Vísbending


Vísbending - 08.03.2002, Blaðsíða 2

Vísbending - 08.03.2002, Blaðsíða 2
ISBENDING Nýskáning, nýliðun og nýsköpun Asíðasta ári fækkaði nýskrán- ingum hlutafélaga og einka- hlutafélaga á milli ára í fyrsta skipti síðan árið 1991. Árið 2000 voru nýskráð fyrirtæki 2.075 talsins en á síð- asta ári voru þau 1.871 talsins sem er fækkun um 204 fyrirtæki eða 9,8%. Greinilegt er að það dregur úr bjartsýni íslenskra frumkvöðla og fjárfesta á möguleikanýrrafyrirtækja, sem erí sam- ræmi við horfur í efnahagsmálum almennt. Það er þó mikilvægt fyrir hag- kerfið að ný fyrirtæki verði til þar sem þau eru fræin sem geyma framtíðarvöxt hagkerfisins. Nýskráning Að ýmsu leyti er merkilegt að skoða tölur um nýskráð fyrirtæki út frá einstökum landssvæðum. Það kemur ekki á óvart að langflest fyrirtæki eru stofnuð á höfuðborgarsvæðinu en alls voruþau 1.286 árið 2001, sem er 68,7% af nýskráðum fyrirtækjum. Þetta hlutfall hefur þó verið hærra undanfarin þrjú ár eða um og yfir 70%. Frá árinu 2000 fækk- aði nýskráðum fyrirtækjum á höfuð- borgarsvæðinu um 171 fyrirtæki eða hlutfallslega um 11,7%. Þrátt fyrir að mesta fækkun ný- skráðra fyrirtækja hafi orðið á höfuð- borgarsvæðinu þá var hlutfallsleg fækk- un þeirra meiri á Suðurlandi (13,6%) og Norðurlandi eystra (13,1%). Einnig fækkaði nýskráðum fyrirtækjum á Suður- nesjum (6,3%) og Áusturlandi (3,3%). Það kemur hins vegar nokkuð á óvart að á sama tíma fjölgaði nýskráðum fyrir- tækjum á Vesturlandi (8,1%) og Norð- urlandi vestra (6,4%) en fjöldi nýskrán- inga stóð í stað á Vestfjörðum. Ef samanburður á nýskráningum eftir landssvæðum er gerður með hlið- sjón af mannfjöldakemurnokkuð merki- leg mynd í ljós. Fjöldi fyrirtækja á hverja þúsund íbúa getur gefið vísbendingu um samanburð á athafnamennsku á ein- stökum landssvæðum. Á síðasta ári þegar þessi samanburður var fyrst gerð- ur hér í Vísbendingu (sjá 13. tbl. 2001) þá vakti það nokkra athygli að hlutfallið varörlítið hærra á Vestfjörðum (8,34) en það var á höfuðborgarsvæðinu (8,33). Nú er samanburðurinn enn athygli- verðari því að hlutfallið er langhæst á Vestfjörðum, 8,49 nýskráð fyrirtæki á hverja þúsund íbúa á meðan það er 7,22 á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er næsthæst. Þetta stafar af því að ný- skráningar hafa staðið í stað á Vest- fjörðum þrátt fyrir að íbúum þar hafi fækkað um 1,6% á árinu. Á sama tíma fækkaði hins vegar nýskráðum fyrir- tækjum á höfuðborgarsvæðinu þó að Mynd 1. Fjöldi nýskráninga hlutafélaga og einkahlutafélaga 1996 1997 1998 1999 2000 2001 Mynd 2. Hlutfallslegur fjöldi nýskráninga e. landssvœðum 2001 Norðurland e! 6,0% Norðurland v 2,7% Vestfirðir 3,6% Vesturland 5,0% Suðurnes 4,8% íbúunt þess hafi fjölgað um 1,7%. Hlutfall nýskráðra fyrirtækja á mannfjöldaferþó ekki einungis vaxandi á V estfj örðum heldur óx hlutfallið einnig á Vesturlandi (6,44) og Norðurlandi vestra (5,37). Á báðum stöðum ljölgaði nýskráðum fyrirtækjum á milli ára og íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 1,3% en hins vegar fækkaði íbúum um 1,2% á Norðurlandi vestra á árinu. Fyrir vikið hækkar nýskráningarhlutfallið mest á milli ára á Norðurlandi vestra, um 7,8%, en minna á Vesturlandi (6,7%) og á Vest- fjörðum (1,7%). Annars staðar