Vísbending


Vísbending - 05.11.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.11.2004, Blaðsíða 2
V ISBENDING Listin að stjórna eir sem hafa fylgst með ráðningar- keppni Donalds Trumps í sjón- varpsþáttaröðinni The Apprent- ice hafa ef til vill velt því fyrir sér af hverju þetta úrvalsfólk, valið úr hópi fleiri en 200 þúsund umsækjenda, á svona erfitt með að stjórna einföldum verkefnum. I mikilli tímaþröng tekurþetta úrvalsfólk oft ótrúlega vitlausar ákvarð- anir og fer auðveldlega villur vegar. Það á erfitt með að vinna saman af einhverju viti og stjórnandinn er næstum húð- strýktur í hvert skipti fyrir framlag sitt, þ.e. ef liðið hans tapar. Hugsanlega er þetta raunverulegasti raunveruleika- sjónvarpsþáttur sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi! Tækni og mannþekking Peter Drucker hefur haldið því fram að hann hafi fundið upp stjórnun sem faggrein í fyrstu bókum sínum. Hann hefur ýmislegt til síns máls í þessu sambandi og hefur bent á að þó að menn hafi stjómað fyrir hans tíð þá hafi ekki verið til nein lýsing á fyrirbærinu, hlutverki, markmiði og mikilvægustu þáttum stjórnunar. I bók sinni The New Realities frá 1988 skilgreindi Drucker stjórnun á eftirminnilegan hátt sem það sem eitt sinn varkallaðfrjálsarmenntir(e. liberal arts) eða öllu heldur sambland af þekk- ingu — sjálfsþekkingu, skynsemi og leiðtogahæfni — og þjálfun sem er látið reyna á. „Stjórnendur byggja á allri þekkingu og innsæi húmanískra og félagslegra vísinda — á sálfræði og heimspeki, á hagfræði og sagnfræði, á siðfræði—ásamteðlisvísindum.Enþeir verða að beita þessari þekkingu á skilvirkni og árangur — þeir verða að beita henni til að lækna sjúklinga, kenna nemendum, byggja brýr eða til að hanna og selja hugbúnað.“ Drucker lýsir einnig stjórnun sem tækni, þ.e. aðferð og athöfn sem þarf að prófaog þróa, ogeinnig sem mannfræði, nokkuð sem snýst um fólk og þeirra gildi, þroska og þróun. Þessi breiði þekkingargrunnur og sífelld þjálfun sem er prófuð og þróuð virðist stundum gleymast hjá nútímastjórnendum. Stjórnendalærlingarnir hans Trumps virðast mest uppteknir af sjálfum sér og hafa takmarkaðan skilning á þörfum og hegðun annarra. Þó að lærlingarnir geti séð öll mistökin hjá þeim sem stýrir eru þeir líklegir til þess að gera nákvæmlega sömu mistökin þegar þeir fá sjálfir að stýra verkefninu. Annars vegar skortir þá þekkingu, eða eru þröngsýnir hvað varðar skilning á mannlegu eðli, og hins vegar skortir þá þjálfun. Starfsmenntun eter Drucker hefur oft líkt þjálfun og starfi stjórnenda við þjálfun og starf lækna. Þetta er áhugaverð samlíking. Það verður enginn læknir án þess að fara í gegnum fræðin og geta leikið þau af fingrum fram og það verður heldur enginn læknir án þess að þurfa að fara í nokkurraárastarfsþjálfun áeinhverjum spítalanum. Undir handleiðslu reyndari lækna ná læknanemar smám saman tök- um á listinni að vera læknir, því sem ekki er hægt að læra í bókum eða í tilrauna- stofunni. Stjórnendalærlingar fá ekki neina slíka starfsmenntun heldur eru útskrif- aðir eftir bóklegt nám og nokkur ein- staklings- og hópverkefni. Þjálfun þeirra á að eiga sér stað úti á markaðinum. Oft er það ágætur skóli en það er ekki víst að lærdómsferlið sé jafnskilvirkt og í tilviki lækna. Stjórnendur eru ekki endi- lega spurðir þeirra ögrandi spurninga sem læknakandidatar eru spurðir og þurfa þess vegna ekki að hafa sömu vitneskju á takteinunum. Læknanem- arnir vinna einnig við svipaðar aðstæður og þeir eiga eftir að vinna við sem læknar. Stjórnendur fá aldrei þessa aðlögun heldur er annaðhvort hent út í laugina eða þeir fá stöður