Vísbending


Vísbending - 21.07.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.07.2000, Blaðsíða 1
ISBENDING 21. júlí 2000 29. tölublað V i k ii r i t u m viðskipti og efnahagsmál 18.árgangur Félagsauður - gleymd gullnáma Auður getur birst í mörgum myndum. Upphaflega var náttúruauður gulleggið sem allir vildu eiga en mannauður, sem er sá auður sem er fólginn í þekkingu og getu einstaklinga, hefur í auknum mæli verið viðurkenndur sem mikilvægasta auð- lind þjóða og fyrirtækja. Félagsauður er annars konar auður sem hefur fengið aukna umræðu enda hefur hann bæði mikilvægt gildi fyrir lýðræði og hagsæld þjóða og ekki síður árangur fyrirtækja. Hagsæld og hagræði Hugtakið félagsauður (e. social capital) hefur ekki verið mikið í umræðunni hér á landi. Það er þó mikilvægt að þekkja þessa auðlind því þó að erfitt sé að mæla áhrif félags- auðsins á auðlegð þjóðar benda flestar rannsóknir til þess að um mikilvæga auðlind sé að ræða. Félagsauður hefúr verið skilgreindur af Francis Fukuyama sem óformleg gildi sem fólk hefúr tamið sér og ýta undir samstarf rnilli tveggja eða fleiri einstaklinga. Gildi sem þama eru ámeðal eru: hreinskilni, áreiðanleiki, ábyrgðarkennd o.fl. Meginþátturinn er traust manna á milli og hversu almennt þetta traust er. Hugmyndin er sú að félagsmenning, þ.e. þátttaka í félögum og samtökum sem kenna fólki fyrmefnd gildi, leiði til þess að fólk lærir að umgangast hvert annað og treysta hvert öðm og skilji meðvitað og ómeðvitað hvemig á að vera virkur þjóðfélagsþegn (sjá einnig umræðuna um trúmál í 28. tbl.). Upphafið á umræðunni um félags- auð má sennilega rekja til Alexis de Tocqueville og rannsókna hans á amerískri félagsmenningu um miðja 19. öld. Þar benti hann á gífúrlegt mikilvægi félagasamtaka ýmiss konar fyrir sam- félagið sem heild. Seinni tímarannsóknir hafa sýnt að það er náið samband á milli hversu mikil þátttaka fólks er í félaga- samtökum og hvemig þjóðfélagi vegnar. Robert D. Putnam lýsir rannsókn sinni á ólíkum hémðum á Ítalíu í bókinni Making Democracy Work. Þar kemur fram að félagsmenning er mun minni á Suður- en Norður-Ítalíu sem endur- speglast í miklum mun á árangri héraðs- stjórna. Því meiri sem félagsmenningin er því betur vegnar héruðunum. Francis Fukuyama hefur gert svipaða rannsókn og borið saman þjóðir. Niðurstöðurnar birtir hann í bók sinni Trust. Þar segir hann að mikil tengsl séu milli félagsmenn- ingar og hagsældar hjá þjóðum. Banda- ríkin, Þýskaland og Japan hafi öll mikla félagsmenningu en ekki Kína, Rússland, Ítalía og Frakkland. Þetta endurspeglast svo í hagsæld þjóðanna þar sem þeim fyrrnefndu hefur vegnað mun betur. Stefán Olafsson, prófessor í félags- vísindum við Háskóla Islands, stað- festir þetta í bók sinni Hugarfar og hag- vöxtur en þar sýnir rannsókn hans á fimmtán OECD-ríkj um að j ákvæð tengsl eru á milli félagslyndis og hagsældar. Félagsauður tengist bæði viðskipta- og hagfræði á ýmsa vegu. í stofnana- hagfræðinni hefur traust t.d. fengið mikla umfjöllun sem hluti af kenningum um viðskiptakostnað. Því meira traust ríkir milli fólks því minni er viðskipta- kostnaðurinn sem kemur fram t.d. í samningagerð. Traust hefur áhrif innan fyrirtækis, hvernig starfsmenn vinna saman og hvernig þeir vinna