Vísbending


Vísbending - 11.03.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 11.03.2005, Blaðsíða 2
ISBENDING Lært af endurgjöf Hægt er að segja ýmislegt um Islendinga, bæði jákvætt og neikvætt. Ýmsu sem slegið er fram er nær því að vera mýta en að eiga stoð í veruleikanum þó að stundum sé að finna sannleikskorn í mýtum. Þó að það hafi kannski ekki verið nákvæm- lega rannsakað virðast Islendingar oft vera mjög stuttorðir, tala í málsháttum frekar en löngum ræðum. Konur, sem eiga jafnan auðveldara en karlar með að tala, segja stundum að íslenskirkarlmenn séu menn fárra orða — þó ekki endilega málhaltir. Ef við gefum okkur að það leynist sannleikskorn í þessu getur verið áhugavert að skoða ókosti þess að Islend- ingar eru stundum þöglir sem gröfin í samanburði viðmargaraðrarþjóðir. Einn ókosturinn er að það sem er ekki talið nauðsynlegt að tjá sig um er gjaman látið ósagt. Endurgjöfí íyrirtækjum virðistþví stundum hafa orðið fómarlamb einkenna hinnar þöglu þjóðar. Samskiptavandamál Með einfoldum samræðum er hægt að útskýra flókin málefni og mismun- andi boðskap og jafnframt getur þögnin gert það að verkum að misskilningur fær að grafa um sig og afvegleiða fólk. Það er erfitt að meta hvenær nægilega mikið hefur verið sagt til þess að allir sem þurfa að skilja hvað er verið að fara skilja það raunverulega. Sumir segja að ekki sé hægt að ræða mál of mikið en aðrir myndu sennilega segja að umræður geti fljótlega farið út í hringavitleysu ef sami hluturinn er ræddur of lengi. Þegar svo er komið getur hringavitleysan leitt umræðurnar út af sporinu í stað þess að leiða þær að kjarna málsins. Samskiptavandamál eru þó frekar en hitt fólgin í því að fólk talar ekki sam- an eða talar ekki um aðalatriði málsins, tilfinningar sínar eða markmið. Hjón koma sér venjulega upp tilteknum sam- skiptaaðferðum eða sætta sig við ákveðið samskiptaleysi, ellegar halda þau ekki saman til lengri tíma. I fyrirtækjum er samskiptavandamálið oft fólgið í því að samskipti skortir milli samstarfsaðila, deilda og ólíkra stöðugilda en yfirleitt er stærsta vandamálið fólgið í að eitthvað vantar upp á í samskiptum yfirmanna og undirmanna. Yfirleitterþaðyfinnaðurinn sem leggur línumar hvað varðar samskipti og undirmennimirfylgjaþeirri línu þó að flestir þeirra átti sig á að hreinskilni er ekki alltafbesta leiðin lil góðra samskipta. Sú var tíðin að það var í tísku að stjórn- endur segðu að „dymar væru alltaf opnar“ sem átti að þýða að undirmennimir gætu komið hvenær sem er og rætt vandamál eða tækifæri fyrirtækisins. Rétt eins og hjá hjónum leiðir tíminn í Ijós hvernig samskiptin þróast en mjög opin samskipti eru þó sjaldgæf enda gera undirmenn sér yfirleitt grein fyrir þvi að yfirmenn hafa framtíð þeirra hjá fyrirtækinu í höndum sér. Leikurinn fer þá oft að snúast um að segja það sem yfirmaðurinn vill heyra frekar en það sem skiptir máli. Endurgjöf Ein leið til þess að reyna að auka skil- virk samskipti í fyrirtækjum, sem og annars staðar, er endurgjöf. Endurgjöf er reyndar ekki mjög vel hannað orð en það stendur fyrir enska orðið „feedback" og felur í sér að einn segi öðrum hvemig honum finnst að sá hafi staðið sig, hvað er hægt að læra af því og hvernig má nýta þessa vitneskju til þess að setja fram markmið og aðgerðaáætlanir. Menn