Vísbending


Vísbending - 23.05.2003, Blaðsíða 1

Vísbending - 23.05.2003, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 23. maí 2003 21. tölublað 21. árgangur Úrelt verðbólgumarkmið? Inýútkomnum Peningamálum Seðla- bankans er skýrt að orði kveðið með það að vaxtabreytingar séu ekki líklegar á næstunni. Hins vegar hefur bankinn gefið skýr merki um að hann hyggist hækka vexti þegar verðbólgu- þrýstingur vegna stóriðjuframkvæmda fer að gera vart við sig. Verðbólgumark- miðið skal standa. Athyglivert er að á sama tíma hafa erlendir seðlabankar ver- ið að efast um sín verðbólgumarkmið, hvort lítil sem engin verðbólga sé gott markmið við núverandi aðstæður. Nýr áhættuþáttur Síðustu þrjátíu árin eða svo hefur barátta seðlabanka um heim allan fyrst og fremst snúist um verðbólgu. Nú virðist sem hægt sé að fagna sigri á þessum ógnvaldi peningakerfisins. Verðbólga í Bandaríkjunum og Evru- landi er nú í kringum 2% og virðist fara lækkandi og í Japan hefur orðið verð- hjöðnun síðustu árin. A fundum fjár- málaráðherra og seðlabankastjóra stór- velda að undanförnu hefur mátt heyra að áhyggjurnar snúast ekki jafnmikið og áður um verðbólgu heldur hafa sér- fræðingar vaxandi áhyggjur af verð- hjöðnun en virðast þó ótrúlega rólegir gagnvart þessum nýja óvætti. Stjórn bandaríska seðlabankans sagði nýlega að frekari lækkun verðbólgu væri „óvel- komin“ en það áttu fæstir von á að heyra frá seðlabanka. Vaxandi hætta Hættan á verðhjöðnun virðist líka vera að aukast en samkvæmt nýrri rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nú mikil hætta á verðhjöðnun í Japan og Þýskalandi (0,5 á skalanum 0 til 1) og nokkur hætta í löndum eins og Kanada, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum (0,2 til 0,3). Sumirhagfræðingar, einsog Martin Wolf, dálkahöfundur Financial Times, hafa hins vegar bent á að verð- hjöðnun sé að vissu leyti þegar farin að hrjá þessi hagkerfi. Hefðbundnir verð- bólgumælikvarðar eiga það til að ýkja verðbólgu þar sem þeir taka ekki tillit til þátta eins og aukinna gæða, þessi skekkja hefur verið metin um 1 til 2% á ári. Sameiginleg neysluvísitala í OECD- ríkjunum var 1,5% að meðaltali á síðasta ári (þegar Tyrkland er undanskilið) sem þýðir að sameiginlega eru OECD-löndin ansi nálægt verðhjöðnun. Hagvöxtur hefureinnig verið lítill síðustu þrjú árin og undirhefðbundinni leitni. Offramboð fer þá vaxandi og er það jafnan merki uin verðhjöðnun þegar geta til þess að framleiða er meiri en raunverulegt fram- boð. Þettabil var0,4% árið 2001 í OECD- löndunum, 1,2% á síðasta ári og spáin fyrir þetta ár er 1,8%. I Þýskalandi er bilið orðið uin 2,3% en yfir 1,2% í flestum öðrum iðnríkjum. Því stærra sem bilið er því meiri er verðhjöðnunarhættan. Offj árfestingarvandi Þegar efnahagsþróunin síðustu miss- erin er skoðuð þá virðist það koma æ betur í ljós að þessi niðursveifla er ekki hefðbundin niðursveifla í ætt við þær sem orðið hafa síðan eftir seinni heimsstyrjöld. Hún líkist miklu frekar þeim niðursveiflum sem voru tíðar fyrir seinni heimsstyrjöldina og kreppunni miklu sem þjakaði heimshagkerfið um langa tíð. Offjárfesting var sjúkdóms- valdurinn og verðhjöðnun