Vísbending


Vísbending - 02.07.2004, Blaðsíða 4

Vísbending - 02.07.2004, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) byggja á. Stofnanahagfræðin leggur áherslu á viðskiptakostnað og sam- skipti umbjóðanda og umboðsmanns. I grófum dráttum gengur stofnanafræðin út frá ákveðinni tortryggni á milli aðila og allar aðgerðir stefna að því að eyða þeirri tortryggni með reglum og samn- ingum. Þess vegna hefur eftirlitsþáttur- inn verið meginþema í rannsóknum tengdum stofnanafræðinni. Aftur á móti eru einnig lil kenningar um stjórnarstarf þar sem ekki er gengið út frá slikri tortryggni og gert er ráð fyrir því að stjórnin leggist á eina sveif með stjórnandanum til þess að starfsemi fyrirtækisins skili árangri. í þeim fræða- grunni er mun meiri áhersla lögð á stefnumótunarþáttinn en eftirlitsþátt- inn. í ljósi þeirra kenninga er það ekki eins æskilegt að áherslan á eftirlits- þáttinn verði ríkari í stjórnarstarfinu, því að tækifærin renni úr greipum manna ef stjórnin kemur ekki að stefnumótun og stjórnarmenn taka ekki virkan þátt í starfi fyrirtækisins. Ein kenningin undir þessum hatti er eitthvað á þá leið að stjórnendur fyrir- tækja hafi sjaldnast tíma til þess að líta upp úr dægurvandamálunum hvað þá að móta einhverjar hernaðaráætlanir hvað snertir stöðu og stefnu fyrirtæk- isins. Þess vegna sé mikilvægt að stjórn- in hafi hlutverk í að finna fyrirtækinu framtíð og reyni að öðlast yfirsýn og beita sér í stefnumótun. Ef rétt er að eftirlitsþátturinn sé að verða sífellt mikil- vægari á kostnað stefnumótunarþátt- arins þá ætti það, samkvæmt fyrrnefndri kenningu, að leiða til þess að fyrirtækið sekkur smátt og smátt á kaf í dægur- málin, hefur enga yfirsýn og týnir stefnu. Það leiðir að lokum til þess að árangur fyrirtækisins versnar. Hvort þessi mynd af fyrirtækinu er endilega hin eina rétta skal ósagt látið en þó er hún umhugs- unarverð í Ijósi þeirrar þróunar sem stjórnarstarfið hefur tekið. Aðveljahlutverk Þegar Sigurður Einarsson, stjórnarfor- ntaður KB-banka, „snappar upp“ eitt stykki banka í Danmörku í vikulöngu ferli þá kemur í ljós hve dýrmætt það er fyrirtækjum að hafa stjórnarformann og stjórnarmenn sem geta beitt sér með beinum hætti. Stjórn sem einungis hefði haft eftirlitshlutverk hefði ekki getað haft nein áhrif á þetta ferli, hér var það flugmaðurinn sem settist undir stýri. Stundum eru stjórnir svo þroskaðar að þærgeta svissað á milli ólíkra hlutverka, verið varðhundur einn daginn, ráðgjafi þann næsta og flugmaður þann þriðja. Slfkt er þó afar sjaldgæft. Flestar stjórnir hafa áberandi einkenni eins ákveðins hlutverks. Aðalmálið hlýtur hins vegar að vera það að stjórnir og stjórnendur fyrirtækisins, ásamt eigendum, ákveði í sameiningu hvers konar stjórn hentar fyrirtækinu best. Eftirlit er vissulega mikilvægur þáttur í stjórnarstarfi en hugsanlega er stefnumótun ekki síður mikilvæg. Aðrir sálmar (Framhald af síðu 2) Það er ágæt regla þegar verið er að reyna að búa til spálíkön með aðfalls- greiningu að líkanið verði að gefa ná- kvæmari niðurstöður en ágiskanirnar einar og sér. Og það er ágæt regla að þessi lfkön geti útskýrt eitthvað annað en nákvæmlega þau gögn sem þau eru byggð á og eru löguð að, eða spáð fyrir um önnur gildi en þau sem þegar eru þekkt. Seðlabankar hafa brugðist við þessari spáskekkju til skemmri tíma með því að bjóða upp á nokkurt svigrúm eða bil þar sem líklegt er að gildið endi. Hugsanlega færi oft betur á því að fara varlega í spár og útskýringar byggðar á aðfallsgreiningu. Undiráhrifum Enginn vafi leikur á að vísindin