verða þekkja hvor annan vel til þess að þetta form geti gengið upp. Annars konar end- urgjöf er fólgin í að báðir lýsa því hvað þeim hefúr fundist um að vinna saman, um vinnuferlið, verkefnið og niðurstöð- una og hvaða lærdóm er hægt að draga af reynslunni. Sýn fólks á sama hlutinn kann að vera mismunandi og ef allir tjá sig um reynslu sína er líklegt að hægt sé að fá betri mynd en ella af stöðunni. Skipulögð endurgjöf auðveldar þannig að draga fram aðalatriðin og byggja á þeim til þess að gera betur næst. Endurgjöf er reyndar mikilvægur þáttur í mörgum líkönum sem snúast um hvemig fólk lærir hvert af öðm. Efekki ergerðminnstatilraun til end- urgjafar meðan á ákveðnum verkefnum stendur og eftir að þeim er lokið er annað ólíklegt en að fólk falli í sömu gildrurnar og áður af því að það veit ekki betur. Gluggi Joharis Ég horfi íun Saneijiuleg:! \ Esungií if Etuv.r.f adii Eagian Þetta er sérstaklega mikilvægt í hóp- starfi. Það hefur sýnt sig í rannsóknum að í hópum þar sem regluleg endurgjöf er viðhöfð er fólk miklu fljótara að læra að vinna vel saman en í hópum þar sem það er ekki gert. Ef endurgj öf er veitt er ól íklegra en ella að misskilningur nái að grafa um sig eða að spenna á milli fólks og ósætti fái að skemma fyrir samstarfinu. Línumar skýrast frekar ef yfirmaður segir undirmanni hvað honum finnst um störf hans og undirmaðurinn veit þá betur til hvers er ætlast af honum og hvernig hann getur nýtt sér stöðu sína til þess að vaxa og dafna í starfi. Endurgjöf frá undirmönnum til yfirmanna hins vegar einnig mikilvæg. Yfirleitt fylgja henni ákveðin vandamál þar sem undirmenn veigra sér við að vera of hreinskilnir við yfirmenn sína. Þar afleiðandi eroftbetra að nota aðrar aðferðir en beinar samræður, eins og spurningakannanir eða ráðgjafa til þess að taka við endurgjöfinni. Engu að síður væri æskilegt að andrúmsloft á vinnustað væri svo óþvingað að yfinnenn, jafnt sem undinnenn, gætu tekið við end- urgjöf sem leið til uppbyggingar frekar en að líta á hana sem gagnrýni. Gluggi Joharis Gluggi Joharis er stundum notaður til þess að útskýra mikilvægi endur- gjafar og samskipta almennt. Glugginn er einföld 2x2 tafla þar sem á annarri hliðinni er hvernig maður sér sjálfan sig og hinni hliðinni hvernig aðrir sjá mann. Viss atriði eru augljós báðum aðilum en ákveðin atriði eru einungis vituð af manni sjálfúm. Þetta geturt.d. verið fólgið í því aðmaðurgeturvirkaðfullursjálfstrausts en verið í raun á barmi taugaáfalls. A hinn bóginn er einnig ýmislegt sem aðrir sjá en maður áttar sig ekki á sjálfur, þ.e. að maður getur verió að senda út allt önnur skilaboð en maður heldur. Loks er alltaf ákveðnir hlutir sem hvorki maður sjálfur né aðrir vita um. Tilgangur endurgj afar er að auka þann hluta sem bæði maður sjálfur og aðrir sjá og skilja þannig að misskilningur vegna þess sem maður sjálfur hylur fyrir öðrum og það sem aðrir sjá en segja manni ekki frá verði sem minnstur. Þetta er einungis hægt með endurgjöf og opnum samskipt- um. Þaðgeturveriðmikill léltirfyrirþann sem hefur búið til ákveðna ímynd fulla sjálfstrausti að opna sig og hleypa öðrum að og segja einfaldlega að þeir séu á banni taugaáfalls. Þannig eiga aðrir auðveldara með að rétta út hjálparhönd þegar þeir (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.