Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 4
4. Sumir halda því fram, að af frjá'lsri verzlun myndi leiða félag'slegt ranglæti fremur en undir haftastjórn. Slíkt er staðlausir stafir. Að vísu mundi kaupgeta þegnanna vera mismunandi undir þessu verzlunarkerfi, eins og raunar á sér stað, hvert svo sem hagkerfið er. Hins vegar eru möguleikar til tekjujöfnunar eftir öðrum leið'um, t. d. skatta- og fjármálapólitík ríkisins, sízt minni, þó'tt verzlunin sé frjáls, og hitt væri aftur tryggt, að nú fengju menn vörur fyrir tekjur sínar, án tillits til annarrar aðstöðu, en á því er jafnan mikill brestur undir haftakerfi. í raun og veru má segja, að frjáls verzlun sé eina lýðræðis- lega og félagslega (sósíala) verzlunarkerfið, því að þar eru völdin lögð í hendur þegnanna, en ekki ríkisins, embættismanna eða einokunar. I>að verða þá ekki stofnanir eð'a stjórnir, sem ákveða, í hvaða hlutföllum flytja eigi inn fram- leiðsluvörur eða neyzluvörur. Það verða þegn- arnir sjálfir, sem ráða því. Innflytjendurnir, kaupmenn eða kaupfélög, verða þjónar fólksins, sem reyna að hafa á boðstólum þær vörur, sem óskað' er. Neytendurnir kaupa vörurnar, þar sem þeir fá þær beztar og ódýrastar, og knýja þá, sem vörumar selja, til samkeppni. Þannig verður neytandinn húsbóndi á sínu heimili og þarf ekki að haga neyzlu sinni og lífsvenjum eftir kenni- setningum eða kenjum einhverra embættis- manna eða nefnda, sem á tímum haftanna eru allsráðandi unr það, nvað almenningur leggur sér til munns eða klæðis. Þegnarnir þurfa enga slíka forsjón, þeir vita sjálfir bezt, hvar skórinn kreppir. Með frjálsri verzlun myndast þannig lýðræði í atvinnumáium hliðstætt því, sem menn njóta í stjórnmálum, því að' hver neyt- andi fer þar sjálfur með sitt atkvæði og hefur með eftirspurn sinni bein áhrif á verðlag, vöru- val, vörugæði, framaleiðslu og innflutning til landsins. Hér hefur ekki verið gerð nein tilraun til þess að túlka frjálsa verzlun sem óskeikula, trúarlega kennisetningu, heldur skal viðurkennt, að þjóð- arbúskapurinn geti vegna innri eða ytri mein- semda færzt svo úr skorðum, að um stundar sak- ir þurfi að grípa til óeðlilegra neyðarráðstafana. Það er og játað, að stundum geti þjóðin talið sér nauðsyn að fóma efnahagslegum ávinningi vegna annarra sjónarmiða og setji þá einhverjar skorður við' því, að verzlunin sé algerlega frjáls. En þetta breytir engu um það, að frjáls verzlun er almennt tvímælalaust æskilegasta verzlunar- kerfið og það eina, sem auka mun velmegun allrar þjóðarinnar til frambúðar. Hundrað ára saga vaxandi verzlunarfrelsis Is- lendinga er óhrekjanleg sönnun þess, að frjáls- ari verzlun fylgja stöðugt auknar framfarir og vaxandi farsæld alþjóð til handa. Snjall kaupmaður: Þorlákur O. Jolmson var þjóðlegastur allra kaupmanna sinn- ar tíðar. A sölubúð sína dró hann aldrei danskan fána að hún, lieldur alltaf merki ]>að hið íslenzka, sem þá tíðkaðist, hvítan fálka á bláum feldi. A sumrin, þegar skipin komu úr strandferðum, gerði Þorlák- ur sér sérstakt far um. að laða til sín, kaupendur utan af landi. Hér er sýnishorn af auglýsingu frá verzlun Þorláks O. John- son af slíku tilefni, en hún er sérkennileg og ísmeygileg, eins og auglýsing á að vera: „Hér með leyfi ég undirskrifaður mcr að tilkynna hinum heiðruðu farþegum með gufuskipinu „Thyru", að föstudaginn hinn 25. sept. verður PALLEGUR BAZAR opinn allan daginn í verzlunarhúsum mínum. Þeir, sem koma ]>ar inn, gleyma þá ekki konum og börnum heima, því það er gaman að gleðja þau við heimkomuna. (Með þessari auglýsingu fylgdi vöruskrá). I búðinni fást hjá mér hinar nafnkunnu ensku vörur, sem ég mun selja töluvert undir vanalegum prís allan daginn á morgun. Kl. 6 í kvöld verður búð mín í lieiðursskyni við farþegana uppljómuð (Illumineruð) eins og vandi er til á jólum og nýári. — Komið inn, allir velkomnir. Virðingarfyllst, Reykjavík, 25. sept. 1885. Þorlákur 0. Johnson“. Þessu var strax utbýtt um borð við komu skipsins. Auð- vitað liefur búðin verið eins og hún var vön, með sömu vör- urnar og alltaf, en verðið aðeins lægra. Svo kemur uppljóm- unin og kurteisin við farþegana, og það vekur athygli og dregur að viðskiptavini. 28 FRJÁL^ VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.