Vísbending


Vísbending - 11.11.2005, Side 4

Vísbending - 11.11.2005, Side 4
ISBENDING (Framhald af síðu 2) þó hafa haft lítil áhrif á gríðarstórt hlutaQáruppboð félagsins. Svarti kassinn Stjómir félaga þóttu löngum dularfull fyrirbæri, eins konar svartur kassi þar sem fáir vissu hvað þar var að gerast. A undanfömum ámm hefurhins vegarorðið veruleg breyting á þvi hvemig stjómir fyrirtækja eru starfræktar og kassinn hef- ur verið að opnast og starfsemi stjóma orðið skýrari, bæði með tilliti til eftirlits og stefnumótunar. Það er vandamál að stundum skarast eftirlits- og stefnumót- unarhlutverkiðogþarafleiðandiermikil- vægt að stjómir séu trúverðugar gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum. Það er ntiki 1 vægt að stj ómir séu yfir vafa- samt „leynimakk“ hafnar og þær leggi áherslu á að farið sé eftir leikreglum. Inga Jóna sagði í niðurlagi erindis síns á hluthafafundi þann 9. júlí: „Traust er undirstaða í öllum viðskiptum. Félag sem starfar á markaði og er í harðri sam- keppni á allt sitt undir því að traust ríki milli stjórnenda, hluthafa, starfsmannaog viðskiptavina. Skýrar leikreglur og góð samskipti stuðla að trausti milli manna og eru jafnvel forsenda þess.“ Þetta vom orð í tíma töluð. Aðrir sálmar (Framhald af síðu 1) átti að vera sá markaður sem hafði ofhitnað hvað mest (og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn varaði við húsnæðisbólu þar árið 2003), hefur verið að sýna lífs- merki áný með aukinni ásókn í íbúðarlán á haustmánuðum vegna lækkandi vaxta. Þetta hefúr verið vatn á myllu þeirra sem halda því fram að fasteignaverð muni ekki lækka. Það em þó nokkrir þættir sem gefa vísbendingar um að hápunktinum hafi verið náð eða verði það fijótlega: a) dregið hefur verulega úr hækkunum, b) sölutími fasteigna hefur víðast hvar lengst, c) dregið hefur hratt úr bjartsýni neytenda, d) litlar vonir eru á miklum vaxtalækkunum, menn búast frekar við vaxtahækkunum, e) ekki er hægt að auka lánshlutfall meira en þegar hefur verið gert, f) tafið framboð fasteigna þýðir að það muni aukast verulega á næstunni. Lækkanir? Flestir sem hafa haft áhyggjur af fasteignaverði hafa haft svo rangt fyrir sér að þeir eru hættir að þora að spá verðlækkunum. Aðrir spámenn, eins og pólitíkusar, fjármálastofnanir og fasteignasalar, hafa hag af því að halda partíinu gangandi. Söguleg reynsla bend- ir einnig til þess að það sé sjaldgæft að fasteignir lækki mikið að raunverði og enn sjaldgæfara að nalnverðslækkanir eigi sér stað. Engu að síður eru til dæmi um að verð á fasteignum hafi lækkað talsvert. í Japan hefur fasteignaverð stöðugt lækkað frá því árið 1991 og nemur lækkunin nú rúmlega 40%. Alþjóðgjald- eyrissjóðurinn gerði athugun í 14 lönd- um, frá 1970 til 2001, og fann 20 dæmi um verulega lækkun á fasteignaverði þegar raunverð lækkaði um 30% að meðaltali. Fasteignaverðslækkanir á Norðurlöndunum í byrjun tíundaáratug- ar síðustu aldar er nærtækara dæmi en fasteignamarkaðurinn í Finnlandi lækkaði um 50% á tveimur árum. Fáeindæmieruhinsvegarenginsönn- un þess að fasteignaverð muni lækka núna. TheEconomist ogspámenn einsog Robert Schi 1 ler hafa þó slegið því frain að þetta sé fyrsta alþjóðlega fasteignabólan. Nokkrirþættirgeta stutt slíka tilgátu: a) of hátt fasteignaverð miðað við leigutekjur og byggingarkostnað kallar á einhvers konar leiðréttingu, bjraunverð fasteigna helúrsjaldanhækkaðjafnmikiðástuttum tíma og undanfarið án beinnar þátttöku hins opinbera, c) raunverð fasteigna