Vísbending


Vísbending - 03.12.2004, Blaðsíða 4

Vísbending - 03.12.2004, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 3) hugsa sér að slfk verðhegðun geti átt sér stað á frjálsum samkeppnismarkaði. Skilyrði fyrir því að slík verð hegðun gangi upp er að olíufélögin séu alger- lega samstiga í verðlagningu. Þama virð- ist hafa vakað fyrir olíufélögunum að ná fram meiri framlegð enda selst bensín best á sumrin og í iok ársins. Ósamliverfa á breytingum á kostnað- arverði og útsöluverði Einsog sýnterámynd 1 erinnkaupsverð á bensíni mjög sveiflukennt þótt inn- kaupsverð sé aðeins hluti af heild- arkostnaðarverði bensíns þar sem mjög há opinber gjöld bætast við það. Hins vegar hlýtur breyting á innkaupsverði í krónum talið að kalla á breytingu á útsöluverði. A seinustu árum er það einkennandi að olíufe'lögin hafa að jafn- aði verið sein til að lækka útsöluverð þegar innkaupsverð hefur lækkað og náð þannig fram hærra verðálagi. Þegar á hinn bóginn bensín hefur hækkað á erlendum mörkuðum virðast félögi n al la jafna hafa náð að hækka verðið í takt við breytingarnar erlendis. Þessi verðhegð- un er reyndar þekkt og hefur oft verið gagnrýnd. Hér gildir það sama og áður, slík verðhegðun er vart gerleg nema markaðsaðilar séu samstiga og samræmi verðákvarðanir sínar. A mynd 3 er annars vegar sýnd þróun kostnaðar- verðs (innkaupsverðs + opinberra (Framhald af síðu 2) fram ódýrt vinnuafl. Það dregur þannig hratt saman með þjóðum þar sem áður var himin og haf hvað varðar tækni og þekkingu. Um leið verða miklu fleiri möguleikar fyrir Kínverja að græða á alþjóðavæðingunni og hinir hlutfalls- legu yfirburðir Bandaríkjanna eru þar af leiðandi ekki eins augljósir og áður. Þátttakan Hinir alþjóðlega starfaflutningar ger- ast þess vegna með ýmsum hætti, þ.e. með flutningi framleiðslueiningar, með útvistun verkefna og með inn- flutningi á vinnuafli, og ýmislegt er að breytast í heiminum vegna þeirra. Hið jákvæðaeraðheildarhagsældíheintinum vex og þetta dregur úr fátækt. En það er engu að síður ljóst að áhrifum alþjóða- væðingarinnar er misskipt, þeir sem tapa störfum sínum og finnaekki sambærileg eða betri störf tapa þó að heildin græði. Því hefur hins vegar alltaf verið haldið fram að þjóðlönd geta aldrei tapað á því að taka þátt í alþjóðavæðingunni. En það sem hefur reynst hagfræðingum erfitt að meta er h ver akkur þjóða verður, ef nokkur, þegar hlutfallslegir yfirburðir á einhverju sviði eru ekki fyrir hendi. Og það er einmitt þetta sem veldur Banda- ríkjamönnum áhyggjum og hefur gert það að verkum að hrópin eftir einhvers gjalda) og hins vegar útsöluverðs í vísitöluformi (jan. 1997= 100). Amynd- inni kemur tímabundin ósamhverfa milli kostnaðarverðs og útsöluverðs hvað greinilegast fram árin 1998 og 1999 og frá miðju ári 2001 fram eftir árinu 2003. A yfirstandandi ári (2004) virðist verða enn frekari breyting á verðhegðun olíu- félaganna. Bæði kemur þetta fram í upp- hafi ársins þegar útsöluverð lækkar en kostnaðarverð hækkar og síðan upp úr miðju ári þegar greinileg ósamhverfa milli kostnaðarverðs og söluverðs kem- ur aftur fram og stendur enn. Um árið 2004 verður fjallað sérstaklega síðar enda virðist verðhegðun olíufélaganna breytast þá í grundvallaratriðum. Umfangsmikið samráð Þessi atriði sem nefnd hafa verið eru þó aðeins hluti þeirra tilvika og þróunardæma sem koma fram við ná- kvæma skoðun á verðmyndun olíufél- aganna á undanförnum 8-10 árum. Sumt kannað virkasemtilviljunarkenndþróun eða hafa orðið fyrir tilverknað ytri að- stæðna. Þegar á hinn bóginn liggur fyrir að þessir mikilvægu aðilar á markaði hafi haft með sér meint langvinnt og umfangsmikið samráð um verðlagningu og þar með ákvörðun álagningar skýrist margt í sérkennilegri verðhegðun félag- anna á undanförnum árum. 1. Samkeppnislög, nr. 8/1993, IV. kafli. 