Vísbending


Vísbending - 18.10.2002, Blaðsíða 4

Vísbending - 18.10.2002, Blaðsíða 4
V ISBENDING (Framhald af síðu 3) allvel að þessari framtíðarmynd, einkum ef ráðist verður í þær álframkvæmdir sem unnið er að um þessar mundir. Einnig má segja að almennir fjári’estar meti horfurnar á svipaðan hátt, meðal annars bendir þróun hlutabréfaverðs til þess að erfiðasti hjallinn sé að baki í íslenskum efnahagsmálum og fram undan sé greiðari leið. Óvissa ótt horfurnar séu að mörgu leyti hagstæðar er nauðsynlegt að hafa í huga að spár og framreikningar af því tagi sem hér hafa verið gerðir að umtals- efni eru mikilli óvissu háðir. I því efni skipta líklega þrjú atriði mestu máli. Þar ber fyrst að nefna áðurnefndar álfram- kvæmdir. Akvarðanir um þær liggja enn ekki fyrir eins og kunnugt er. Enginn velkist í vafa um að þær hefðu mikil áhrif á vöxt og umsvif í þjóðarbúskapnum á næstu árum. I öðru lagi getur umhverfið í alþjóðaefnahagsmálum breyst á skömmum tíma ef ráðist verður inn í írak. Þetta er raunhæfur möguleiki við núverandi aðstæður en engin leið er að (Framhald af síðu 1) Leiðréttingin Eftir að nýsköpun varð lykilorð í hag- sældarumræðunni þá hafa fleiri og fleiri aðhyllst kenningar Schumpeters um „skapandi eyðileggingu“í tengslum við fyrirtækjakerfið þó að þeir hafi ekki tengt þær efnahagskerfinu. En sam- kvæmt þeim kenningum verða fyrirtæki með nýjungar að leysa gömul og stöðn- uð fyrirtæki af hólmi til þess að atvinnu- greinar geti stöðugt skapað verðmæti. Að sama skapi verða nýjar atvinnu- greinar að leysa úreltar atvinnugreinar af hólmi. Þetta virðist að mörgu leyti skynsamlegt mat þó að rannsóknum beri ekld saman um virkni þessara kiafta. U m leið og flestir gera sér grein fyrir að mikill ávinningur getur fylgt slíkum umbótum og þær eru oft nauðsynlegar til þess að atvinnugreinar og hagkerfi fái þrifist, þá gera þeir oft allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir þær með því að tryggja stöðugleikann og að gömlu fyrirtækin og atvinnugreinarnar fái lifað eins og áður. Vandamálið er oftast að „kostn- aður“ umbreytinganna erof mikill þegar menn eru sáttir við stöðuna þó að hún geti verðið ávísun á stöðnun. Breyting- arnar verða því oft ekki að veruleika fyrr en fyrirtæki og atvinnugreinar eru ntilli steins og sleggju. Stöðugar umbætur ættu að vera eitt aðalmarkmið hverrar þjóðar en þversögnin gæti verið sú að það er óstöðugleikinn en ekki stöðug- leikinn sem tryggir þær. Heimildir: Byggt á greinasafninu The unfinishedrecession, sem birtist í The Economist (28. sept. - 4. okt.). sjá fyrir með vissu hverjar yrðu efna- hagslegar afleiðingar slíkra aðgerða. Ahrifin yrðu þó sennilega óhagstæð til skamms tíma meðal annars vegna hækk- unar á olíuverði. I öðru lagi kann batinn í efnahagsmálunt á alþjóðavettvangi að Iáta á sér standa. Ef það gerist má ætla að það muni bitna á íslensku efnahagslífi í ríkari mæli en hingað til. I því sambandi hafa til að mynda hugbúnaðar- og líf- tæknifyrirtæki átt undir högg að sækja að undanförnu og viðbúið er að svo verði áfram ef ekki fer að rofa til í heims- búskapnum. Jafnframt gætu áhrifin farið að setja mark sitt á aðrar greinar. Af þessum orðum sögðum er því slegið hér fram að ef til vill verði hag- vöxturinn minni hér á landi á næstu árum en almennt virðist reiknað með í þeim dæmum sem gera ekki ráð fyrir álvers- framkvæmdum. Það kann því að vera skynsamlegt fyrir stjórnvöld að búa sig undir að gefa meiri slaka í hagstjóm, ef svo fer, til að koma í veg fyrir hagvaxtar- leysi og vaxandi atvinnuleysi. Verði hins vegar ráðist í umræddar fram- kvæmdir verður