danmörk fær, að þar sé nær engin spilling en spillingin grasserar í þeim löndum sem prýða botnsætin, eins og í Nígeríu og Kamerún. Island kemur vel út úrþessari einkunnar- gjöf með einkunnina 9,2 og situr í 5.-6. sæti, ásamt Kanada. Þó að svona ein- kunn sé góð fyrir þjóðfélagið þá getur hún gert útflytjendur bláeyga fyrir þeirri spillingu sem ríkir á öðrum mörkuðum en í heimalandinu. Satt að segja hafa íslenskir útflytjendur oft á tíðum gróf- lega vanmetið þá áhættu sem fylgir því að fara á fjarlæga markaði þar sem innri uppbygging efnahagskerfisins ræðst oft af öðrum lögmálum en þeir þekkja. Skreiðarsamlagið fór t.d. illa út úr við- skiptum sínum við Nígeríumenn og upphafið á endalokum íslenskra sjávar- afurða má rekja til viðskipta í Kamtsjakta í Rússlandi. Erfitt en ekki ómögulegt Islendingar hafa lengi stundað útflutn- ing til Rússlands, sem er mikið spillingarbæli skv. einkunnagjöf OECD, þó svo að útflutningur þangað hafi minnkað verulega á síðustu árum vegna efnahagskreppunnar þar í landi. Engu að síður fluttu Islendingar út vörur þangað fyrir 421 milljón króna á síðasta ári. Önnur lönd sem fá lága einkunn eru ekki mikilvæg útflutningslönd fyrir Islendinga. Þó var flutt út fyrir 1 milljón til Ekvador, 5,4 milljónir til Kenía, 0,8 milljónir til Tansaníu og 14 milljónir til Indónesíu á síðasta ári. Nígería, sem er eitt mesta spillingarbæli heimsins, er hins vegar eini markaðurinn fyrir herta þorsk- hausa frá Islandi og voru vörur fyrir 992 milljónir að verðmæti fluttar þangað út á síðasta ári (98% var hertir þorskhaus- ar), en það samsvarar 0,7% af verðmæti heildarvöruútflutnings síðasta árs. Eftir að SIF yfirtók Skreiðarsamlagið fyrir fimm árum hefur fyrirtækinu tekist að tryggja að þessi viðskipti gangi nokkuð snurðulaust fyrir sig. ✓ I sinni villtustu mynd Arið 1992 lét Útflutningsráð gera athugun á Kamtsjatkasvæðinu . Sá sem fór fyrir þeirri athugun sagði síðar í viðtali að þar væri „kapítalisminn í sinni villtustu mynd“. Það kom líka á daginn þegar IS hóf samstarf sitt við rússneska fyrirtækiðUTRFþarílokárs 1995.Mútur og spilling voru fastur hluti af kerfinu og allt var til sölu hvort sem menn áttu það eða ekki. IS-menn reyndu að breyta kerfinu með því að hætta greiða mútur en fengu bágt fyrir. Engu að síður er talið að ÍS hafi greitt 7% af sölutekjum fyrir afurðir í „þróunarsjóð“ til stjórnenda UTRF, sem aldrei spurðist meira til. Þetta er í sjálfu sér eðlileg tala þar sem skv. rannsóknum Alþjóða- bankans árin 1998 og 1999 þá fóru almennt 7% af tekjum fyrirtækja í Albaníu og Lettlandi og 15% tekjum fyrirtækja í Georgíu í mútur. Samstarfinu á milli ÍS og UTRF lauk með sviplegum hætti þegar rússneska fyrirtækið rifti samn- ingum við IS einhliða og olli þar með IS verulegu tjóni. Þegar best lét, árið 1996, þá voru tekjur IS af útflutningi til Kamtsjatka um 276 milljónir króna og hagnaður fyrir- tækisins náði hámarki það ár, eða um 160 milljónum króna. Áhættusöm svæði geta því skilað miklum gróða. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum skilaði Afríkusvæðið mestri arðsemi allra Spilling landa, 20 óspilltustu og spilltustu lönd lieims Danmörk 10,0 80 Armenía 2,5 2 Finnland 9,8 Bólivía 2,5 3 Nýja-Sjáland 9,4 82 Ekvador 2,4 Svíþjóð 9,4 Rússland 2,4 5 Kanada 9,2 84 Albanía 2,3 ísland 9,2 Georgía 2,3 7 Singapúr 9,1 Kasakstan 2,3 8 Holland 9,0 Kirgisistan 2,2 9 Noregur 8,9 Pakistan 2,2 Sviss 8,9 Úganda 2,2 11 Lúxemborg 8,8 90 Kenía 2,0 12 Ástralía 8,7 Paragvæ 2,0 13 Bretland 8,6 Júgóslavía 2,0 14 Þýskaland 8,0 93 Tansanía 1,9 15 Hong Kong 7,7 94 Hondúras 1,8 írland 7,7 Úsbekistan 1,7 17 Austurríki 7,6 96 Aserbaídsjan 1,7 18 Bandaríkin 7,5 Indónesía 1,7 19 Síle (Chile) 6,9 98 Nígería 1,6 20 Israel 6,8 99 Kamerún 1,5 landsvæða heimsins að meðaltali af beinni erlendri fjárfestingu frá 1991- 1997. Arðsemin liggur fyrst og fremst í ódýrum aðgangi að náttúruauðlindum, sem krefjast mikilla fjárfestinga til þess að hægt sé að vinna þær, og ódýru vinnuafli. I Kamtsjatka vantaði rúss- neska fyrirtækið fjármagn sem IS gat útvegað í staðinn fyrir aflahlutdeild. Á móti kemur að áhættan í mörgum af þessum ríkjum er mikil fyrir utan hefð- bundna viðskiptaáhættu, s.s. pólitísk áhætta að fyrirtæki verði tekið eignar- töku eða starfsmenn hreinlega myrtir. Erlend olíufyrirtæki í Alsír eyða t.d. sem nemur 8-9% af fjármagni sínu í örygg- isvamir og í 4-5% í Kólumbíu skv. tíma- ritinu Economist. Gull eða glópagull Oft er freistandi fyrir fyrirtæki að fara á ókunnar slóðir þar sem von er á gulli og grænum skógum en það getur hins vegar reynst dýrkeypt. Fyrirtæki verða með öllum tiltækum ráðunt að tryggja sig fyrir þeirri áhættu sem þar er að finna. Best er þó að leita sér nær og finna traustan grundvöll til þess að byggja upp erlend viðskipti í stað þess að elta gullið í blindni. Sjaldnast eru slík ævintýri þess virði að farið sé út í þau og alls ekki ef ævintýrin eru svo mikil að þau geti dregið fyrirtæki til dauða. Þá er nú betur heima setið en af stað farið. 1 Það er tvennt ólíkt að starfa þar sem spilling ræður ríkjum og þar sem hún vart þekkist. 2 Virgin-fyrirtækið hefur búið til skapandi andrúms- loft til þess að koma á fót nýjum fyrirtækjum. 3 Þorvaldur Gylfason pró- fessor gerir tillögu að því hvemig hægt væri að flokka stjómmálaflokka í 4 annað en hægri og vinstri flokka. Hann flokkarþá með hliðsjón af réttlæti og hagkvæmni. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.