Vísbending


Vísbending - 03.08.2001, Blaðsíða 4

Vísbending - 03.08.2001, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) leysi á árum áður og minnkandi atvinnu- leysi í nokkrum löndum á undanförnum árum frá sjónarhóli Oi, Pissarides og Phelps sem fjárfestingarbylgju í mann- auði. Þegar að kreppti á áttunda og ní- unda áratugnum dró úr tíðni manna- ráðninga og atvinnuleysi jókst en upp- sveifla síðustu ára hefur farið saman við hækkun á verði hlutabréfa og aukna fjárfestingu í mannauði.5 Hér getur því verið kominn grunnur að kenningum sem útskýra sveiflur á atvinnuleysi til lengri tíma sem fjárfestingarsveiflur án þess að peningahlið hagkerfisins komi við sögu. Þegar stjórnendur fyrirtækja eru bjartsýnir um framtíðarafkomu taka þeir ákvarðanir um fjárfestingu í mann- auði sem veldur minna atvinnuleysi. Væntingar um nýja tækni og betri nýt- ingu núverandi tækni hafa þannig áhrif til lækkunar á atvinnuleysi. Stofnanaumhverfi Þjóðhagfræðin er þá kannski komin í hring aftur til frumkvöðla hagsveiflu- rannsókna, t.d. Spiethoffs, Cassels, Pigousog Hayeks,sem lituáfjárfestingu sem drifkraft sveiflunnar en að baki lágu væntingar um framtíðararðsemi og líkur á tæknibreytingum í framtíðinni. Þannig lýsir Arthur Spiethoff í Arbók Schmoll- ers árið 1909 hagsveiflunni sem fjár- festingarbylgju sem stafaði af breyttum væntingum fjárfesta. Gustav Cassel hélt því einnig fram árið 1918 að hags veiflan stafaði af nýjum tækifærum; ný og betri tækifæri kölluðu á aukna fjárfestingu. Slíkfjárfestingartækifæri eru augljós nú á tímum og þarf ekki að líta lengra en til tölvubyltingarinnar og internetsins.6 Niðurstaðan er sú að mikilvægt er að skapa stofnanaumhverfi, svo sem bankakerfi og hlutabréfamarkaði, sem auðveldar frumkvöðlum og framsækn- um fyrirtækjum að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Þróaðirfjármagns- markaðir verða þá til þess að auðvelda fyrirtækjum að nýta sér tækifæri með fjárfestingu í mannauði, ekki síður en vélumog tækjum.Slíkfjárfestinglækkar jafnvægisatvinnuleysi og eykur hag- sæld. 1 Friedman (1968), Phelps (1968). 2 Myndin er fengin að láni úr nýlegri grein þessara höfunda (Herbertsson og Zoega (2001)). 3 Ástralíu, Austurríki, Bandaríkin, Belgíu, Bretland, Danmörku, Finnland, Frakkland, Holland, írland, Ítalíu, Japan, Kanada, Noreg, Nýja-Sjáland, Portúgal, Spán, Svíþjóð og Þýska- land. 4 Oswald og fleiri (2000) fjalla um fylgni olíuverðs og atvinnu- leysis. 5 Athygli vekur að uppsveiflan hefur orðið í þeim löndum þar sem hlutabréfamarkaðurinn hefur þróast mest. Þannig varð hækkun á verði hlutabréfa síðustu árin mest í þeim löndum þar sem heildarverðmæti hlutabréfa var hæst árið 1988 og aukning atvinnu hefur einnig orðið mest í þessum löndum. 6 Hvað varðar sögu hagfræðikenninga er lexían kannski sú að þær eigi margar hverjar við á ákveðnum tímabilum en ekki á öðrum, fremur en sú að sumar kenninganna séu alltaf réttar og aðrar rangar. Greinarstúfur þessi byggir á tveimur greinum höfundar: Phelps, E. S. and G. Zoega (2001), „ Stocks and Jobs: the Valuation of Firms andBusinessAssets as a Factor in Structural Slumps and Booms", Economic Policy, April, bls. 85-126. Herbertsson, T.ogG.Zoega(2001), „TheModigliani “Puzzle”", handrit. Það efni sem hér er sett fram er óspart byggt áframlagi þessara tveggja meðhöfunda. Heimildir: Blanchard, O. (2000), The Economics ofUnemploy- ment: Shocks, Institutions, and Interactions, Lionel Robbins Lectures, October 2000. Friedman, M. (1968), „The Role of Monetary Policy", American Economic Review, 58, bls.1-17. Herbertsson, T. and G. Zoega (2000), „Trade Surpluses and Life-cycle Saving Behaviour“, Economics Letters, 65, bls. 227- 237. Herbertsson, T. and G. Zoega (2001), „The Modigliani “Puzzle”“, handrit. Modigliani, F. (2000), „Europe’s Economic Problems". Modigliani, F. and R. Brumberg (1954), „Utility Analysis and the Consumption Function: An Interpretation of Cross-Section Data“. In Kenneth K. Kurihara, ed., Post- Keynesian Economics, bls. 388-436. New Brunswick, N.J.: Rutgers University Press. Modigliani, F. (1986), „Life Cycle, Individual Thrift and the Wealth ofNaúons", American Economic Review, 76, 3 (June), bls. 297-313. Oi, Walter (1962), „Labor as a Quasi-fixed Factor“, Journal of Political Economy, 70, bls. 538-555. Oswald, A., A. Carruth and M. Hooker (2000), „Updated Real Oil Price and US Unemployment