Vísbending


Vísbending - 30.05.2003, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.05.2003, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 3) króna á gráa markaðinum í júní 1999 af bandarískum fjárfestum (þar af eignuð- ust bankamir þrír 94%). A blaðamanna- fundi þar sem kaupin voru kynnt fóru bankastjórar lofsamlegum orðum um fyrirtækið. Fram kom í máli eins þeirra og forstjóra Erfðagreiningar, að markmiðið með kaupunum væri að íslendingar fengju að njóta sem mest ávinningsins af fyrirtækinu. Forstjóri ÍE sagði, að frumkvæðið að viðskiptunum hefði komið fráIslandi. I grein í Morgunblað- inu hélt Margeir Pétursson því fram að kaupin sýndu að í Erfðagreiningu lægi eitt magnaðasta viðskiptatækifæri sem Islendingar hefðu staðið frammi fyrir. Hann tók þó frarn að orð sín mætti ekki skilja þannig að hann mælti með kaupum á bréfunum. Bönkunum gekk vel að selja bréfin, ef marka má fréttir. 1 upphaft árs 2000 kemur fram í Morg- unblaðinu að DeCode-bréf seljist fyrir rúmlega 50 dali og markaðsverð alls fyrirtækisins sé líklega samkvæmt því nálægt 1 OOmilljörðum króna. Alls keyptu um 6000 manns bréf í fyrirtækinu á gráum markaði áður en það var skráð á Nasdaq- markaðinum bandaríska sumarið 2000. Utboðsgengi var 18 dalir, mun lægra en gengið hafði verið á gráa markaðinum, en það hækkaði fljótt í 25 dali. Þróun gengisins frá skráningu má sjá á mynd 1. Þar sést að það hrundi á seinni hluta ársins 2000. Árið 2002 lækkaði það enn, en hefur heldur braggast að undanförnu og er um 3 dalir á hlut í lok maí. Á mynd 2 sést að afkoma IE hefur verið mjög slæm og versnað fremur en hitt á seinni árum. Góðar fréttir eru að tekjur fyrirtækisins hafa aukist smám saman. En útgjöldin hafa vaxið meira. Hér verður þó að athuga að kostnaður vegna fjölda uppsagna setur strik í af- komu ársins 2002. Á fyrsta fjórðungi ársins 2003 voru tekjur fyrirtækisins um 12milljónirdala,entapiðuml3milljónir. Fyrirtækið átti 73 milljónir í sjóði í lok mars, eigið fé var 113 milljónir dala. Erfitt er að sjá að neitt sérstakt valdi hruni hlutabréfa í DeCode, annað en löng bið eftir batnandi afkomu. Enn erfiðara er þó að skýra hið háa gengi sem áður varábréfum ífyrirtækinu. Mið- að við líklegaávöxtunarkröfu hefði fyrir- tækið þurft að skila tugmilljarða hagn- aði á ári til þess að standa undir rúmlega 50 dala gengi á hlut og um 100 milljarða króna markaðsverðmæti hlutabréfa. Mjög ólíklegt er að vísu að slíkir útreikn- ingar hafi yfirleitt legið að baki kaupunt á þessu gengi. Líklegrí skýring á geng- inu er andinn í þjóðfélaginu. Fyrirtækið nautalmennrarvelvildarog vartil dæmis um tíma vinsælasta fyrirtæki landsins í könnun Frjálsrar verslunar. Sumum kaupendum hefur vafalaust þótt gengi bréfanna í hærra lagi en treyst því að bólan héldi áfram að stækka svo að þeir gætu selt bréfin aftur á enn hærra gengi. Víti til varnaðar Eigið fé DeCode hefur skroppið sam- an um rúman helming á rúmum tveimur árum. Áform um smíði gagna- grunnsins umdeilda voru í fyrra lögð til hliðari bili. Gerð hans er afar dýr og erf i tl að ímynda sér að fyrirtækið hafi efni á að búa hann til á næstunni. Þar með er sérstaða fyrirtækisins á sviði erfðarann- sókna að miklu leyti horfin. Ekki er úti- lokað að stjórnendum þess takist að tryggja rekstur þess áfram, en ljóst virðist að það stendur ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til þess. Margir af þeim 6.000 hluthöfum sem keyptu hlut í fyrirtækinu á gráa rnark- aðinum fengu lán til kaupanna í bönkum. Aðrir vörðu miklum hluta af sparifé sínu í kaupin. Engin ástæða er til þess að vorkennakaupendunum mikið, þeirtóku áhættu og töpuðu. Hins vegar er sjálf- sagt að reyna að halda reynslu þeirra til haga svo að