Vísbending


Vísbending - 31.01.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 31.01.2003, Blaðsíða 2
ISBENDING Með gull í tönnunum Bandarískir stríðsæsingamenn hafa hjálpað til við að ýta gull- verði upp í það sem það hefur hæst verið síðan í desember 1996, en mánudaginn 27. janúar síðastliðinn fór únsan af gulli á London-markaðinum upp í 372,5 bandaríkjadollara. Gull hefur næstum hækkað stöðugt síðan í byrjun árs 2001, um 43%. Þetta er athyglivert fyrir þær sakir að flestir voru búnir að afskrifa gull sem fýsilega fjárfestingu og ýmsir farnir að lýsa gulli sem verð- lausum málmi sem hefði ekkert hlutverk í peningakerfi nútímans. Hlutverk og mikilvægi gulls í efnahagskerfi heimsins hefur oft verið umdeilt þar sem því hefur einnig verið lýst sem undirstöðum efnahagskerfisins. Breski leyniþjón- ustumaðurinn James Bond hefur t.d. oft þurft að glíma við menn sem hafa ætlað sér heimsyfirráð og hafa verið blindaðir af mætti gullsins. Setning Bonds í myndinni The world is not enough er skemmtileg tilvísun í þessu samhengi en þar segir hann við Goldie, hipp-hopp tónlistarmanninn sem eitt sinn var kenndur við Björk Guðmunds- dóttur og er þekktur fyrir að vera vel gulltenntur, eitthvað á þessa leið: „I see you put your money where your mouth is.“ Ljóst er að gullsleginn kjafturinn hefur hækkað ólíkt meira í verði síðan en hugsanleg hlutabréfaeign kappans. Gull og Bretton Woods Þekktasta barátta James Bonds við glæpamann sem reynt hefur að nýta sér gull sem vopn til heimsyfirráða er glíman við Goldfinger frá árinu 1964. Söguþráðurinn er eitthvað á þá leið að fjárfestirinn Goldfinger safnar upp gullbirgðum í slíku magni að yfirvöld Bretlands fara að hafa áhyggjur af því að hann sé að grafa undan pundinu þar sem verðgildi þess er háð gulleign seðla- banka Bretlands. Það kemur hins vegar fljótt í ljós að Gullfingur hefur í huga að ræna gullforða Bandaríkjamanna í Fort Knox sem höfðu á þeim tíma í geymslu um 15 milljarða dollara virði í gullstöng- um eða um það bil helming af þekktum forða gulls. Þetta átti að verða til þess að skjóta dollaraverði gulls upp í hæstu hæðir og jafnvel kippa undirstöðunum undan Bretton Woods samkomulaginu. Bond brást hins vegar ekki frekar en fyrri daginn og kom í veg fyrir hrun efnahagskerfisins. Bretton Woods samkomulagið stóð þó ekki mikið lengur því að árið 1971 gekk bandaríkjastjóm út úr kerfinu og markaði það endalok þess en kerfið hafði staðið frá árinu 1947. Skoðanir eru skipt- ar um skýringarnar á því hvers vegna Bretton Woods samstarfið sprakk í loft upp en flestir virðast þó vera á því að ástæðurnar hafi fyrst og fremst verið pólitískar. í fyrsta lagi var verð á gulli, sem var fastsett árið 1934 sem 35 bandaríkjadollarar á únsuna, orðið úrelt eftir seinni heimsstyrjöldina, Kóreu- stríðið og Víetnamstríðið. Allt annað verðlag hafði tvöfaldast og gull var þannig verulega vanmetið. Bandaríkja- menn neituðu hins vegar að hækka virði gulls þar sem stærstu framleiðendumir voru Suður-Afríka og Sovétríkin sem bæði vom litin hornauga af Bandaríkj- unum. Hin meginástæðan var að Banda- ríkin vildu fleyta verðbólgu sem skapað- ist vegna fjármögnunar á Víetnam-stríð- inu að einhverju leyti yfir á Evrópu, m.ö.o. Evrópa og Bandaríkin vom ekki tilbúin til að sættast á sama verð- bólgustig. Þetta tímabil hefur þó verið kallað hið gullna tímabil í hagsögunni enda hefur hagvöxtur heimsins aldrei verið meiri en á þessu árabili. Þegar helstu gjaldmiðlar heimsins voru látnir fljóta í kjölfar endaloka Brett- on Woods samkomulagsins tók verð á gulli að þjóta upp. í lok árs 1974 var únsankomin uppí 200bandaríkjadollara þó að miklu leyti vegna fyrstu olíukrepp- unnarfrá 1973 til 1974. Olíukreppan frá 1979 til 1980 átti þó eftir að hafa enn meiri áhrif þar sem verð á gulli hefur hæst farið í sögu eðalmálmsins í 850 bandaríkjadollara árið 1980. Með eða án olíukreppu leikur lítill vafi á að Gullfingur hefði grætt vel ef honum hefði tekist ætlunarverk sitt (sjá mynd). Gull sem peningar Þúsundir ára eru liðin síðan maðurinn uppgötvaði fyrst gull. í fyrstu var það aðallega notað til skreytinga, hvort sem var í skartgripi eða líkneski, og varð fljótt mikils virði en var þó ekki notað sem gjaldmiðill fyrr en um það bil 700 fyrir Krist þegar kaupmenn í Lýdíu not- uðu gull og silfur sem peningaeiningu. Gull var einnig notað sem gjaldmiðill í Grikklandi hinu forna, 550 fyrir Krist, sem og í Rómaveldi. Smám saman tóku þó aðrir gjaldmiðlar gullinu fram. En gullið fékk á ný mikilvægt hlut- verk á 18. öldinni eftir að Isaac Newton lagði til að virði pundsins jafngilti tilteknum þunga gulls. Gullfóturinn varð til og Bretland hélt sig við hann þar til árið 1797 þegar Bretland fór í stríð við Frakkland. Eftir fall Napóleons var svo gullfóturinn tekinn upp á ný. Um 1880 varð gull leiðandi málmur í hinu alþjóð- lega peningakerfi, silfur og aðrir málmar höfðu áður gegnt mikilvægu hlutyerki, og u.þ.b. tíu árum síðar voru svo öll stærstu ríki heimsins búin að taka upp gullfótinn. Tímabilið frá 1879 til 1914 hefur oft verið kennt við gullfótinn. Eins ogjafnan í sögu peningamála þá er hægt að finna margar ólíkar túlkanir á þessu tímabili og þætti gullfótarins. Engu að síður liggur Ijóst fyrir að tímabilið einkenndist af verðstöðugleika og alþjóðaviðskipti og erlendar fjárfestingar fóru á flug. Að ýmsu leyti hefur viðskiptafrelsi aldrei verið meiraen áþessu tímabili. Hagfræð- inga greinir hins vegar á um hvaða þátt gullfóturinn lék í þeirri þróun. Kerfið hrundi hins vegar í fyrri heimsstyrjöld- inni en gullfóturinn var tekinn upp aftur árið 1924 og var haldið fram til ársins 1931 þegar gjaldmiðlar voru settir á flot til þess að reyna að hjálpa hagkerfum upp úr kreppunni miklu. Gull kom svo (Framhald á síðu 4) Verðþróun gulls frá janúar 1971 til janúar 2003 ^ 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.