hef- ur aldrei verið eins hátt yfir sögulegu meðalverði og nú, d) hátt lánahlutfall og litið eigið fé í fasteignum gerir markaðinn brothættari enella, e)fleiri spákaupmenn og fjárfestar á fasteignamarkaði ýta undir sveiflur, f) ef fasteignaverð fer að lækka, þvert á trú almennings, gæti það skapað taugaveiklun á markaðinum. Ahættusamt veðmál Litill vafi leikur á að fjárfesting i fast- eignum í þeirri trú að fasteignaverð eigi eftir að hækka á næstu árum er sífellt að verða áhættusamara. Að trúa því að slík fjárfesting sé öruggt einhliða veðmál, vegnaþess að fasteignaverð lækki aldrei, gæti verið bjánalegasti bóluhvati sögunn- ar. Stundum er of seint að kalla „úlfur“. Vísbendingin ' ; n Lækkanir á fasteignaverði hafa oftast verið nátengdar fjármálakrísum og oftar en ekki haft í för með sér samdrátt- arskeið fyrir hagkerfið. Núverandi upp- sveifla á fasteignamarkaði á alþjóðavísu hefur verið lykilþáttur í að kynda undir aukinni neyslu og ýta undir hagvaxtar- skeið. Hætt er við að þegar fasteignaverð stöðvast að neyslulán verði ekki eins fýsilegur kostur og sparnaður verður mikilvægari þáttur en áður þannig að nýir kraftar verða að drífa hagkerfið. Hvaða kraftar það eiga að vera er óljóst. Borgarstjóri hlustar Fyrir ári var R-listinn að reyna að bj arga sér fyrir hom í borgarstjóramálum. Hann hafði misst annan borgarstjórann á tveimur árum og gat ekki náð saman um þann þriðja. Eins og alltafþegar þrír hópar hver með sína hagsmuni eiga að taka sam- eiginlega ákvörðun gekk illaað ná saman. Ölluin var augljóst að Samfylkingin, sem er stærsti flokkurinn, hlaut að ráða. En vegna skyndilegs brotthvarfs Ingibjarg- ar Sólrúnar yfir í landsmálin og forystu S am fy 1 k i ngarinnar var 1 í ka uggur í brj ósti minni flokkanna. Halldóri Asgrímssyni fannst ekki gaman að styðja borgarstjóra sem barði á honum í landsmálunum á sama tíma. Vinstri grænir eru í þeirri erfiðu aðstöðu að vera sá hluti af gömlu kommunum sem ekki vildu verða krat- ar en gátu ekki verið kommar áfram. Samfylkingin verður alltaf eins konar höfuðból ogþað eiga Vinstri grænirerfitt með að sætta sig við. Ráðning Þórólfs var að mörgu leyti snjöll lausn því að hann hefúr forystuhæfileika þó að það hafi veikt hann að hafa ekki pólitískt bakland. Líklega hel'ur það ekki höfðað til flokkanna að taka áhættuna af því að ráða annan mann úr atvinnulífinu. Þá var að velja úr hópnum. Steinunn Valdis var óþekkt og tilþrifalítil út á við. Þess vegna fannst samstarfsflokkum Samfylk- ingarinnar hún augljós kostur. Að vísu hefúr Dagur B. Eggertsson verið sléttur og lelldur að sjá og kom því til greina en menn vildu ekki eiga það á hættu að hann kæmi á ögurstundu út úr skápn- um og játaði að vera framsóknarmaður. Flokkarnir þekktu Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og vissu að hún yrði ekki með bægslagang. R-listinn sýndi það með ákvörðun sinni um ráðningu borg- arstjóra að valdabandalaginu var lokið. Valinn var sá sem hafði látið minnsttil sín taka. Það hefur þó ekki hindrað Steinunni Valdísi í því að notaborgarstjóraembættið í því að auglýsa sig fyrir prófkjör Sam- fylkingarinnar. En þeim peningum er illa varið, bæði fyrir borgarbúa og hana sjálfa. Kjósendurviljaforingja. Steinunn Valdis auglýsir fund undir yfirskriftinni: Borgarstjóri hlustar. - bj v______________________________________y fyRitstjóri og ábyrgðarmaöur: Eyþór Ivar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Nlálfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.