Vísbending


Vísbending - 16.03.2001, Blaðsíða 4

Vísbending - 16.03.2001, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 3) gengisfalli frestað með beinni ríkis- íhlutun (fyrst með beinum styrkjum og bátagjaldeyri með afslætti, síðan með niðurgreiddum afurðalánum og þar fram eftir götunum), svo að meðalraungengi krónunnar var jafnan langt yfir eðlileg- um mörkum og útflutningur stóð í stað. Nú er gengisfallinu frestað með óheyri- legumvaxtamun,semjafngildirþungum álögum á atvinnuliiíð, einkum þann hluta þess, sem þarf að greiða öll aðfóng sín fullu verði, og með erlendum lántök- um til að fjármagna ítrekuð inngrip Seðlabankans ágjaldeyrismarkaði, alltaf á einn veg, til að forða krónunni frá frekara falli. Inntak gengisstefnunnar er því í aðalatriðum óbreytt, þótt aðferð- in sé önnur en áður var. Hagkerfið og hagstjórnin hafa að sönnu breytzt til batnaðar á ýmsum sviðum síðustu ár, eftir því sem markaðsöflunum hefur verið geftnn lausari taumur, en samt ekki nóg. Skakkir innviðir efnahagslífsins halda áfram að skekkja gengi krónunnar og einnig laun og vexti, enda þótt skekkjan í innviðunum hafi meðtímanum tekið á sig nýja mynd. 5. Skammtímaskuldir Skammtímaskuldir þjóðarbúsins hafa aukizt hröðum skrefum að undan- förnu. Arin 1990-1993 námu þessar skuldir lægri fjárhæð en gjaldeyrisforði Seðlabankans, svo sem vera ber, en síðan hafa þær aukizt til muna og námu í árslok 2000 nær þreföldum gjaldeyris- forðanum. Það er óviðunandi, því að gjaldeyrisforðinn þarf á hverjum tíma að duga fyrir skyndilegri endurgreiðslu skammtímaskulda, ef á þyrfti að halda. Þetta er viðtekin viðntiðun í öðrum löndum. Þegar skammtímaskuldir eru langt umfram gjaldeyrisforðann nokkur ár í röð, þá geta spákaupmenn ef til vill ályktað sem svo, að þeim sé óhætt að gera áhlaup á forðann, úr því að það er ekki til gjaldeyrir í landinu til að verja krónuna falli. Nýjar rannsóknir á fjármálaskellum um heiminn sýna, að algengasti undanfari kreppu á fjármála- markaði og meðfylgjandi gengishruns ermikill viðskiptahalliogmiklarskamm- tímaskuldir langt umfram gjaldeyris- forðann. Ör aukning skammtímaskulda hér heima ásamt gjaldeyrisforða, sem dugir fyrir innflutningi á vörum og þjónustu í aðeins fimm eða sex vikur, er enn ein vísbending um of hátt gengi krónunnar. Allt ber þetta að einum og sama brunni. Hágengisland Island er ekki eina hágengislandið í heiminum. Ýmis önnur lönd eiga við sama vanda að stríða. Þau eru flest í Afríku, Miðausturlöndum og Suður- Ameríku. Hágengiseinkennin eru yfir- leitt svipuð og hér: verðbólga, við- skiptahöft, fákeppni og náttúruauð- lindagnægð skekkja innviðina og hækka raungengið, svo að útflutningur staðn- ar, erlendar skuldir hrannast upp - og gengið fellur með brauki og bramli við og við. Setjum nú svo, að við Islendingar ákveðum að ganga í Evrópusambandið eftir nokkur ár og taka upp evruna. Þá ríður á því, að raungengið sé rétt, þegar evran leysir krónuna af hólmi. Afþessu má auk annars ráða nauðsyn þess að halda verðbólgunni í skeíjum, draga úr búverndinni, efla samkeppni og hætta að hygla sjávarútvegi á kostnað annarra atvinnuvega og almennings. * Arnór Sighvatsson hagfræðingur í Seðlabanka íslands gerir þessum þætti prýðileg skil í grein sinni „Jafnvægisraungengi krónunnar“, Fjármálatiðindi, 2000, bls. 5-22. (Framhatd af síðu 1) sem er fnnmta mesta lækkun á einum degi í sögu vísitölunnar. Síðan þá Itafa miklirskjálftakippirfariðum markaðinn og margir eru farnir að minnast aðdrag- andans að kreppunni miklu. F Sem betur fer hafa niðursveiflurnar orðið vægari því lengra Sem líður frá byrjun tuttugustu aldarinnar og því líkurnar á skammtímasveiflu með frekar enámóti. 