fyrir fyrir- tækið. I rannsóknum á þekkingar- og lærdómsfyrirtækjum hefur það komið í ljós að það er ekki síður mikilvægt að rækta félagsauðinn en mannauðinn þar sem samvirkni fólks er það sem gerir fyrirtæki samkeppnishæft. Traust hefur einnig áhrif á samstarf milli fyrirtækja, þettamámerkjat.d. áþví hversu auðvelt hefur verið fyrir japönsk fyrirtæki að vinna saman á samatíma og Italir vinna hver í sínu homi. Loks má skoða traust á milli fyrirtækis og neytenda sem kemur m.a. fram í tryggð við vörumerki. I samfélögum þar sem félagsmenning er mikil er mun líklegra að viðskiptakostnaðurinn verði minni en ella og þ.a.l. er félagsauðurinn meiri. Minnkandi auður? r Ibók Stefáns Olafssonar kemur fram að ísland mælist meðal þeirra þjóða sem hafa hvað sterkasta félagsmenn- ingu, ásamt Hollandi, Bandaríkjunum oghinumNorðurlöndunum. Stefán segir ástæðuna hugsanlega vera smæð landsins sem ýti undir þátttöku í félagsstarfí. Mikill félagsauður í sam- blandi við mannauð þjóðarinnar er því án vafa stærsti þjóðarauðurinn. I grein sem Robert D. Putnam birti 1995 sem hefur verið endurskrifuð í samnefndri bók, Bowling alone, fjallar hann um að félagsauður Bandaríkjanna og hugsanlega annarra vestrænna þjóða fari minnkandi. Hann hefur gert rannsókn á þátttöku Bandaríkjamanna í ýmsum félagasamtökum, m.a. Lions- hreyfmgunni, skátunum, verkalýðs- félögum, Rauða krossinum o.fl. og kemst að því að félagsaðild og þátttaka í þessum félögum hefur minnkað næstum undantekningarlaust. Putnam hefur einnig borið félagsmenningu saman við kosningaþátttöku og kemst að því að kosningaþátttaka í Bandaríkjunum hef- ur minnkað um næstum fjórðung milli áranna 1960 og 1990. Þó að ekki hafí verið hægt að afla tölfræðigagna um Island fyrir þessa grein eru menn sem til þekkja almennt sammála um að félags- aðild sé einnig að minnka hér á landi. Þetta má m.a. sjá á fréttamyndum af 1. maí göngunni í gegnum tíðina en það sem eitt sinn var breiðfylking Qölda manna var í ár einungis fámennur hópur og fánaberi. Putnam telur minni félagsauð alvar- legt samfélagslegt vandamál þar sem þjóðfélag byggist á virkum einstakl- ingum. Aðrir hafa bent á að félags- menningin sé ekki endilega að minnka heldur sé hún að breytast. Það er vissulega rétt en spurningin er hvemig sú þróun er. Of sterk einstaklingshyggja og lítil samfélagshyggja leiðirtil stjómar- kreppu eins og þeirrar sem Italir hafa þurft að upplifa. Það er einnig ljóst að minni félagsmenning er líkleg til jpess að leiða til aukinna félagslegra vandamála eins og glæpastarfsemi og vímuefna- notkunar. Félagsauður hefur hingað til án nokkurs vafa verið vanmetinn bæði í samfélögum og í fyrirtækjum. Með því að rækta hann er verið að sá fræjum hagsældar og framfara. ^ Félagsauður er auðlind ^ Jorgen Ulff-Moller Niel- ^ myntbandalaginu og evr- j Það er athyglivert að snill- I sem vert er að fóstra bæði 1 sen, lektor við Handels- 2 una í tilefhi þess að eitt og /\ ingar vinna sín merkustu X fyrirframtíðhagsældarog hojskolen í Árósum, fjallar hálft ár er liðið síðan hún verk þegar þeir eru yngri en lýðræðis.____________________um aðild Danmerkur að var tekin upp.________________35 ára.___________________^ 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.