Vísbending


Vísbending - 01.06.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.06.2001, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 1. júní 2001 21. tölublað 19. árgangur S amskiptaby ltingin Anthony Giddens, skólameistari við London School of Econ- omics og „höfundur“ „þriðju leiðarinnar" í stjórnmálum, sagði nýlega í viðtali við The Edge að „drifkraftur hinnar nýju alþjóðavæðingar væri sam- skiptabyltingin." Breyttar markaðsaðstæður / Arið 1999 var velta samskiptamark- aðarins í OECD-ríkjunum um 1,3 þúsund milljarðar Bandaríkjadala. Síma- þjónusta átti 63% af heildinni, sam- skiptatæki 23% og hljóðvarps- og sjón- varpsflutningar um 14%. Vaxtarbrodd- urinn á símamarkaðinum undanfarin ár hefur verið fólginn í farsímaþjónustu en gagnaflutningar eru þó ört vaxandi þáttur. Þó að símafyrirtæki hafi átt erfitt uppdráttar á hlutabréfamarkaðinum og hægt hafi verulega á útþenslu þeirra þá loga enn glæður í samskiptabyltingunni. Ný tækni og sú staðreynd að fyrir- tæki voru leyst úr ríkishaftinu og mark- aðir opnaðir hefur gjörbreytt markaðs- aðstæðum. Á mynd 1, sem fengin er að láni úr OECD Commiinications Out- look, sést hvernig markaðsaðstæður á símamarkaði hafa breyst á síðasta ára- tug. Árið 1989 var opna samkeppni á símamarkaði fyrir grunnlínu einungis að finna í tveimur löndum af 29 og þá var tvíkeppni að finna í einu landi. Annars staðar ríkti einokun. Árið 2001 ríkir ein- okun á þessum markaði einungis í tveimur löndum en opin samkeppni ríkir í hinum 27 löndunum. Á farsímamarkaðinum hafa svipuð umskipti átt sér stað (sjá mynd 2). Árið 1989 rfkti einokun í 23 OECD-ríkjum og tvfkeppni í hinum sex. Árið 2001 er einokun hvergi að finna og tvíkeppni má finna í tveimur löndum en í hinum 27 OECD-ríkjunum eru þrír eða fleiri þjón- ustuaðilar. Þjónustuaðilar á farsíma- markaði í OECD-löndum voru færri en fjörutíu árið 1989 en fleiri en 100 árið 2001. Þá hefur innganga nýrra aðila verið líklegust til árangurs á farsíma- markaðinum, þó hefur inngönguleiðin víða verið um símtöl til útlanda, enda nýliðun fyrirtækja á markaðinum verið um 25% á síðustu árum. ✓ Gróska á Islandi Samskiptabyltingin hefur einnig haft áhrif hér á landi og íslendingar þegar orðnir með mestu farsíma- og Netnot- endum heimsins. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að markaðsaðstæður hafi verið tiltölulega óhagstæðar. Nú horfir til enn betri vegar þegar Landssíminn verður seldur og fyrirtæki eins og Islandssími eru að styrkjast með auknu hlutafé. Það má reyndar sjá í skýrslu um einka- væðingu Landssímans, sem kom út í byrjun þessa árs, að fimmtán fyrirtæki hafa leyfi til reksturs grunnkerfa, þ.e. Landssíminn, Lína-Net, Islandssími, Fjarskiptafélagið Títan, Halló-Frjáls fjarskipti, Hringiðan, Innn, Internet á Islandi, IRJA, Islandia Internet, Lands- net, Margmiðlun Intemet, Skýrr, Tal og Teleglobe Norge. Þá hafa þrettán leyfi til reksturs talsímaþjónustu verið gefin út, níu til gagnaflutninga og sex til reksturs farsímaþjónustu. En upphafið á þessari grósku á símamarkaðinum má rekja til Tals sem hefur tekist að ná um 30% af farsímamarkaðinum og því gefið öðrum von um að það sé fýsilegt og mögulegt að fara inn á símamarkaðinn. Með því að brjóta upp einokunina hefur skapast markaðsumhverfi þar sem nýsköpun og verðsamkeppni hafa aukið þjónustu við neytendur og fært þeim betri vöru á lægra verði. T a j__/f Drifkrafturinn andssíminn er eitt af síðustu síma- /fyrirtækjum innan OECD sem enn er í fullri ríkiseigu. Ekki leikur nokkur vafi á því að það hefði átt að vera búið fyrir margt löngu að selja símann en biðin hefur reynst sama og tap fyrir ríkið. Seint er betra en aldrei í þessu eins og flestu öðru og salan vekur upp bjartsýni. Giddens hefur nokkuð til síns máls þegar hann talar um að samskiptabylt- ingin sé drifkraftur alþjóðavæðingar. Hann rekur upphaf hennar til sjöunda áratugarins og upphafs þess áttunda þegar fyrstu fjarskiptahnettirnir á braut um jörðu komust í gagnið. Giddens bendir á Sovétríkin sem dæmi um hvernig gömul hugmyndafræði og hagkerfi eiga erfitt uppdráttar við nýjar aðstæður. Þessar nýju aðstæður eru fólgnar í möguleikanum til þess að afla sér þekkingar og framkvæma hluti sem eru ekki aðeins fáeinum til hagsbóta heldur langflestum. Samskiptabyltingin snýst um frelsi einstaklingsins og þekkingarleit hans til þess að skilja og breyta því umhverfi sem hann lifir í. Heimildir: OECD Communications Outlook, 2001 og skýrsla um einkavæðingu og sölu hlutabréfa ríkisins í Landssíma íslands. Q Mynd L Samkeppni í grunnlínukerfum í OECD Mynd 2. Samkeppni í farsímakerfum í OECD 'I'víkeppni Opinsamkeppni 070T-c\jco^Lncor^cooí CO 0)0)0)010)0)0)0)0)0) 0)0)07070)0)0)0)0)0)0) 1 Samskiptabyltingin á ís- landi mun fá byr undir báða vængi við sölu ríkisins á Landssímanum. 2 Stefán Arnarson fjallar um gjaldmiðilsskiptingu Evrulands sem er áætluð upphaíi árs 2001. a ^ F ;3f Þór Sigfússon fjallar um hættuna sem getur skapast rekstri stofnana þegarþær verða sj álfala. Þrátt fyrir að 4 starfsmenn séu allir af vilja gerðir til þess að gera góða hluti þá fara þeir oft að gera ranga hluti. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.