seinni tíma fjárfestar geti lært af henni. Helstu heimildir: Schiller, Robert (2000): Irrational Exuberance, Princeton University Press. Morgunblaðið, gagnasafn. Nasdaq. (Framliald af síðu 2) tilteknar tegundir af stefnukortum. Með kennslu og æfingu má auka færnina verulega í að syngja og gera stefnukort. Fáir geta sungið eða gert stefnukort fyrir aðra með góðum árangri. Spurning um fagmennsku Flest fyrirtæki og stofnanir geta haft gagn af því að innleiða stefnumiðað árangursmat á einhvern hátt. I sumum tilvikum væri skynsamlegt að verja aðeins örfáum dagsverkum í verkefnið en íöðrum tilvikum væri eðlilegt umfang nokkur ársverk. Árangurinn fer eftir mörgu. Ef góður fagmaður stýrir verki nu má vænta þess að ávinningurinn geti orðið í samræmi við þá vinnu sem lögð er í verkið. Ef farið er í innleiðingu án góðs skilnings á aðferðafræðinni má líta á þetta sem happdrætti, kannski gengur allt vel en kannski verður ávinn- ingurinn minni en enginn. [ Vísbendingin ] f - N Væntingar almennings um betri tíma virðast víða vera að aukast. Hér á landi hefur væntingavísitala Gallups ekki mælst hærri síðan mælingar hófust árið 2000. var 126 nú í apríl en 116 í mars en hún var innan við hundrað í lok síðasta árs. Víða annars staðar er einnig að birta yfir væntingum þó ekki í sama mæli og hér. í Bandaríkjunum hækkaði visitalan úr 81,0 í rnars í 83,8 nú í apríl. Og meira að segja eru væntingarnar að aukast í Þýskalandi en þar hækkaði væntingavísitalan úr 86,6 í 87,6 nú í apríl. ISBENDING Aðrir sálmar Glæpur og refsing Þessa daga er af mörgu að taka. Við erum fljót að smj atta á þ ví þegar grun- ur kviknar um að einhver hafi misstigið sig, en látum svo sem ekkerthafi í skorist þegar í ljós kemur að hlutirnir voru ekki eins og við héldum. Að vísu finnst manni að grunur ætti að vakna við það eitt að fyrirtæki heiti Alvara lífsins, en það eru fordómar. Enn á ný vakna spurningar um það hvort viðbrögð yfirvalda og þar á eftir þjóðfélagsins alls, séu í samræmi við rneinta glæpi. Rannsókna- og eftir- litsstofnanir leggja mikið upp úr því að aðgerðir þeirra séu sýnilegar. Auðvitað á ekki að gera lítið úr hættunni á því að menn eyðileggi sönnunargögn, en ætli hún sé mjög mikil í því máli sem tengist JP Nordiska? Fjárhæðirnar eru reyndar ekki aðalatriði í málinu heldur hitt hvort sumir bjuggu yfir meiri upplýsingum en allur almenningur, sem virðist reyndar í fljótu bragði hafa verið býsna vel upplýstur. Það er ljóst að fæstum frum- herjum á íslenska markaðinum hefði orðið misdægurtaf miklu umfangsmeiri kaupum þar sem minni upplýsingar hefðu legið fyrir. I fljótu bragði virðist sem nóg hefði verið að yfirvöld skrifuðu bréf þar sem beðið hefði verið um upp- lýsingar. En þá hefði aðalrefsingunni, opinbem húsleit, auðvitað verið sleppt. Grænakrumlan Tvö atriði í stjórnarsáttmálanum eru umdeild meðal hagfræðinga, skatta- lækkanir og aukning húsnæðislána. Skattalækkanir eru góðar vegna þess að þær draga úr umfangi ríkisins og hvetja til aðhalds auk þess sem hlutur einstaklinga verður betri. Þess vegna eiga menn ekki að horfa á tímabundin áhrif þeirra einmitt rneðan ríkið stendur í uppbyggingu stórvirkjunar heldur fremur horfa til jákvæðra langtímaáhrifa skattalækkana. Um hækkun lánveitinga ríkisins gegnir þveröfugu máli. Þar eru stjórnvöld enn einu sinni að seilast inn á svið einkamarkaðarins, einmitt þegar ríkið og stjórnmálamenn hafa loks sleppt krumlunni af bankakerfinu. Það væru gæfulegri skref hins unga framsóknar- ráðherra að losa húsnæðiskerfið úr viðj- um rfkisins en auka umfang þess. - bj N___________________________________- f Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ' Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.