Frjáls verslun


Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 20.06.1948, Blaðsíða 13
fátækur. En fyrir atorku og ráðdeild tókst honum að verSa vel stæSur efnalega, á íslenzkan mælikvarSa, og eignaSist eitt hiS myndarlegasta og fegursta heim- ili í þessum bæ. 'En hann var þá líka sá lánsmaSur, aS njóta aSstoSar óvenjulegrar ágætiskonu, er flest- um fremur þekkti fátæktina af eigin reynd og lét aldrei blekkjast af vaxandi velmegun. ÁriS 1902 giftist Stefán eftirlifandi konu sinni, SigríSi Benediktsdóttur frá Skálholtskoti í Reykjavík. EignuSust þau 7 börn, en aSeins þrjú þeirra eru á lífi, Gunnar, sem veitir nú verzluninni forstöSu, Sess- elja, píanóleikari, og GuðríSur, gift Kirby Green, of- ursta í her Bandaríkjanna. Að eðlisfari var Stefán hlédrægur maður, en naul þess þó að gleðjast í góðra vina hópi, og þá átti hann marga, enda var oft fjölmennt á hinu fagra heimili þeirra hjóna, sem voru samhent í því að gera það aðlaðandi og umgangast gesti sína svo, að þar var gott að vera. Þar mætti öllum falslaus vinátta, er þangað voru boðnir. Enda var Stefán Gunnarsson hreinlyndur og falslaus maður. A. G. Þormar. Steindór Gunn- arsson prent- smi8justjóri and- aðist að heimili sínu í Revkjavík 29. marz s.l. Hann var fædd- ur 26. marz 1889 í Reykjavík. For- eldrar hans voru hjónin Gunnar Björnsson skó- smiður og Þor- björg Pétursdótt- ir. Ungur hóf hann prentnám og lauk ]>rófi í iðn- inni vorið 1908, aðeins 19 ára gamall. Hann stundaði síðan iðngrein sína í Félagsprentsmiðjunni um nokkur ár, varð með- eigandi í fyrirtækinu árið 1911, verkstjóri J>ar 1915 og prentsmiðjustjóri frá 1. jan. 1916. Á þessum ár- um, 1913—14, dvaldi Steindór við nám í Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn og vann jafnframt í prentsmiðju |>ar í horg. Prentsmiðjustjóri Félags- prentsmiðjunnar var Steindór fram til 1934, er hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu og stofnsetti nýja prent- smiðju á eigin spýtur, Steindórsprent, sem hóf starf- semi sína 1. júlí 1934. Þeirri prentsmiðju stjórnaði hann til hinzta dags síns. -— Steindór lét mál sinnar stéttar mjög til sin taka og átti í orði og verki marga góða hlutdeild að framförum í félagslegum og verk- legum efnum prentara og prentsmiðjueigenda. Hann var um skeið gjaldkeri Hins ísl. prentarafélags, og seinna var hann lengi í stjórn Félags ísl. prentsmiðju- eigenda og formaður félagsins um hríð. Auk þess átti hann sæti í stjórnum nokkurra annarra fyrirtækja, s. s. Hamars h.f. og KexverksmiSjunnar Esju h.f. Steindór Gunnarsson var atkvæðamaður mesti, dug- mikill og framsýnn. Um það ber ljósastan vottinn prentsmiðja hans, sem nú er í tölu stærstu og full- komnustu þess konar stofnana á landi hér og hefur á sér orð fyrir góða afgreiðslu og vandaða vinnu. Húsakostur prentsmiðjunnar er og einn hinn vegleg- asti, sem hér þekkist, en vfir honum hefur hún nú haft að ráða um rúmlega þriggja ára skeið. Á tvenn- an hátt, einkanlega, var Steindór heitínn frumkvöðull að miklum þurftarmálum í bágu verzlunarstéttarinn- ar, og er þessu tímariti ljúft að minnast bess. Hið fyrra sinni, er hann var prentsmiðiustjóri Félagsprent- smiðiunnar og lét fvrstur manna hefja gúmmístimola- gerð hérlendis árið 1923. Allir vita um nauðsyn hvers konar fyrirtækia á slíkum stimplum, og var það til ósegjanlegs hagræðis fyrir þau að þurfa ei lengur að leita eftir áhöldum þessum til útlanda. Hitt harfa- málið, sem Steindór beitti sér fyrir, og hér skal get- ið, er útgáfa Viðskiptaskrárinnar. sem fvrst kom lit árið 1937 og árlega síðan. Sú bók hefur alla tíð síð- an verið ein helzta handbók verzlunarstéttarinnar og sætt vaxandi vinsældum innanlands og utan. Fráp'ang- ur hennar, efnisval og efnisskipun hefur allt verið hið fullkomnasta og fvllile<ra sambærilegt við erlendar bækur sömu tegundar. Er einsætt að ritstiórn slíkrar bókar hefur verið miklum vanda bundin. bví að upp- lýsingar þær, sem bar er að finna eru hinar skvrustu og nákvæmustu. Þeim mun meira er afrek Stmndórs Gunnarssonar. — Hann hafði og meiri útgáfustarf- semi með höndum, hefur t. d. gefið út heimilisblaðið „Vikuna“ og tímaritið „Úrval“. Margir góðir eiginleikar prýddu dagfar Steindórs heitins. Hann var liúfmenni mesta og heiður á svip og í sinni. Það er aS honum mikil eftirsiá. Stpindór var kvænlur Stellu Jóhönnu Petru, dóttur Nirolai Bjarnasonar. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. FRJÁLS VERZLUN 137

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.