Vísbending


Vísbending - 06.02.2004, Blaðsíða 4

Vísbending - 06.02.2004, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 1) og Indlandi. Hreinar skuldir Bandaríkj- anna eru meiri en tvö þúsund milljarðar. Samanlagðar skuldir Bandaríkjanna eru yfir sjö þúsund milljarðar. Það er ekki einungis bandaríska ríkið sem er rekið meðhalla, fylki, fyrirtæki ogalmenningur eyða einnig um efni fram. Rogoff bendir á að jafnvel í ríkasta landi í heimi sé ekki endalaust hægt að safna upp skuldum, það komi að skuldadögum. Þó að sér- fræðingar stjórnarinnar telji að Banda- ríkin geti alltaf bætt við sig dálitlu af erlendum skuldum þá segir Rogoff það vera svipaða blekkingu og hjá alkahól- ista sem heldur alltaf að hann þoli eitt glas til. Þessa skuldasöfnun þarf einn góð- an veðurdag að stoppa en hægari skuldasöfnun en nú er gæti leitt til þess að dollarinn hríðfalli að mati Rogoffs. Ef bandarískt hagkerfi verður fyrir alvar- legu áfalli tekur það fleiri stórveldi með sér í fallinu þar sem Bandaríkin hafa verið mótor heimshagkerfisins síðustu árin. Þetta er einmitt sú hætta sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn vakti athygli ánú í lokjanúar, ef ekkert verður gert til þess að snúa þessari þróun bandaríska hallans við þá þýðir það ekki einungis verulega krísu í Bandaríkjunum heldur jafnframt í heimshagkerfinu. Ahrifhallans að er að mörgu leyti undarlegt að ekki hafi verið gerð harðari atlaga að stjórn Bush vegna halla ríkissjóðsins, sérstaklega í ljósi þess að allt sem hún hefur látið fara frá sér um málið hefur ekki verið mjög ábyggilegt. Þegar Bill Clinton tók þált í forseta- kosningaslagnum í fyrsta skipti tókst honum að snúa gangi mála við með slagorðinu „það er hagkerfið, bjáninn þinn“. Ef til vill getur frambjóðandi demókrata leikið svipaðan leik með „hallann“ í forsetakosningunum í lok ársins. Það ætti vissulega að vera auð- skiljanlegri orðaleikur í slagorðasmíð- inni að benda almenningi á að verið sé að skuldsetja börnin þeirra og fyrir- byggja að nokkur möguleiki sé á að greiða ellilífeyri út í framtíðinni eða tryggja almenna heilbrigðisþjónustu. Einnig ættu skynsamari kjósendur að geta gert sér grein fyrir því að þessi hallarekstur mun að lokum leiða banda- ríska hagkerfíð í verulegar ógöngur, og það fyrr en seinna, og draga þá heims- hagkerfið með sér í fallinu. Erlendir fjárfestar munu í auknum mæli gera sér grein fyrir þeirri óumflýjanlegu þróun og grafa undan dollaranum ef þeir gera ekki áhlaup, vextir verða að hækka og fjárfestingar dragast saman sem leiðir að lokum til minni framleiðni og tekju- vaxtar. Bólan sem hefur verið að mynd- ast á hlutabréfamarkaðinum hjaðnar þá hratt. Það er hallinn, bjáninn þinn! (Framhald af síðu 2) garðana. Engu að síður getur sama slagorðið og lagði grunninn að vel- gengni fyrirtækisins orðið því að falli: „aðeins það besta er nægilega gott““. Greinin í Vísbendingu var reyndar hluti af viðameiri greiningu á Lego sem unnin var við danskan háskóla. Niður- staðan þótti þá skáldleg frekar en raunhæf í umsögn danskra stefnumót- unarfræðinga. Það var hugsanlega vegna þess að Lego hafði þá stöðu að vera stolt viðskiptalífsins, efst á óska- lista útskrifaðra viðskiptafræðinga í Danmörku og almennt yfir gagnrýni hafið. Hugsanlega er það þessi skortur á gagnrýni sem hefur orðið til þess að svoillaernúkomiðfyrirþessumerkilega fyrirtæki. Nú er hins vegar búið að gefa út skotleyfi á fyrirtækið ogöllu hvassari gagnrýni má lesa í dönskum blöðum en áður. Gleðinnar dyr Raunasaga Lego snýst fyrst og fremst um stefnumótun. Það hefur sýnt sig að háleitar hugmyndir um árangur og vaxtarmöguleika og ofurtrú á McKinsey-lausnir og