Vísbending


Vísbending - 27.07.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.07.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING 10 í Kanada, 9 í Frakklandi og Færeyjum, 8 í Svíþjóð og síðan dreifist afgangurinn á 26 lönd. Af þessum fyrirtækjum eru 139 dótturfyrirtæki og 40 hlutdeildar- félög. Árið 2000 skiluðu 72 dótturfyrir- tæki hagnaði sem og 16 hlutdeildarfélög. Með beinni erlendri fjárfestingu íslendinga er eingöngu átt við erlend dótturfyrirtæki í eigu fyrirtækja sem skrásett eru á Islandi og Islendinga sem búsettir eru á íslandi. Undanfarin miss- eri hafa íslendingar sem búa erlendis fjárfest töluvert, t.d. í Austur-Evrópu. Búsetu- og skráningarskilyrðið gerirþað að verkum að framangreindar fjárfest- ingar falla ekki undir beinar fj árfestingar Islendinga í atvinnurekstri erlendis. Þá teljast kaup erlendra dótturfyrirtækja íslenskra fyrirtækja á öðrum erlendum fyrirtækjum ekki til beinna erlendra fjárfestinga íslendinga. Hlutabréfaviðskipti Beinar erlendar fjárfestingar milli landa geta verið í formi hlutabréfa- viðskipta, endurfjárfestinga og lánavið- skipta og eiga við þegar fjárfestir á 10% eða stærri hlut í fyrirtæki. Fjárfesting á smærri eignarhlutum telst vera verð- bréfafjárfesting. Hrein hlutbréfaviðskipti hafa aldrei verið meiri en árið 2000 og námu um 30,5 ma. kr., en til samanburðar má geta þess að slfk viðskipti námu um 4,6 ma. kr. árið 1999. Fróðlegt er að skoða umfang hlutabréfaviðskiptanna árið 2000 og bera saman við nettókaup á erlendum verðbréfum sem námu um 39,9 ma. kr. Samtals nam útstreymið því um 70,4 ma. kr. 1 umræðu um veikari stöðu íslensku Mynd 2. Bein fjármunaeign íslendinga í atvinnurekstri erlendis eftir atvinnugreinum Mynd 3. Bein fjármunaeign íslendinga í atvinnurekstri erlendis eftir löndum Heimild: Tölfræðisvið Seðlabanka Islands krónunnar síðustu misseri hefur lítið verið nefnt að hin mikla útrás íslenskra fyrirtækja kunni að hafa sett þrýsting á krónuna og valdið gengislækkun. Sú skýring var oft gefin að auknar heimildir lífeyrissjóðanna til fjárfestinga erlendis hefðu skipt mestu en framangreindar tölur gefa til kynna að einkaaðilar hafi ekki síður átt stóran þátt í útstreyminu. f töflu 1 má sjá tölur yfir helstu fjár- festingar sem hefur verið greint frá á opinberum vettvangi. Umfangsmikil útrás Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu nam útstreymi fjármagns vegna beinna erlendra fjárfestinga íslendinga árið2000um4,5%6 en varum l,4%árið 1999 og 0,9% árið 1998. Ekki liggja fyrir upplýsingar um útstreymi fjármagns vegna beinna erlendra fjárfestinga OECD-þjóða árið 2000 en árin 1996- 1998 nam það um 2,4% af vergri lands- framleiðslu. Hingað til hafa íslendingar fjárfest minna í atvinnurekstri erlendis en aðrar OECD-þjóðir en hlutfallið 4,5% hjá íslendingum árið 2000 er enn ein staðfestingin á því hve umfangsmikil útrásin var í fyrra. Endurfjárfesting er sá hluti hagn- aðar sem verður eftir hjá fyrirtækinu þegar arður hefur verið greiddur út. Lánaviðskipti er mismunur lánakrafna og lánaskulda innlenda félagsins við erlenda