dregst hlutfallið saman. Mestur samdráttur nýskráningar- hlutfallsins á milli ára er á Suðurlandi þar sem hlutfallið lækkar um 14,5% og stendur í 5,35. Einnig lækkar hlutfallið mikið á Norðurlandi eystra (13,6%) og höfuðborgarsvæðinu (13,2%). Fyrir vikið er nýskráningarhlutfallið lang- lægst á Norðurlandi eystra eða 4,24. íbúum Ijölgaði þóumO,6%áNorðurlandi eystra en þeim fækkaði hins vegar um 1,1% á Austurlandi þar sem nýskrán- ingarhlutfallið er næstlægst eða 4,92 fyrirtæki á hverja þúsund íbúa. Nýliðun Þegar skoðað er hvaða fyrirtæki verið er að stofna má sjá að það endur- speglar að vissu leyti markaðsaðstæður. Það er t.d. áberandi hve nýskráningum eignarhaldsfélaga fækkar mikið, eða um 101, og fer úr 176 í 75 á síðasta ári, sem er til marks um áhrif sveiflunnar sem orðið hefur á hlutabréfamarkaði á milli ára. Einnig má sjá að niðursveiflan á tölvu- og hugbúnaðarmarkaðinum kemur fram íþessum tölum en 52 fyrirtæki í hugbúnaðargerð voru stofnuð á árinu en 86 árið 2000 og 66 árið 1999. Flest nýskráð fyrirtæki á síðasta ári tengdust húsbyggingum og mannvirkjagerð eða 126 talsins og fækkar urn átta frá árinu á undan. En slíkum fyrirtækjum hefur fjölgað svo um nemur allan seinni hluta tíunda áratugarins sem er til marks um þá grósku sem hefur verið í byggingar- iðnaði síðustu ár en hefur að einhverju leyti staðnað eða dregist saman undan- farna mánuði. Ýmsir þættir geta haft áhrif á hlutfall nýliðunar í ákveðinni atvinnugrein. í atvinnugrein eins og húsbyggingum og ntannvirkjagerð er t.d. líklegt að títt sé skipt um kennitölur vegna þeirrar áhættu sem fylgir slíkum rekstri. Einnig er unt ntikla nýliðun að ræða í greinum sem ekki þarfnast mikillar þekkingar eða geta verið háðar miklum tískusveiflum eins og t.d. matsölustaðir. Þar er líka dæmi um atvinnugrein sem þarfnast tiltölulega lítillar fjárfestingar en fjár- festingarþröskuldurinn ræður miklu um tíðni nýrra fyrirtækja. Jafnan eru það þó lagalegar hömlur sem hafa staðið hvað mest í vegi fyrir að ný fyrirtæki verði til í ákveðnunt atvinnugreinum. Það er tiltölulega stull síöan við- skipta- og hagfræðin fór að taka nýliðun með í reikninginn sent áhrifavald á sam- keppni og virðist sumum undarlegt í ljósi þess að nýjar atvinnugreinar verða ekki til án nýrrafyrirtækja. Æ fleiri aðhyll- ast hins vegar þá kenningar að nýliðun gegni ekki aðeins mikilvægu hlutverki í sköpun nýrra atvinnugreina heldur ekki síður í því að endurskipuleggja gamlar atvinnugreinar og „mettaða“ markaði. Ný fyrirtæki ýta þannig óskilvirkum fyrirtækjum út af markaðinum og geta um leið skapað virkari samkeppni á markaðinum og aukið framleiðni hag- kerfisins. Nýliðun hefur þannig mikilvægu hlutverki að gegna í hagkerfi eins og því íslenska (sjá einnig „Fákeppni og framleiðni", 20. tbl. 2001). Það er þess vegna áhyggjuefni fyrir ákveðin lands- svæði ef hlutfall nýskráninga er mjög lágt. Fáar nýskráningar ættu líka að vera áhyggjuefni fyrir hagkerfið í heild. Fræðimenn hafa í auknum mæli notast við það sem kalla mætti veltuhlutfall fyrirtækja, þ.e. samanlögð ný og afskráð fyrirtæki sem hlutfall af heildarfjölda fyrirtækja, til þess að meta grósku á markaði. Því hærra sem veltuhlutfallið 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.