Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 17
Umhverji Tjarnarinnar. manni. Síðast las Brynjólfur Kúld upp sögu, sem lieitir „Karl glaðværi“. Er þetta sjálfsagt 20 mínútna lestur, en allan þennan tíma heyrð- ist aldrei eitt aukatekið orð, nema einu sini: ,,Það var sem fjörutíu", en það var orðtæki Brynjólfs. — „Aumingja stúlkan, sent lék með þeim. Henni vorkenndi ég“, sagði maðurinn minn, þegar við komum út. Hann bauð mér á þessa eftirminnilegu skemmtun, en það mun liafa verið áður en við giftumst. SKUGGA-SVEINN. Önnur skemmtun var það, sem mönnum varð tíðrætt um, nokkrum árum síðar. Ég var boðin þangað með Árna Eiríkssyni og manninum mín- um, en lagðist þá niður í kvefsótt og gat ekki farið. Svo var mál með vexti, að Hafnfirðingar áttu ágætan Skugga-Svein, að allra dómi. Hann hét Eyjólfur Illugason. Þeir léku því leikritið oft, af því að þeir voru svo heppnir að aðal- hlutverkið skyldi vera í svona góðum höndum. Þeir komu þá stundum á vetrum hingað inn eftir og léku Skugga-Svein. En einu sinni tókst illa til hjá þeim. Maðurinn, sem lék Harald, gat ekki aðstaðið, nerna fyrst í leiknum. Héldu áhorfendur að ltann hefði drukkið sig út úr. En svo var ekki. Aumingja maðurinn hafði dottið á svellbunka bak við leiksviðið og rófubrotnað. Það þarf varla að geta þess, að þetta var í Fjalakettinum. Nú voru góð ráð dýr. Var þá maður sá, sem lék Sigurð í Dal, látinn taka við hlutverki Har- alds. En nokkru síðar áttu þeir að vera saman inni á sviðinu, og þá varð aftur að skipta um og varð nú „soufflörinn" að koma upp úr gat- inu og leika Harald. Voru þeir þannig þrír sarna kvöldið. Ég man eftir, að þeir Árni og maður- FRJÁLS VERZLUN inn minn voru alveg máttlausir af hlátri, þegar þeir komu heim. En mér þótti heldur súrt í broti, að hafa legið heima í rúmi og orðið af þessari skemmtun. Eftir þetta man ég ekki til, að Hafnfirðingar hafi leikið hér í bænum. ÞETTA ER LÖNGU LIÐIÐ. Þegar þetta skeði, sem ég hefi skýrt frá, var Reykjavík lítill bær, með grænum túnum, skógi af skútumöstrum á höfninni, kýrtrossunni á götunum á sumrin og heybandslestunum á haustin, Sæfinni og gamla skrítna fólkinu við póstinn, sem masaði svo að undir tók í öllum bæjarhlutanum. Allt þetta er horfið núna, og bærinn okkar orðinn stórborg. Svipur hennar hefur breytzt, en ennþá er hún hin sarna í okkar augum. Að- komufólkið liefur jafnað margt við jörðu, sem okkur var kært, og breytt ýmsu, sem okkur fannst vel mega vera, og að minnsta kosti hefur það, sem kom í staðinn, ekki alltaf verið betra en það gamla. Þeir hafa tekið burtu Lækinn, Batteríið og Skólavörðuna á holtinu, og við höf- um þolað það þegjandi. Nú býr hér þriðjungur landsmanna, og er eðlilegt að margt hafi breytzt og ekki allt til bóta. Þessir aðkomumenn finna okkur margt til foráttu og rneðal annars það, að við höfum ekki átthagaást á við aðra lands- menn. En það er rangt, og því til sönnunar ætla ég bara að segja eitt: Við tollum þó að minnsta kosti í átthögum okkar. Eitt hefur breytzt til verulegra bóta frá því á yngri árum mínum, og það er efnahagur al- mennings, og er ekki liægt að þakka það, sem vert er. Við fáum auðvitað að borga og það ríf- lega, en lielzt megum við ekki fá almennilegan mat í staðinn. Við þolum þetta allt hljóðalítið, því að eitt höfðum við, gömlu Reykvíkingarnir, fram yfir flesta aðra landsmenn, en það var hátt- vísi. Þó að Reykjavík beri nokkuð annan svip, en þegar við vorum ung, þá stendur hún enn í sarna umhverfinu. Við liorfum á sömu fjöllin, og enn dynur sama blessuð rigningin á okkur, eins og á æskudögum. Og fyrir það, bæði blítt og strítt, elskum við hana og minnumst þess alltaf, alla daga, að: „Hún er rnóðir vor kær“. Hefi ég nú lokið máli' mínu og þakka þeim, sem hlýddu. Eufemia Waage. 65

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.