dótturfyrirtækið í upphafi og lok árs. Lánaviðskiptin voru síðast neikvæð árið 1992. Ein skýringin á nei- kvæðum lánaviðskiptum árið 2000 er sú að tveir stórir aðilar afskrifuðu lána- kröfur og seldu hlutdeild í dóttur- fyrirtæki til annarra rekstraraðila. Hrein hlutabréfaviðskipti eru mismunurhluta- bréfakaupa og hlutabréfasölu. Gengi krónunn- ar lækkaði um tæp 9% frá árslokum 1999 til ársloka2000, þ.e.a.s. gengisvísi- talan hækkaði um 10%. Það hefur þau áhril' að skuldir erlendu dótturfyrir- tækjanna hækkuðu en um leið hækkaði fjármunaeignin. Svo mikil lækkun á gengi krónunnar hefur töluverð áhrif á tölur um beinar erlendar fjárfest- ingar. Utstreymi beinnar erlendrar fjárfestingar á til- teknu ári þarf ekki að endurspeglast í Tafla 2. Bein erlend fjárfesting Islendinga Ma.kr. á verðlagi hvers árs 1998 1999 2000 Hrein hlutabréfaviðskipti 1,7 4,6 30,5 Endurfjárfesting 0,2 1,3 0,9 Lánaviðskipti 3,4 2,6 -1,3 Samtals 5,3 8,5 30,1 Tafla 3. Tekjur Islendinga af ' beittni fjárfestingu í atvinnurekstri erlendis Ma. á verölagi hvers árs 1998 1999 2000 Arðgreiðslur 0,1 0,1 0,1 Endurfjárfesting 0,2 1,3 0,9 Hreinar vaxtagreiðslur 0,2 0,1 0,5 Samtals 0,5 1.5 1,5 muninum á fjármunaeign í upphafi og lok árs. Ástæðan er sú að stöðustærðir eru gerðar upp á bókhaldsgrunni en flæðistæðir á greiðslugrunni. Þessi mis- munur kemur fram í því að bein fjár- munaeign, sbr. mynd 2, eykst um 22,3 ma. kr. milli ára en eins og tafla 2 sýnir nam útstreymi fjármagns vegna beinna erlendra fjárfestinga um 30,1 ma. kr. Mismunur á flæði- og stöðustærðum kemur einna skýrast frarn árið 2000 þegar nokkuð var um að verið væri að borga yfirverð fyrir eignarhlut í formi við- skiptavildar sem síðar var afskrifuð. Slíkt skattahagræði í tengslum við kaup á eignarhlut í öðrum félögum umfram bókfært eigið fé hefur m.a. þau áhrif að árið 2000 endurspeglast útstreymið alls ekki í muninum áfjármunaeign í upphafi og lok árs. Óviðunandi arðsemi Tekjur af beinni erlendri fjárfestingu geta verið í formi arðgreiðslna, endurfjárfestinga og hreinna vaxtatekna vegna lánaviðskipta. Á árinu 2000 námu þessartekjurallsum 1,5 ma. kr. (sjátöflu 3), þaraf voru arðgreiðslur um 129 m. kr., endurfjárfesting nam 867 m. kr. og hrein- ar vaxtagreiðslur um 470 m. kr. Meðal- staða beinnar erlendrar fjármunaeignar í atvinnulífi erlendis var um 43,9 ma. kr. á árinu 2000. Að því gefnu að íslensku fjárfestarnir ætli sér 10% arðsemi ættu tekjur af fjárfestingunum að hafa nurnið meira en 4 ma. kr. á síðasta ári. Aftur á móti námu tekjurnar um 1,5 ma. kr. sem jafngildir um 3,4% arðsemi. Árið 1998 var þetta hlutfall 2,3% en náði 5,3% árið 1999. Fara þarf aftur til áranna 1989 og 1990 til að finna hærra hlutfall. Meðal- arðsemi útrásarverkefna íslenskra fyrir- tækja heldur áfram að vera lág. Nokkur ævintýraljómi hefur verið yfir sumum þeirra útrásarverkefna sem ráðist hefur verið í og var árið 2000 engin undantekning frá því. Um sum þessara verkefna virðist mega segja að auð- veldara hafi verið í að komast en úr að (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.