Vísbending


Vísbending - 15.10.2004, Blaðsíða 4

Vísbending - 15.10.2004, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 2) og krossalistar hafa verið útbúnir til þess að tryggja að stjórnir séu einnig að leita í ljósinu. Og það sem meira er, stjórnir fyrirtækja eru að verða að sérstakri stofnun í þeim með eigin starfsmenn, starfsemi og markmið, óteljandi nefndir og reglugerðir. Allt snýst þetta um siðferði, segja menn, en það er erfitt að kenna siðferði og þegar níutíu til hundrað prósent af námsefni verðandi stjórnenda snýst um að ná hámarkshagnaði en einungis brot af námsefninu fjallar um siðfræði og þá er ekkert erfitt að ímynda sér hver út- koman verður. íkastljósinu Sögu de Bonos um hinn drukkna raunsæismann er hægt að yfirfæra á margt sem fólk gerir daglega ódrukkið. Ein hlið sögunnar er hins vegar kannski (Framhald af síðu 3) dreifa áhættunni með því að fjárfesta í annars konar starfsemi. Avinningur Það er til lítils að bæta áhættustýringu ef ekkert hefst upp úr krafsinu. Góð áhættustjórnun er einkum talin skila eftirfarandi1: - betri áætlunum um greiðslustreymi - lægri fjármagnskostnaði - ntinni hættu á yfirtöku - minni óvissu um sölu og starfsmanna- hald - minni reiðufjáráhættu Fyrirhvern? Þ að eru fjölmargir sem ættu að láta sig áhæltustjórnunvarðaífyrirtæki,t.d.: - hluthafar - lánardrottnar - starfsmenn - birgjar - viðskiptavinir - stjórnvöld - stjórnendur Hagstjórn Þótt markaðurinn ráði að mestu ferð- inni geta aðgerðir stjómvalda skipt talsverðu máli fyrir áhættustýringu í þjóðfélaginu og afkomu fyrirtækja. Hagstjórn er ekkert annað en heildar- áhættustýring þjóðfélagsins. Það er stutt síðan við bjuggum við miðstýringu á flestum sviðum. Oft fólst hún samt í því að leiðrétta afstöðuna milli innlends og erlends verðlags til samræmis við það sem gerst hafði á markaði fremur en að tekið væri frumkvæði að bæta leik- reglur í heimi viðskiptanna. En nú er ISBENDING einmitt siðfræðilegs eðlis, að hinn drukkni virðist ætla að setjast undir stýri þó að hann sé svo valtur að hann þurfi að halda sér í staurinn. Það er kannski af því að hann er undir ljósinu að þetta verður opinbert. Þó að það sé kannski örlítill snún- ingur út úr sögu de Bonos er það einmitt besti mælikvarðinn á siðferði hvort að hlutirnir þoli dagsljósið. Ef ekki þá er spurning hvort menn ættu ekki að hugsa sig tvisvar um. Ljósið gerir þannig mál opinber. Eins er framlag Mintzbergs til um- ræðunnar um viðskiptaháskólana mikil- vægt þar sem það dregur hana fram í dagsljósið en hún hefur allt of lengi verið látin kyrr liggja. Að vissu leyti er hann kannski ósanngjarn gagnvart há- skólunum en gagnrýnin er engu að síður réttmæt og mikilvæg fyrir frekari fram- þróun viðskiptamenntunar bæði hér á landi og erlendis. öldin önnur og markaðurinn hefur að mestu tekið við, sem betur fer. Enn eimir þó eftir af þeirri hugsun hjá sumum stjórnmálamönnum að þeir séu slyngari en markaðurinn í því að skipa málum á betri veg. Á ég þar ekki hvað síst við tryggð þeirra við íslensku krónuna og vaxtavisku þeirra. Ahrifavaldar Eg minntist á helstu áhættuþætti í rekstrarumhverfi fyrirtækja, gengi, vexti, verðlag og afurða- og áfangaverð. Upplýsingar um þessar breytur eru aðgengilegri og gögn tíðari en um pen- ingamagn og ríkisfjármál. Þess vegna er heppilegra að nota