Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 13
fengi smám saman aukna lilutdeild í viðkomandi fyrirtæki upp að vissum hundraðshluta. Eitt hið mikilvægasta við erlenda fjárfestingu er oft talin kunnáttan, sem hún flytur með sér. íslendingum væri mjög mikilvægt að kynnast af eigin raun hvernig rekstri stóriðjufyrirtækja er háttað. Á því geta allir lært, hvort sem þeir eru í almennri vinnu eða í ábyrgðarmiklum verlc- stjórnar- eða sérfræðistörfum. Ymsir slíkra manna gætu reynzt ómissandi við að koma upp nýjuin iðngreinum, er væru algerlega á innlend- um höndum. Að lokum mun drepið á enn eitt í þessu sambandi, sem ekki er hið veigaminnsta, en það er sá iðnaður, sem gæti risið upp í landinu vegna hagkvæmra skilyrða til ódýrra hráefna- kaupa hjá stóriðjufyrirtækjum, einu eða fleir- um, er væru starfrækt hér. Til dæmis sýnist framleiðsla ýniiss konar hluta úr aluminium til húsbygginga geta átt mjög mikla framtíð fyrir sér, ekki sízt vegna skorts á timbri og járni í landinu. Reynsla annarra þjóða af erlendu fjórmagni Engan skyldi ætla, að við Islendingar rydd- um nýja braut, ef við hleyptum erlendu áhættu- fjármagni inn í land okkar. I nær ölhim löndum, þar sem framfarir hafa orðið verulegar, hefur erlent fjármagn átt þátt í uppbyggingu atvinnu- lífsins. Mikilvægi alþjóðlegra fjármagnsflutninga er viðurkennt af flestum efnahagssérfræðingum, og á síðari árum hafa margar alþjóðastofnanir hvatt til erlendrar fjárfestingar. I’ar á meðal hafa sjálfar hinar Sameinuðu þjóðir sýnt þessum málum mikinn áhuga og hafa í því sambandi haldið uppi víðtælcu rannsóknarstarfi og útgáfu- starfsemi. Á níunda allsherjarþingi S. Þ. árið 1954 var samþykkt ályktun um nauðssyn al- þjóðlegra flutninga einkafjármagns til að stuðla að þróun í þeim löndum, sem skammt eru á veg komin efnahagslega. Stjórnir allra landa innan samtakanna voru beðnar að láta í té upplýsingar um ákvarðanir, sem teknar höfðu verið á sið- ustu árum, í sambandi við flutninga einkafjár- magns milli landa. Svör bárust frá fjölmörgum þjóðum, er sýndu, að vegna stóraukins áhuga hafði margt verið gert til að auðvelda slíka fjár- magnsflutninga. Einkum voru það Evrópuríkin, sem fellt höfðu niður ýmsar reglur, er þóttu tak- marka inn- og útflutning á fjármagni. Þetta sýnir, að þau lönd, sem komin eru hvað lengst í efnahagsþróuninni, gera mest til að laða að sér erlent fjármagn, þótt segja megi, að þau hafi mun minni þörf fyrir það, en hin fátækari lönd. í fyrrnefndu löndunum ríkir fullur skilningur á þessum málum, en í mörgum hinna síðarnefndu eru sumir menn fullir fordóma og miða afstöðu sína við nýlenduhugsunarhátt liðinna alda. Sú staðreynd ætti að vera augljós, að lítil og vanmáttug lönd geta notfært sér alþjóðlega fjár- magnsflutninga með meira öryggi en nokkru sinni fyrr. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að erlendir fjármagnseigendur geta því aðeins vonazt eftir hagnaði af fjárfestingu sinni, að þeir komi fram af fullri sanngirni við lönd þau, þar sem þeir festa fé sitt. Eru því litlar líkur til, að þeir setjist að samningaborði með annað í huga. Er nú svo komið að öruggir samningar eru fjár- magnseigendunum í flestum tilfellum mun meira virði, en löndunum, þar sem fjármagnið er hag- nýtt, þótt réttlátir samningar séu auðvitað báð- um aðilum fyrir beztu. Sú skoðun er orðin almenn og á vaxandi fylgi að fagna, að yfirleitt sé erlent fjármagn mikil- vægara fyrir efnahagslega þróun þeirra landa, þar sem það starfar, heldur en þeirra landa sem það keniur frá. Þetta getur þó leynzt í ýms- um tilfellum við lauslega athugun, því að hinn venjulegi „hagnaður“ er auðreiknanlegri, en all- ur sá óbeini hagnaður, sem lönd og landsvæði hafa af þróttmiklum atvinnufyrirtækjum. Margar ríkisstjórnir gera allt, sem þær geta, til að laða erlent fjármagn til landa sinna. Má í þessu sambandi minna á hið nýja starf Tryggve Lie, sem nú ferðast land úr landi til að laða fjármagn til Noregs. Þessi viðleitni er alveg í samræmi við skoðanir, sem komið liafa fram í ritum Sameinuðu þjóðanna, að það myndi hafa mikil áhrif til aukinnar velmegunar í heiminum, ef skynsamlega nýtt áhættufjármagn einkaaðila fengi að starfa sem mest á alþjóðavettvangi. Æ fleiri þjóðir viðurlcenna þennan sannleika, og ís- lendingar liafa áreiðanlega ekki efni á að draga lengi að fylgja fordæmi þeirra. FRJÁLS VERZLTJN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.