sem hafa einungis takmarkað uppeldishlutverk fyrir verða- ndi stjórnendur. Að vissu leyti er það ágæt leið til þess að læra að synda, að vera kastað út í laugina en það sem gerist er að menn virðast gleyma öllu því sem þeir lærðu og synda hundasund í átt að bakkanum. Það virðist vera áberandi bil á milli þess þeim er kennt og þess sem þeir beita þegar þeim er kastað út í óvissuna. Að hluta til er það vegna þess að kenningarnar og fræðin sem þeir læra eru úrelt eða óviðeigandi en oft er það vegna þess að þeir átta sig ekki á hvernig þeir eiga að yfirfæra þekkingu á praktík. Sú aðlögun sem læknanemarfánærhins vegar að brúa þetta bil miklu betur. Af fingrum fram Drucker virðist vera mjög hrifinn af því að lfkja stjórnandanum við tón- listarmann og fyrirtækinu við hljóm- sveit. Hann hefur talað um aga stór- sveitarinnar þar sem allir kunna sinn hluta af meistarastykkinu og hlutverk stjórnandans er einungis að stilla saman strengina. Hann hefur einnig talað um djass-sveitina þar sem menn stara ekki á eitthvert nótnaverk heldur spila frjálst innan ákveðins ramma með því hlusta hver á annan. Þegar fylgst er með nemunum hans Trumps er eins og allir séu að spila sitt eigið lag, í eigin takti og virðast hvorki hlusta né skilja hvað hinir í bandinu eru að gera. Engu að síður ættu allir að vita hvaða lag er verið að spila. Sumir virðast vilja standa í sporum hljómsveitarstjór- ans og veifa sprotanum rétt eins og þegar Harry Potter galdrar fram eitthvað ótrúlegl. Þessir sjálfskipuðu hljómsveitar- stjórar hafa hins vegar ekki fyrir því að finna út hver spilar á hvaða hljóðfæri og skrifa heldur ekki nóturnar þannig að allir geti spilað samtímis. Það sem stjóm- endurnir átta sig ekki á er að hljómsveit- arstjórinn þekkir hvert einasta hljóðfæri í hljómsveitinni og litbrigði hverrar einustu nótu í tónverkinu. Endalausar æfingar ganga út á að fá fram rétta tón- inn. Þegar komið er að sveifla tónsprot- anum hefur allt fallið saman í fullkomna harmoníu. Stjórnendur skilja heldur ekki djass- sveitina, þar sem allir hafa fullkominn skilning á möguleikum síns hljóðfæris en skilja á sama tíma að samspilið verður tómt glamur ef menn hlusta ekki hver á annan og gefa hver öðrum svigrúm til að njóta sín. Það er skilningur þeirra og dálæti á tónlistinni sem gerir þeim kleift að galdra fram hljóma í öllum regnbog- ans litum. Þeir skilja að lagið er einungis rammi og það má leika sér með hverja nótu, hvem hljóm og hvern takt til þess að fá fram eitthvað nýtt og spennandi f hvert skipti sem lagið er spilað. Það er þessi skilningur á því sem þeir eru að gera, sveigjanleiki og vilji til þess að prófa sig stöðugt áfram sem stjórn- andinn þyrfti að hafa tök áen hefur ekki. Vísindin? egar Peter Drucker talar um að hann hafi fundið upp stjórnun þá er hann að tala um stjórnun sem faggrein og jafnvel vísindi. Því hefur lengi verið haldið fram að stjórnun sé orðin eða á góðri leið með að verða fagmenntun og vísindi. Annar stjórnunarfræðingur, Henry Mintzberg, hefur hins vegar bent á að það sé hægt að skoða hvaða stjórn- anda sem er og komast á snoðir um að það er fátt vísindalegt við vinnubrögð þeirra og til þess að hægt sé að kalla eitthvað faggrein verði að vita hvað á að læra. 1 nýjustu bók sinni, Managers not MBA’s, bendir hann jafnframt á að það að kenna nemendum nokkrar að- ferðir og teoríur gerir þá ekki að stjórn- endum. Urvalsfólkið hans Trumps sem hleypur um götur Nýju-Jórvíkur til að seljalímonaði sem óðir menn væru, gefur vísbendingar um að niðurstaða Mintz- bergs er ekki fjarstæða. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.