kveisan. Vandamálið við slíkar niðursveiflur er að þeim verður ekki svo auðveldlega afstýrt með breyttu vaxtastigi eins og hægt er í tilviki verðbólguvandans. Við aðstæður eins og nú þyrftu vextir að geta lækkað verulega en vextir beggja vegna Atlantshafsins hafa ekki verið jafnlágir og nú í háa herrans tíð og svigrúm til frekari lækkana ekki mikið og spurning hvort frekari lækkanir myndu breyta nokkru þegar verulegar vaxta- lækkanir í Bandaríkjunum hafa ekki náð að minnka framleiðslugapið. Samt er eina lækningin við verðhjöðnun aukin eftirspurn. Lausnin sem flestir hagfræð- ingar virðast benda á er fólgin í auknum umsvifum hins opinbera, m.a. að ráðast í ný verkefni og hækka atvinnuleysis- bætur. Eini gallinn er að þetta er að mörgu leyti það sem Japanir hafa verið að reyna að gera síðustu árin með þeint árangri að gífurlegar skuldir hafa safnast fyrir. Þegareinu sinni erbúið að stígaí gildruna virðist erfitt að losna á ný. Japanski seðlabankinn var sakaður um seinagang í að verjast verðhjöðnuninni en það er stór spurning hvort önnur lönd séu betur í stakk búin til þess að takast á við vandann. Litlaráhyggjur? Iframsögu sinni fyrir þingið þann 21. maí síðastliðinn sagði Alan Green- span að hættan á verðhjöðnun væri „minniháttar“ og að seðlabankinn gæti vel varist slíkri hættu. I evrópska seðla- bankanum hefur Wim Duisenberg hald- ið vöxtum óbreyttum þrátt fyrir hækk- andi gengi evrunnar og kreppu í Þýska- landi. Gjaldmiðlar leika stórt hlutverk því að lækkun dollarans getur gert Greenspan kleift að anda léttar þar sem verðhjöðnunin verður þá að vissu leyti „flutt“ til Evrópu sem er þá í enn rneiri klemmu en ella. Evrópski seðlabankinn hefur einnig verið að gefa merki um að hann muni slaka á verðbólgumarkmiði sínu, en verðbólguþakið er sett 2%, til þess að hefta ekki hagvöxt. Hagfræðing- ar hafa þó bent á að skynsantlegra væri að hækka verðbólguviðmiðið og gæta þess vel að verðbólga fari ekki niður fyrir 1,5% í neinu af evru-löndunum. Evrópa verður að hrista af sér einkenni verðhjöðnunar, en á ósveigjanlegum vinnumarkaði þýðir verðhjöðnun ein- faldlega gjaldþrot og atvinnuleysi. Eitt- hvað sem er ekki kærkomið í Evrulandi. Annarheimur Þessi umsnúningur í alþjóðlegunt peningamálum vekur spurningar um stöðuna hér á landi. Hvort verðbólga geti verið vandamál þegar verðhjöðnun er aðaláhyggjuefni stórra efnahagsrfkja til beggja hliða. Ólíklegt er annað en að slík verðhjöðnun yrði að einhverju leyti flutt til landsins og myndi þá slá á móti innlendri þenslu vegna stórvirkjana. „Sterkur" gjaldmiðill og þensla eru enn og verða um sinn stærstu viðfangsefni efnahags- og peningamála hér á landi. Verðbólgustríðið virðist , I vera unnið víðast hvar en X nýr óvæltur hefur birst í y formi verðhjöðnunar. Bandaríkjadollari hefur ) verið að falla jafnt og þétt síðastliðið ár sern mun hafa ^ Þórður Friðjónsson, for- X stjóri Kauphallar íslands, / Ijallar um hvoit forsendur séu fyrir alþjóðlegan sjáv- a arútvegsmarkað með skrác? '| fyrirtæki í sjávarútvegi og T tengdum greinum hér á landi. > ,—v—bm ,r\ yA , 7 sÍ^OtAbOWá^// >/• 'd

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.