markaðsbreyturnar til þess að mæla heildaráhættu fyrir- tækis. I næstu greinum mun ég fjalla um hverja skýringarbreytu fyrir sig og byrja á áhrifum gengisbreytinga á íslensku krónunni á rekstur fyrirtækja á íslandi. I. Hér er stuðst við L. Oxelheim og C. Wihlborg: Managing in the Turbulent World Economy.: Corporate Performance and Risk Exposure. Wiley, 1997. ( Vísbendingin ) f - - X rátt fyrir að tilraunir hafi verið gerðar til að innleiða flautaramenningu, þ.e. að skapa aðstæður fyrir fólk að ljóstra upp um svik og spillingu í fyrirtækjum og stofnunum, bæði í Evrópu og í Banda- ríkjunum er árangurinn mjög takmark- aður. Víða í Evrópu hefur verið komið upp sérstökum símalínum fyrir flautara — í Bandaríkjunum eru slíkar línur kallaðar „sjálfsmorðslínur". Það er reyndar svo komið að sum fyrirtæki virð- ast í auknum mæli beita fyrirbyggjandi aðferðum til þess að þagga niður í fóiki. v------------------------------/ Aðrir sálmar v___________________________________/ - - N Skiptir máli hvor vinnur? eir Bush og Kerry hafa nú lokið öllum þremur kappræðum sínum og flestir virðast telja að Kerry hafi staðið sig betur. Það kom undirrituðum á óvart hve málefnaleg umræðan var þrátt fyrir allt og hve vel þeir virtust báðir vera með staðreyndir á hreinu, þó svo að þeir hafi ekki flaggað sömu staðreynd- unum. Rökræður af þessu tagi virðast henta Kcrry vel, hann var yfirvegaður og virðulegur meðan Bush virkaði stundum óstyrkur. Þeir sem vonuðust til þess að Bush kæmi út eins og kjáni hafa samt örugglega orðið yfir von- brigðum. Ekkert af þessu ætti samt að skipta máli heldur fyrst og fremst skoð- anir þeirra félaga á þeim málum sem forsetinn ræður eða hefur áhrif á. Og vissulega kom fram áherslumunur. Það er ólíklegt að annar forseti en Bush hefði farið í stríð gegn Irak. Bush hefur staðið fyrir miklum skattalækkunum sem Kerry styður ekki. En það getur enginn spólað til baka og sá forseti sem tekur við embætti í janúar tekur við stöðunni eins og hún er núna og verður að spila úr henni. Clinton var forseti í átta ár. Hann reyndi með aðstoð konu sinnar að efna til breytinga á heilbrigðis- og trygginga- kerfinu en komst ekkert áieiðis. Hann lét fyrirtækin í friði og ferill hans var tíð- indalítill ef frá er skilið tómstundagaman hans. Að vísu var hann ekki eins gikk- glaður og þeir Bush-feðgar og það kann að hafa sannfært hryðjuverkamenn uni að Bandaríkjamenn væru gungur sem óhætt væri að ráðast á. Eilífar hótanir hans um hernaðaraðgerðir í Júgóslavíu, hótanir sem hann stóð svo ekki við, urðu eflaust til þess að minnka virðing- una fyrir embættinu. Hins vegar eiga menn ekki að búast við mikilli umbyltingu þó að Kerry vinni sigur. Repúblikanar rnunu væntanlega halda meirihluta sínum í deildum þings- ins og hann mun ekki geta vaðið yfir þá. Hinn frægi dálkahöfundur George Will, lýsti því snemma á þessu ári að banda- rískt stjórnkerfi byði hreinlega ekki upp á byltingar. Þess vegna eiga menn ekki að gera sér of háar vonir um sinn mann, né heldur óttast of mikið að andstæð- ingurinn vinni. Ásýndin er önnur en undir yfirborðinu breytist minna. - bj V___________________________________ /Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Máifarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll róttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.