Figure and Data“, mimeo, Warwick University. Phelps, E.S. (1968), „Money-Wage Dynamics and Labor Market Equilibrium“, Journal of Political Economy, 76, bls. 678-711. Phelps, E.S. (1994), Structural Slumps: The Modern Equilibrium Tlieory of Unemployment, Interest and Assets, Harvard University Press, Cambridge, MA. Phelps, E.S. and G. Zoega (2001), „Stocks and Jobs: the V aluation of Firms and Business Assets as a Factor in Structural Slumps and Booms“, Economic Policy, April, bls. 85-126. Aðrir sálmar (Framhald af síðu 1) Afram alþjóðaviðskipti Alþjóðaviðskiptastofnunin er eina stofnunin sem sér um alþjóðareglur um viðskipti milli þjóða. Það þýðir þó ekki endilega að draga inuni úr alþjóða- viðskiptum verði ekki samið frekar. Ný lönd sem koma inn í samtökin þurfa að lúta reglum þess og fella tollahindranir. Sjö lönd hafa komið inn síðan síðasti fundur samtakanna var haldinn í Seattle og allar líkur eru á að Kína fái aðgangs- kort á þessu ári. Ahyggjurnar sem Mike Moore og fleiri hafa eru þær að valda- blokkir eins og Evrópusambandið og NAFTA fari að semja um aukið við- skiptafrelsi með tvíhliða samningum. Samningsstaða þróunarríkjanna og annarra þjóða sem standa einar og sér, þar á meðal Island, myndi þá versna til muna og líklegt að þau þyrftu að sætta sig við verndarstefnu ríku þjóðanna. Það kemur verst niður á þeim sem síst skyldi ef vemdarstefna fær að grafa um sig á ný. Þá hafa verndarsinnar sigrað á kostnað allra annarra og sér- hagsmunapólitík en ekki hægsæld fær stjórnað framtíð fólks um víða veröld. Þrátt fyrir að velsældin hafi aldrei verið meiri hafa mælikvarðar á hamingju lækkað síðstliðin 30 ár í löndum eins og Bretlandi, Þýskalandi og Italíu (þó hafa þeir vaxið í Frakklandi). Tilgátan er sú að væntingar fólks vaxi hraðar en tekj- urnar, fólk vill alltaf eitthvað meira, stærra og betra. Fólk er því í endalausum eltingarleik við gulrótina. Lúxusvörur sem setja fólk á hærri hest verða tljótt almenningseign en eru þá ekki lengur mikiil lúxus. Þannig verður hamingjan sífellt dýrkeyptari. Á ríkið að selja dóp? Þetta er ein af þeim spurningum sem vart er hægt að varpa fram án þess að stór hluti almennings líti spyrjand- ann hornauga og telji nánast að hann sé galinn. Astæðan er sú að sala á dópi er fyrirlitin vegna þeirra alvarlegu alleið- inga sem neysla á fíkniefnum getur leitt til. Þversögnin við þessa afstöðu er sú að rfkið leyfir og stundar sölu á margs- konar vanabindandi efnum sem valda mörgum hörmulegum skaða. Reykinga- menn eru smám saman að hljóta sama sess og drykkjusjúklingar og dópistar. Þeir eru fyrirlitnir af stórum hluta fólks og njóta í besta falli vorkunnar. Færa má að því sannfærandi rök að reykingar leiði af sér meiri kostnað en ólögleg fíkniefni. Nikótín er mjög vanabindandi og veldur heilsutjóni bæði beint og óbeint. Samt selur ríkið tóbak og hefur góðar tekjur af. Munurinn er sá að yfirleitt lenda einstaklingar og þeirra nánustu ekki í jafn hörmulegum atleið- ingum af völdum reykinga og vegna fíkniefnaneyslu. Það sama gildir ekki endilega um áfengi sem rfkið selur líka með miklum hagnaði. Hvers vegna leyfum við svo hættuleg efni? Hér á landi og vfða erlendis hefur verið reynt að banna sölu áfengis. Neyslan hvarf ekki, en salan færðist úr höndum ríkisins. Hér á landi hafa heiðarlegir sprúttsalar væntanlega séð um sölu og dreifingu áfengis á bannárunum en víða erlendis var áfengissalan í höndum glæpamanna sem lögðuþágrunn aðmiklum auðæfum sínum. Hér á landi hafa þekktir menn í atvinnulífinu orðið uppvísir að því að hafa selt ólögleg efni á árum áður. Kannski væri öðru vísi um að litast í viðskiptalífinu ef hægt hefði verið að fá hass- eða kókaínskammt í næsta apóteki. Efnin væru undir gæðaeftirliti og þess gætt að hvorki væri blandað við þau aukaefnum né að styrkleikinn væri um of. Ríkið hirti ágóðann og grunninum væri kippt undan umfangsmikilli glæpa- starfsemi sem leitt hel'ur til innbrota og ofbeldis af ýmsu tagi. Hið virta tímarit Economist hefur árum saman barist fyrir lögleiðingu fíkniefna undir eftirliti. Það kann að vera að þeir sem vilja leyfa sölu fíkniefna séu vitlausir en þeir eru að minnsta kosti í góðum félagsskap. V______________________________________. (^Ritstjóm: Eyþór (var Jónsson ritstjóri og'' ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Otgefandl: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.