viðfangsefnið að fyrir- byggja að þensla fari að grafa um sig á ný. (Framhald af síðu 2) andi svigrúm til fegurðardýrkunar og lífsnautnar á almennan mælikvarða og sveigja tilhögun framkvæmda eftir föngum til að sætta heilbrigð megin- sjónarmið. Abyrg nýting auðlinda Meginniðurstaðan um endurland- nám hálendisins má þannig teljast vera verulega tímabilabundin. Framan af hlýtur samfélagið að Ijúka því verk- efni sínu að löghelga réttindaskipan á vettvangi þjóðlendna og taka fulla ábyrgð á ráðstöfun rýmis og náttúru- gæða til mismunandi nota. Þaðan af og til langrarframtíðarætti að veitast kostur á einkavæðingu lil jákvæðra úrlausna og ábyrgðar á nýtingu auðlinda há- lendisins undir almennri leiðsögn opin- berrar stjórnsýslu. ( Vísbendingin ] C \ ann 16. október síðastliðinn til- kynntu Flugleiðir að félagið hefði ákveðið að lækka lægstu l'argjöldin um allt að 37%. Þeir sem ferðast títt urðu að vonum hæstánægðir en kom þessi til- kynning þó verulega á óvart. Skýringin kom svo síðar um daginn. Annars vegar er verið að stofna íslenskt lágfargjalda- flugfélag og hins vegar hafa heyrst fregnir af því að Ryanair, sem er best rekna lágfargjaldaflugfélag Evrópu, hafi hug á að hefja áætlunarflug hingað til lands. Samkeppnishótunin snarvirkar. Aðrir sálmar ^_________________________________/ ( A Errare humanum est að er algengt hjá þeim sem vilja sýna fram á að hér á landi sé margt sem betur megi fara að vitna til útlanda máli sínu til stuðnings. A ársfundi Trygg- ingastofnunar hélt prestur áhugavert erindi um félagslega kerfið á íslandi. Ein helsta niðurstaða hans var sú að hér væri margt að og skreytti hann mál sitt með tilvísun til þess að annars staðar á Norðurlöndum væri mun meira fé veitt til hinna ýmsu málaflokka sem hlutfalli af útgjöldum ríkisins. Munurinn var svo mikill að sumir fundarmenn supu hvelj- ur. En er þetta góður mælikvarði? Ekki komu fram neinar tölur um umfang vandans, aðeins um þá fjárhæð sem notuð væri til að leysa hann. Ekki er ólíklegt að rnörg félagsleg vandamál séu mun stærri í sniðum í þeim löndum sem notuð voru til viðmiðunar en hér á landi. Það er alþekkt að atvinnuleysi er með minnsta móti á Islandi ef tniðað er við Evrópulönd, en því fylgja margir félags- legir kvillar. Augljóst er að minni pen- ingunt er varið til atvinnuleysisbóta hér en erlendis en það sýnir einmitt hve gott ástandið er. Auk þess segir það síður en svo alla söguna að vitna til útgjalda í öðrum löndum. Ætli presturinn hafi ntiklar áhyggjur af því hve miklu minna fé er varið til járnbrauta hér á landi en víðast hvar í Evrópu eða hve útgjöld ti 1 hermála eru lítil á Islandi miðað við önnur lönd? Annað böl, sem hinn ágæti kennimaður nefndi, er lánskjara- vístalan. Hún væri að sliga fjölskyldur, sagði hann, sem væru að koma undir sig fótunum. Þetta er alvarlegri misskiln- ingur hjá klerki en tilvitnunin um útgjöld ríkisins, því að starfi prestsins fylgir meðal annars fjölskylduráðgjöf og það væri ekki gæfulegt, ef hann sneri fjöl- skyldum almennt frá lánum með vísi- tölubindingu, sem veitir þeim öryggi um hlutfallslega jafnar afborganir, yfir í lán með breytilegum vöxtum. Eins og lesendur Vísbendingar þekkja eru raun- vextir hærri á óverðtryggðum lánum vegna óvissu um verðlagsbreytingar. Af þessu má sjá hve mikilvægt það er að kenna undirstöðuatriði hagfræðinnar við guðfræðideildina ekki síður en hagfræðingum er það nauðsynlegt að læra siðfræði. - bj V______________________________ /Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ábyrgðarmaður og Benedikt JóhannessonT Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.