og vísindahyggjan hafa leitt margt gott af sér og margar af helstu uppgötvunum síðustu alda eru afleiðingar af slíkri vinnu. Engu að síður er hætta á því að oftrúáslíkaraðferðirgeti blindaðmönn- um sýn og staðið í vegi fyrir framförum frekar en að stuðla að þeim. Tölfræðirannsóknir fela ekki alltaf í sér þann sannleika sem oft er látið í veðri vaka. Hægt er að sýna fram á mjög ólíkar niðurstöður með slíkum rann- sóknum, einungis með því að leika sér lítið eitt með gögnin. Það er hægt að segja margt rétt með tölum en jafnframt tóma vitleysu. Og jafnvel þó að allir séu sammála um hverjar tölurnar eru þá geta túlkanir á því hvað þær þýða „ í raun og veru“ verið mjög ólíkar. Þá ræður miklu undir hvaða áhrifum menn eru. Þegar pólitík er annars vegar ætti það ekki að koma neinum á óvart að menn eru sjaldn- ast allsgáðir. Vísbendingin Seðlabanki Bandarfkjanna hækkaði vexti f lok júní um 0,25 stig og er þar með hægt að segja að tíma útsölu- peninga sé brátt lokið. Það er þó erfitt að meta hversu hratt vextir eiga eftir að hækka en það er fátt sem bendir til þess að vextir eigi eftir að hækka upp úr öllu valdi á ný. Það kraumar í verðbólgunni en hún hefur sjaldan eða aldrei verið eins vel tamin og hún hefur verið síðustu misserin. Jafnvel þó að það hafi verið slakað á í peningastjórnuninni er verð- iybólgan enn í böndum.________________ Óholltmeðal Hæstiréttur í Bandaríkjunum kvað fyrir nokkrum dögum upp dónt unr að fangar í herstöðinni í Guantánamo- flóa á Kúbu ættu rétt á því að bandarískir dómstólar tækju mál þeirra fyrir. Fram til þessa hefur stjórn Bush haldið því fram að þessir fangar ættu ekki rétt á því að dómstólar fjölluðu urn mál þeirra. Öll framganga Bandaríkjastjórnar í þessu máli hefur verið henni til lítils sóma. Vissulega brá ölluin mikið við hina löð- urmannlegu árás á World Trade Center. Fyrst á eftir voru menn til í að ganga mjög langt í því að koma í veg fyrir að menn misnotuðu frelsið til ógnarverka. í kjölfarið breyttist margt á Vestur- löndum og það færðist í vöxt að símar væru hleraðir, tölvupóstur lesinn og hegðun fólks skráð. I Afganistan voru menn handteknir og settir í fangelsi án dómsúrskurðar og í Irak hafa Banda- ríkjamenn beitt pyntingum. I stultu máli sagt hafa menn notað allar þær aðferðir sem við fyrirlftum þegar þeint er beitt í einræðisríkjum. Hvers vegna hafa menn gengið svona langt? Tilgangurinn, öryggi borgara í Bandaríkjunum, helg- aði meðalið. En mönnum er að verða það æ betur ljóst að í þessu tilviki er meðalið verra en sjúkdóniurinn. Dulin skilaboð Forseti Islands hefur nú stigið fram á sjónarsviðið og sakað Morgunhlað- ið urn að korna á framfæri við kjósendur duldum skilaboðum ífyrirsögnum. Arum saman hafa menn haldið að einu leyni- legu skilaboðin í Morgunblaðinu hafi verið falin í auglýsingunt frá Oddfellow- hreyfingunni, en nú hefur forsetinn upplýst að svo er alls ekki. Tugir þús- unda manna eru, að hans mati, forritaðir þannig að þegar Blaðið gefur tóninn verða nrenn viljalaust verkfæri þess. Eina leiðin til þess að vinna gegn þessum ly m skufu lla áróðri er að hafna fj öl miðla- lögunum eins og forsetinn hefur þegar gert. Það dregur hins vegar úr áhrifum ef menn gæta þess að lesa aðeins DV (arftaka Vísis sem var elsta blaðið) og Fréttablaðið (sem hefur rnesta út- breiðslu). Þessi blöð stunda vandaða blaðamennsku og eru öllum óháð í fréttaflutningi og fyrirsögnum. - bj N____________________________________, f Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór ivar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.