Vísbending


Vísbending - 05.09.2003, Blaðsíða 3

Vísbending - 05.09.2003, Blaðsíða 3
ISBENDING Verðbólgumarkmið og árangur Guðmundur Magnússon hagfræðingur Seðlabanki Islands og ríkisstjórnin lýstu því yfir vorið 2001 að tekið yrði upp verðbólgumarkmið í stað þeirrar gengisstefnu sem fylgt hafði verið um hríð. Skyldi hin nýja stefna koma til framkvæmda að fullu í árslok 2003. Reyndar voru góð ráð dýr því að gengisstefnan var að bresta. Hyggilegt hefði verið að innleiða hinn nýja sið nokkru fyrr, áður en verðbólgualdan árið 2001 reið yfir. Krónan var strax sett á flot þótt Seðlabankinn ætlaði sér að hafa afskipti af gengismarkaðinum ef honum þætti ástæða til. Nokkur reynsla hafði þá fengist af hagstjórn með verðbólgumarkmið að leiðarljósi í nokkrum öðrum löndum, svo sem Nýja-Sjálandi sem reið á vaðið árið 1990, Svíþjóð og Bretlandi. Nú munu 21 land hafa ákveðið þessa stefnu með formlegum hætti.'Auk þess hefur Seðlabanki Evrópu sett sér verðbólgu- markmið og segja má að aðildarríki Myntbandalags Evrópu fylgi þessari stefnu óbeint, sbr. síðar. Hér verður skoðað hvernig til hefur tekist með markmiðið í Bretlandi og Svíþjóð, hjá Seðlabanka Evrópu (ECB), svo og hér á landi. S Arangur Svía og Breta Markmið Seðlabanka Bretlands er að verðbólga sé á bilinu 1,5-3,5% á ári með 2,5% miðtölu. Verðbólga í Bretlandi var nálægt 2% frá því í júlí 1999 til desember 2001 og ætíð innan vikmarka (sjá mynd 1). Markmið Seðlabanka Svíþjóðar er urn 2% verðbólga á ári með vikmörkum frá 1-3%. Verðbólgan hefur farið út fyrir mörkin en þá um skamma hríð hverju sinni; upp fyrir þau 1995, 2001 og 2003 en niður fyrir þau 1996, 1998 og 1999. Reyndar hefur bankanum skeikað meira varðandi mikla verðhjöðnun en verð- bólgu (sjá mynd 2). S / Arangur á Islandi Seðlabanki íslands stefnir að 2,5% verðbólgu á ári með vikmörkum milli 1 % og 4,5%. Þetta markmið var sett 27. mars 2001 og skyldi nást fyrir árslok 2003 sem sýndist óralangt í burtu þá. Reyndar var markmiðinu náð þegar í nóvember 2002. Það er því tiltölulega stutt tímabil sem unnt er að hafa til við- miðunar við mat á árangri verðbólgu- Mynd 1. Verðbólga og verbólguvikmörk í Bretlandi (%) Mynd 2. Verðbólga og verbólguvikmörk í Svíþjóð (%) stefnunnar hér á landi. Meðfylgjandi línurit sýnir þróun verðbólgu 2000- 2002, svo og markmið og vikmörk 2001 - 2002. Aðalviðmið verðbólgunnar er breyting á vísitölu neysluverðs en Seðlabankinn hefur einnig stuðst við svonefndar kjamavísitölur 1 og 2. f þeirri fyrrnefndu er sleppt verði á grænmeti, ávöxtum, landbúnaðarvörum og olíu- afurðum en í þeirri síðarnefndu er verði opinberrar þjónustu einnig eytt úr vísi- tölunni. Sem sjá má lofar hin nýja tilhögun góðu en reyna mun á þolrifin í henni á næstu árum við þensluna samfara mestu framkvæmdum íslandssögunnar. ✓ Arangur Evrópubankans Þess var getið að ECB sækir að verð- bólgumarkmiði sem þýðir að í Mynt- bandalagi Evrópu er stefnt að tilteknu (vegnu) meðaltali verðbólgu í aðildar- löndununr. Hvert landanna um sig getur þó leyft sér að víkja frá þessari sameigin- legu marktölu tímabundið eins og reynslan sýnir. Gengisfestan í banda- laginu veitir aukið frelsi í verðlagsmálum en verðbólgumarkmið hér á landi meiri sveigjanleika í gengismálum. Markmið ECB er metnaðarfyllra en seðlabanka þeirra þriggja landa sem fjallað var um hér að ofan, þ.e. um 1% Verðbólga, rerðbólgumarkmið Seðlabankans og þoknörk2000-2002 WeimMrHagslofa Islands, Seðlabanki IslanA verðbólga að jafnaði með vikmörkum milli 0-2% á ári. Bankinn hefur nýlega tekið til starfa svo að fáar tölur eru til viðmiðunar. Verðbólgan á evrusvæðinu varð hins vegar meiri en 2% um stund árin 1996 og 2000. Sameiginleg markmið? Hvort skyldi nú vera heppilegra eigin markmið eða sameiginlegt milli landa í þessum efnum? Hagfræðing- urinn Knut Wicksell velti þessu fyrstur fyrir sér án þess að kveða upp úr með hvort væri betra.3 Hann taldi þetta reyndar vera val milli tveggja slæmra kosta; annars vegar breytilegs verðlags í löndum með sameiginlega mynt (og þar af leiðandi engar gengisbreytingar innbyrðis) en hins vegar sveiflukennds gengis í löndum með eigin verðbólgu- markmið. Þetta leiðir hugann að kostum og göllum myntsamstarfs. I stað þess að meta þetta út frá efnahagslegum forsend- um eins og innbyrðis viðskiptum, sveigj- anleika markaða, hreyfanleika vinnuafls og samhverfu hagsveiflunnar, mætti bera saman verðbólgu og breytileika hennar í annars vegar myntbandalagi og hins vegar hjá einstökum löndum með verðbólgumarkmið á landsvísu. Svarið bíður reynslutalna en benda má á að stöðugleiki og samleitni í verðlags- inálum á evrusvæðinu hefur verið meiri upp á síðkastið en nokkru sinni fyrr í sögu landanna.4 1. Sbr. ræðu Birgis ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra á ársfundi Seðiabankans 2002. Peningamál 2/2003, s. 62-68. 2. Hér er stuðst við Lars Jonung: National or International Inflation Targeting? The Wicksellian Dilemma of Sweden and the UK. Conferencc Paper. European Integration in Swedish Economic Research. Mölle, May 2003. 3. Sbr. L. Jonung, op.cit., en hann vísar til K. Wicksell: Geltzins und Giiterpreise frá 1898. Gefið út á ensku 1936: Interest and Prices. 4. Sbr. M.D. Bordo og L. Jonung. “A Retum to the Convertibility Principle? Monetary and Fiscal Regimcs in Historical Pcrspective. Thc International Evidence." í A. Lejonhvud, útg., Monetary Theory and Policy Experience. Palgrave. London, 2001. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.