1 hagsögu Íslandsá20. öldinni má telja þrjú löng tímabil þar sem VLF hefur verið neikvæð í einhvern árafjölda, 1914-1920 (-3,8% á rnann), 1948-1952 (-2,9%) og 1989-1993 (-1,1 %). Burt séð frá því að hægt er að skipta íslensku hagsögunni í fleiri tímabil þá myndu fyrstu tvær kreppurnar fá einkennis- stafinn L og sú síðasta U. Enn er ekki svo komið að VLF sé neikvæð hér á landi þó að flest bendi til þeirrar þróunar. Hætta er á að lægðin yrði eitthvað dýpri hérá landi en í Banda- ríkjunum Því er gott að hafa í huga hvernig bregðast skal við V- eða L- sveiflum en um leið að það er F fyrir framtíðarsýn sem ræður mestu um hvernig VLF mun sveiflast. ( Vísbendingin ) C v Fjármálagúrúar Wall Street kalla nú hver í kapp við annan eftir hjálp frá bandaríska seðlabankanum um að hækka vexti verulega nú í mars til að snúa við þróuninni á markaðinum. Það væri ekki í fyrsta skiptið sem seðla- bankinn hefur bjargað þeim út úr vand- ræðum. Það er hins vegar dálítil kald- hæðni að þeir einu sem græddu eitthvað á netblöðrunni og blésu hana að vissu leyti út skuli nú vera að fara á taugum yfír því ástandi sem hún hefur að mörgu 'leyti skapað.________________ ISBENDING Aðrir sálmar Felur sá er flíka skyldi Nýfallinn dómur um að ekki sé skylt að leggja fram ársreikninga sem eru öllum aðgengilegir veldur áhugamönn- um um frjálst upplýsingaflæði í við- skiptummiklumvonbrigðum. Þaðveldur þó enn meiri vonbrigðum að forsvars- maður þess félags sem vill fela sínar niðurstöður er jafnframt einn helsti forystumaður í stærsta lífeyrissjóði landsins og nýkjörinn bankaráðsmaður í Islandsbanka, Víglundur Þorsteins- son. í mars 1999 lýsti Víglundurþvíyfir að mikilvægt væri að virkja lýðræði og gott upplýsingastreymi í hlutafélögum og sagði m.a. í Morgunblaðinu: „Við viljum gjarna leggja okkar af mörkum til að fylgja íslenskum hlutafélögum á markaði inn á nýja öld.“ Nú hefur hann l'engið því framgengt að almenningur geti ekki fengið aðgang að upplýsingum um viðamikil fyrirtæki. í mars2001 sagði Víglundur „grundvallarmun á því hvort til umræðu væri einkahlutafélag sem væri mjög lokað og viðskipti með bréf þess takmörkuð, eða almenningshluta- félag eða hlutafélag sem hefur engar takmarkaniráviðskiptum með hlutabréf sín. I síðari tilvikunum giltu rík sjónarmið vegna almannahagsmuna að menn fengju upplýsingar.“ En skyldi þetta vera svo? Flest hlutafélögéigaviðskipti viðmarga aðila, bæði einstaklinga og fyrirtæki sem eiga mikið undir því að fyriitækið sé traust. Eigendur þeirra eru varðir gegn ijár- hagslegu tjóni umfram það hlutaíjár- framlag sem þeir upprunalega hafa lagt fram. Mörg hlutafélög í einkaeign hafa orðiðgjaldþrota ogvaldiðniörgumtjóni, sem hægt hefði verið að komast hjá ef þeir hefðu verið vel upplýstir um raun- verulega Qárhagslega stöðu félagsins. Einmitt vegna þeirrar verndar sem hlutafélagalögin gefa er eðlilegt að ársreikningur sé öllum opinn. „Eins þurfa stofnanafjárfestar eins og lífeyris- sjóðir og verðbréfasjóðir, að fá í ársreikningum greinargóðar og öruggar sundurliðanir þannig að þeir geti lagt mat á verðmæti félaganna. Þetta á ekki að vera neitt leyndarmál," sagði Víglundur Þorsteinsson árið 1999. Það sama á við um alla þá sem viðskipti eiga við félögin almennt. V_______________ ÝRitstjórn: Eyþór (var Jónsson ritstjóri ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 /n

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.