2. Hér skera árin 1998, 1999, 2001 og 2001-2003 sig úr. konar verndarstefnu er stöðugt að auk- ast. Minna hefur borið á kröfum um sér- stakar aðgerðir hér á landi til að vernda íslensk störf en sú krafa liggur í loftinu. Að mörgu leyti er eðlilegt að stéttar- félög fari fram á að sömu kaup og kjör gildi fyrir sömu störf í sama landi en það er ekki sniðugt að búa til þjóðlega vernd- armúra til að reyna að tryggja íslensk störf rétt eins og verndarstefna í Banda- rrkjunum væri óráð. Þá verða það verk- efnin og framleiðslueiningarnar sem flytjast á milli landa frekar en fólkið. Það er hins vegar mikilvægt að gera sér grein fyrir flæðinu og hvernig má bregðast við breyttum aðstæðum. ( Vísbendingin ] C “ " \ Hnittin tilsvör og óvænt en bráð- fyndið niðurlag gamansögu þykja merki um gott hugmyndaflug og dænti um hvernig fólk getur hugsað út fyrir rammann. Sagan segir að Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi verið í matarboði hjá frægri breskri yfirstéttarkerlingu sem var þekkt fyrir framhleypni og ákveðnar skoðanir. Hún sagði: „Hr. Churchill, ef ég væri gift þér myndi ég setja eitur í kaffið hjá þér.“ Churchill svaraði: „Ef ég væri giftur þér, myndi ég drekka það.‘^ ÍSBENDING Aðrir sálmar ( " A Jólastemming? Igamla daga voru jólin hátíð barnanna og svo er eflaust enn. Þá byrjaði jóla- stemmingin þegar fyrsti jólasveinninn kom til byggða þrettán dögum fyrir jól. Menn hengdu upp jólaskreytingar og börn settu skó í glugga. Stærstur hluti af jólaversluninni fór fram á Þorláks- messu þótt auðvitað þyrftu einhverjir að kaupa jólagjafir fyrr. Jólin stóðu svo fram yfir áramót og menn tóku skrautið niður ekki seinna en á þrettándanum. Jólasveinar koma enn en ef reglan um einn jólasvein á dag gildir enn hefur þeim fjölgað mjög mikið því að þeir eru famir að sjást í nóvember. Jólaskraut er komið í búðarglugga í október og sums staðar eru svonefnd jólahús, þ.e. verslanir sem selja jólaskraut, starfrækt allt árið. Jólalögin eru farin að heyrast í útvarpinu um miðjan nóvember. Um svipað leyti fer starfsfólk fyrirtækja að storma í jólahlaðborð. Þó að biðin eftir jólunum væri löng í gamla daga fannst manni hún þess virði þegar þau loksins runnu upp. Jólin eru meira og meira að verða hátíð fullorðinna og það sem skrítnara er: ólíkt börnunum geta þeir ekki beðið. Sparisjóðamálið enn að er athyglisvert að fylgjast með því hvernig stofnfé í SPRON hefur verið að færast á færri hendur undan- farna daga. Alþingi setti ný lög í vor sem áttu að koma í veg fyrir slíka ósvinnu með slíkum hraða að ntanni virtist neyðarástand vofa yfir. Nú hafa hins vegar um 50% stofnfjár skipt unr hendur á skömmum tíma án þess að það virðist valda sérstökum skaða. Lögin í vor heftu sparisjóðina óneitanlega og hætta virtist á að með þeim yrðu þeir fastir í því fari sem þeir hafa verið undanfarin ár. Undirritaður verður að játa að hann veit ekki hvað nýir eigendur hugsa sér með SPRON en alltaf verður að fagna því ef menn sjá hagkvæmar leiðir. Það er mikilvægt að ekki séu sett höft á viðskiptalífið og að það geti þróast eðlilega. Sparisjóðirnir eru vinsælar þjónustustofnanir og engin ástæða er til þess að óttast að nýir eigendur vilji breyta því. - bj V __________ CRitstjóri og ábyrgðarmaöur: Eyþór [var Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.