Vísbending


Vísbending - 26.01.2001, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.01.2001, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) um 9% af landsframleiðslu og ekki eru horfur á að hann minnki á þessu ári, þótt verulega dragi úr vexti þjóðarútgjalda samkvæmt áætlunum sem lýst var hér á undan. I þessu felst að samanlagður viðskiptahalli áranna 1998-2001 verði rúmlega 200 milljarðar króna. Þetta er meiri halli áfjögurraáratímabili en dæmi eru um hér á Iandi. A móti þessu vegur að vísu að hallinn myndast í kjölfar þess að ljármagnsviðskipti milli Islands og annarra landa voru gerð frjáls og að baki lántökum til að ijármagna hann stendur einkageirinn en ekki hið opin- bera eins og svo oft hér áður íyrr. Þetta breytir því þó ekki að hallinn er mun meiri en fær staðist til lengdar þegar ekki er um að ræða stórfelldar fjárfestingar í atvinnulífi sem síðar eykur útflutnings- tekjur þjóðarbúsins. Brýnasta verkefnið Af þessu má sjá að brýnasta verk- efnið er að draga úr vexti þjóðar- útgjalda á næstu árum og búa jafnframt í haginn fýrir aukinn útflutning og aukna framleiðni. Þetta getur auðvitað gerst með ýmsum hætti. Suniir telja að þetta gerist af sjálfu sér með því að heimilin dragi saman útgjöld sín vegna mikillar skuldasöfnunar undangenginna ára, hárra vaxta og lækkandi eignaverðs. Heimilinmunieinfaldlegabreytaneyslu- hneigð sinni og auka sparnaðinn. Aðrir telja líklegt að gengi krónunnar lækki frekar samanber þróunina að undan- fornu. Gengið hefur lækkað um nálægt 10% á síðustu tólf mánuðum. Einnig gæti reyndin orðið sambland af þessu tvennu. Sama á að sjálfsögðu við hér á landi og í Bandaríkjunum að því er varðar hugsanlega atburðarás; hún gæti orðið hröð eða hæg, skammæ eða langvinn, rykkjótt eða samfelld. Engin leið er að sjá þetta nákvæmlega fyrir. Verkefnið er að stuðla að jafnri og öruggri þróun í átt að betrajafnvægi í viðskiptum við önnur lönd án þess að takmarka hagvaxtar- möguleika þjóðarbúsins þegar til lengri tímaerlitið. Aðrir sálmar (Framhald af síðu 2) er að hámarka sinn hlut og það þarf ekki endilega að eiga samleið með því að hámarka hlut viðskiptavinanna, alla vega til skamms tíma. Gylfi bendir á að skynsamlegt sé að banna eða takmarka verulega viðskipti starfsmanna fj ármála- fyrirtækja sem mundi í senn bæta ímynd fjármálamarkaðarins og koma í veg fýrir stórfelld svik á markaðinum eins og þau sem Milken, Boesky og fleiri hafa stundað. Víti til varnaðar Sú tilgáta er til, og er í sjálfu sér ekkert ólíkleg, að ástæðuna fyrir því að Milken hafi verið tekinn svo föstum tökum megi rekjatil þess að umsvifhans og hávaxtaskuldabréfanna í yfirtöku fyrirtækja hafi skapað honum marga óvildarmenn. Það var hins vegar ekkert ólöglegt við hávaxtaskuldarbréfin, þau voru einungis mjög áhættusöm eins og kom í ljós þegar Drexel Burnham Lambert, sem Milken vann fýrir, varð gjaldþrota stuttu eftir að Milken var dæmdur. Margir eru á því, ni.a. Alan Shapiro prófessor í Marshall School of Business, að Milken og félagar hefðu aldrei verið dæmdir nema vegna þess að margir valdamiklir menn hafí verið búniraðfánógafyfirtökuæðinu. Milken hefði heldur aldrei verið dæmdur ef Ivan Boesky hefði ekki vitnað gegn honum. Það sýnir að jafnvel þegar svikin eru eins umfangsmikil og í tilviki Milkens er engu að síður erfitt eða nær ómögulegt að fá slíka menn dæmda nema einhver snúist hreinlega gegn þeim. Sú staðreynd að það er mjög erfitt að sanna að fólk hafi eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu í verðbréfaviðskiptum og fá það sakfellt er mun líklegri skýring á því af h verj u einungis fáeinir slíkir dómar hafa verið felldir heldur en að vandamálið sé ekki til staðar. Það er ágæt regla að eiga við vandamálin á meðan þau eru viðráðanleg en ekki að bíða þangað til þau eru orðin öllum ofviða. Þegar Kimba Wood, dómari í New Y ork-fýlki, kvað upp dóminn yfir Milken sagði hún að fjármálamarkaðir yrðu að vera lausir við svikult baktjaldamakk. Hún sagði við Milken: „Þegar maður með þín völd í tjármálaheiminum, yfirmaðuryfireinni mikilvægustu deild í einu mikilvægasta fjármálafyrirtæki landsins, bruggar endurtekið ráð til að svindla, og svindlar, á lögum um hlutabréfaviðskipti og skattalögum í þeim tilgangi að öðlast meiri völd og auð ... er umtalsverður tími í fangelsi nauðsynlegur til þess að fýrirbyggja að aðrir geri hið sama.“ Vísbendingin Þrátt fýrir að horfurnar fýrir þróun- arlönd séu nokkuð bjartar eru undirliggjandi áhættuþættir sem gætu auðveldlega breytt stöðunni. Annars vegar er það óhagstætt olíuverð sem ýtir undir verðbólgu og gæti leitt til niðursveiflu. Hins vegar er það aukið áhættuálag á fjármálamörkuðum sem eykur lántökukostnað og kemur verst niður á þeim þróunarríkjum sem hafa hvað versta skuldastöðu. Harkaleg lending bandaríska hagkerfisins gæti einnig haft óbein óhagstæð áhrif. Eitt eilífðar smáblóm Dómur Hæstaréttar í öryrkjamálinu er þeim fagnaðarefni sem telja að tekjutengingar af ýmsu tagi séu orðnar óhóflegar. Hann leggur áherslu á sjálfstæðan rétt einstaklinga og yfir því gleðjast einstaklingshyggjumenn. Þar meðerekki öll sagan sögð. Vandi stjóm- málamanna er að þeir þurfa að ákveða hve mikið fer til hinna einstöku mála- flokka og þeim ber að skipta kökunni milli allra þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Með tekjutengingum er reynt að beina mestu fjármagni til þeirra sem minnst hafa. Dómurinn býr ekki til neina peninga; hann stækkar kökuna ekki. Eðlilegast hefði verið að skilja hann svo að nú ætti að skipta bótunum upp á nýtt. Þegar öryrkjar sem eru í sambúð fá meira ætti að minnka það sem til skiptannaertil hinna. Ella er Hæstiréttur aðtakaað sérljárveitingavald oggengur þá þvert á þrískiptingu valdsins. Nú mun fáum hafa dottið í hug að skilja dóminn með þessum hætti ogflestirtelja sjálfgefið að ríkisútgjöldin verði aukin. Þar ineð aukast skattar eða fjánnagn til annars skerðist. Dómurinn minnkar jöfnuð og eykur álögur til lengdar eins og hann er útfærður í nýsettum lögum. í því Ijósi er athyglisvert að sjá verka- lýðsforingja krefjast „undanbragða- lausrar viðurkenningar“ á dómi Hæsta- réttar. Ríkisstjórnin brást rétt við með því að kalla þegar í stað nefnd til þess að semja lagafrumvarp sem uppfyllti dóminn. Hæstiréttur dæmdi lagagrein ólöglega og til þess að hægt væri að greiða út bætur varð að sernja nýja. Alþingi var kallað saman með hraði. Asakanir um stjórnarskrárbrot urðu til þess að alþingismenn og forseti lýð- veldisins voru settir í erfiða stöðu. Það var heillaráð hjá forsætisnefnd Alþingis að skrifa forseta Hæstaréttar og spyrja hvort svo mætti skilja dóminn. Hann svaraði með beinni tilvísun að svo væri ekki. Þessum bréfaskriftum beraðfagna því þau eyða óvissu og auka réttar- öryggi. Það var því vel viðeigandi þegar áhorfandi á þingpöllum lék þjóðsönginn að frumvarpinu samþykktu og þing- heimur reis úr sætum að áskorun þingforseta. (^Ritstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri og'ý ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.