MBA-stjórn- endur getur liaft skaðleg áhrif. Enron er frægasta sagan um slíka stefnu. Lego hefur einnig kubbað saman slíkri stefnu sem átti að gera fyrirtækinu kleift að sigra heiminn. Vandamálið virðist hins vegar hafa verið að þegar framtíðarkast- alinn var byggður að þá vantaði talsvert upp á að gert væri næglilega mikið úr undirstoðunum. Það er hins vegar erfitt að kubba saman góða stefnu sérstak- lega þegar miklar væntingar eru gerðar til fyrirtækis, þá hættir við að menn vilji teygja sig lengra en þeir geta mögulega náð. Lego hefði getað lært það af sínum yngstu viðskiptavinum. Lego er þó ekki á leið í ruslakistu sögunnar en árið 2004 verður að fela í sér umsnúning sem tryggir undirstöður fyrirtækisins. Frægð og frami í krafti tískubylgna reyndist öldunginum illa, nú væri betur gengið hægt um gleðinnar dyr. Það virðist þó ekki í bígerð. I Vísbendingin j ~ N Iboltaíþróttum er mikiö lagt upp úr því að leikmenn „tali saman“, bæði í vörn og sókn. Þannig geta leikmenn stutt við bakiðhveráöðrum. Þettahefurstundum verið túlkað svo að menn ættu að öskra í tíma og ótíma. Slík öskur geta verið hvetjandi til skamms tínia en missa marks til lengri tíma. Verst er þó þegar enginn segir neitt og enginn veit hvern- ig á að spila leikinn. Það er ekki fráleitt að starfsmenn fyrirtækja gætu einnig notið góðs af því að „tala saman“ og skilja hvað í því felst. Aðrir sálmar k__________________________________y SPORNað við markaði Alþingismenn hafa nú loks náð ;aman um mjögmikið þjóðþrifamál, að ríkisvæða sparisjóðina. Öllum sem fylgst hafa með málinu er Ijóst hve mikið gagn þingmenn vinna með þessu. Stofn- fjársjóðurinn SES, sem er hugsaður til þessað styrkja líknar- og menningarmál, átti að fá um sex mi 1 Ij arða króna ef af sölu til KB banka yrði. Vextir af því gætu numið um 300 milljónum sem variðyrði til þess að styrkja góð málefni. Sumarið 2002, þegar stofnfjáreigendur áttu að fá sinn hlut greiddan á pari, var verðmæti SPRON metið á 4,2 milljarða og þar af átti sjálfseignastofnunin 3,7 milljarða. Það er því öllum Ijóst (nema Pétri Blön- dal) að það er miklu betra að koma í veg fyrir sölunatil KB banka, því samkvæmt henni færsjóðurinn 2,3 milljónum meira til verkefna en áður var áætlað. Það er alþekkt að niiklu meira en nógum fjárm- unum er varið til líknar- og menningar- mála og því ánægjuefni að löggjafinn reisi skorður við frekari útþenslu á því sviði. Við fyrri lagasetningar Alþingis hafði líka láðst að virkja fulltrúa ríkis- valdsins í stjórnum þessara sjálfseigna- stofnana, en úr því verður bætt núna. Er ekki rétt, meðan menn eru heitir, að lögfesta endurreisn kaupfélaganna? 101 nótt vintýrin gerast enn og umræður um ferðalög forsetans hafa sett svip sinn á undanfarna viku. Mál af þessu tagi vekja alltaf sérstaka ánægju með að vera Islendingur. Fréttamenn og stjórnmálaskýrendur hafa sérstakt lag á að skilja kjarnann frá hisminu og henda honum svo. Forsetinn hefur eðlilega móðgast við það að vera leynd- ur afmæli stjórnarráðsins, því hver les boðskort? Undirritaður hefur ætíð fylgt þeirri stefnu að mæta ekki í veislur nema sem veislustjóri eða að lágmarki að fá að halda ræðu. Þjóðin hafði ekki gert sér greinfýrirþeimalmennayfírgangihand- hafa forsetavalds sem hrifsuðu til sín valdið samtals 101 dag á nýliðnu ári samkvæmt talningu Morgunblaðsins. Væri ekki eðlilegt að þjóðin fengi hlut- verk í ferðum öryggisventils síns og lýst yrði yfir almennum frídegi þegar forsetinn er ekki á landinu? - bj V ÖRitstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 512-7575. Nlyndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráógjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.